Rannsóknin snýr að 25 milljarða kaupum Al-Thani 22. maí 2009 15:25 Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan. Þann 11. desember s.l. birtist frétt á visir.is þar sem segir: „Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. "Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi," segir Telma. Þann 14. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. Í frétt RÚV var sagt að milljarðarnir sem Al-Thani átti að greiða fyrir hlutinn í Kaupþingi finnist hvergi. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er málið til skoðunar hjá yfirvöldum. ,,Embættismenn spyrja sig að því hvort kaupin hafi verið risavaxið svindl þar sem raunverulegir peningar hafi aldrei skipt um hendur," sagði í fréttinni. ,,Þetta er ekki rétt og ég á ekki til orð yfir þessari frétt," sagði Telma í samtali við fréttastofu. Þann 19. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance (QIF) segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem Telma hefur sent frá sér segir: "QIF er dótturfélag Q Iceland Holding sem er í eigu Emírsins og var félaginu ætlað að halda utan um kaup á 5,1% hlut Emírsins í bankanum. QIF kom ekki nálægt samningagerð á milli bankans og Emírsins um kaup á hlutunum eða hvernig þau voru fjármögnuð. Aðkoma félagsins var sú að þegar gengið hafði verið frá samningum var ákveðið að félagið skyldi halda á hlutunum og kom það því að tilkynningu um kaupin til Fjármálaeftirlitsins. Þær upplýsingar sem QIF voru veittar um fjármögnun voru þær að kaupin hefðu verið fjármögnuð...að helmingi með lánasamningi sem tryggður var með persónulegri ábyrgð Emírsns, og fékk QIF síðar staðfestingu á að lánið hefði verið að fullu greitt, og að helmingi með láni frá þriðja aðila sem tryggt var með veði í hinum keyptu hlutum. Félagið hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þessum veðsetningum var háttað enda fóru veðsetningarnar ekki fram í nafni Q Iceland Finance." Þriðji aðilinn í þessu sambandi var Ólafur Ólafsson fjárfestir. Í frétt um málið á visir.is þann 19. janúar segir Ólafur að engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Tengdar fréttir Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan. Þann 11. desember s.l. birtist frétt á visir.is þar sem segir: „Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. "Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi," segir Telma. Þann 14. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. Í frétt RÚV var sagt að milljarðarnir sem Al-Thani átti að greiða fyrir hlutinn í Kaupþingi finnist hvergi. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er málið til skoðunar hjá yfirvöldum. ,,Embættismenn spyrja sig að því hvort kaupin hafi verið risavaxið svindl þar sem raunverulegir peningar hafi aldrei skipt um hendur," sagði í fréttinni. ,,Þetta er ekki rétt og ég á ekki til orð yfir þessari frétt," sagði Telma í samtali við fréttastofu. Þann 19. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance (QIF) segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem Telma hefur sent frá sér segir: "QIF er dótturfélag Q Iceland Holding sem er í eigu Emírsins og var félaginu ætlað að halda utan um kaup á 5,1% hlut Emírsins í bankanum. QIF kom ekki nálægt samningagerð á milli bankans og Emírsins um kaup á hlutunum eða hvernig þau voru fjármögnuð. Aðkoma félagsins var sú að þegar gengið hafði verið frá samningum var ákveðið að félagið skyldi halda á hlutunum og kom það því að tilkynningu um kaupin til Fjármálaeftirlitsins. Þær upplýsingar sem QIF voru veittar um fjármögnun voru þær að kaupin hefðu verið fjármögnuð...að helmingi með lánasamningi sem tryggður var með persónulegri ábyrgð Emírsns, og fékk QIF síðar staðfestingu á að lánið hefði verið að fullu greitt, og að helmingi með láni frá þriðja aðila sem tryggt var með veði í hinum keyptu hlutum. Félagið hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þessum veðsetningum var háttað enda fóru veðsetningarnar ekki fram í nafni Q Iceland Finance." Þriðji aðilinn í þessu sambandi var Ólafur Ólafsson fjárfestir. Í frétt um málið á visir.is þann 19. janúar segir Ólafur að engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Tengdar fréttir Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10 Mest lesið Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent Þórdís til dómsmálaráðuneytisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Sjá meira
Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Viðskipti innlent