Viðskipti innlent

Kaupmáttur hefur rýrnað um 6,7% á einu ári

Kaupmáttur launa hefur rýrnað um 6,7% á síðustu 12 mánuðum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar.

Launavísitala í apríl 2009 er 355,4 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 4,4%.

Vísitala kaupmáttar launa í apríl er 108,5 stig og lækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 6,7%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×