Viðskipti innlent

Tveir í peningastefnunefnd vildu 3% stýrivaxtalækkun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankastjóri vildi 2,5% lækkun og var sú tillaga samþykkt.
Seðlabankastjóri vildi 2,5% lækkun og var sú tillaga samþykkt.
Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands vildu 3% stýrivaxtalækkun, í stað 2,5% eins og niðurstaðan varð, þegar ákvörðun um stýrivexti var tekin fyrr í maí. Í fundargerð peningastefnunefndar sem hefur verið gerð opinber á vef bankans kemur fram að nefndin hafi fjallað um stýrivaxtalækkun á bilinu 1,5-3,5 prósentur.

Allir nefndarmenn voru sammála um að sterk rök væru fyrir því að taka tiltölulega stórt skref að þessu sinni en höfðu mismunandi skoðanir á því hversu stórt skrefið ætti að vera. Svein Harald Øygard Seðlabankastjóri lagði til að stýrivextir yrðu lækkaðir um 2,5% og yrðu þá 13,0%. Greidd voru atkvæði um tillöguna og samþykktu þrír nefndarmenn hana.

Í peningastefnunefnd sitja Svein Harald Øygard seðlabankastjóri, sem er formaður nefndarinnar, Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri, Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans, Anne Sibert prófessor og Gylfi Zoëga prófessor.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×