Rannsóknin snýr að 25 milljarða kaupum Al-Thani 22. maí 2009 15:25 Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan. Þann 11. desember s.l. birtist frétt á visir.is þar sem segir: „Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. "Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi," segir Telma. Þann 14. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. Í frétt RÚV var sagt að milljarðarnir sem Al-Thani átti að greiða fyrir hlutinn í Kaupþingi finnist hvergi. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er málið til skoðunar hjá yfirvöldum. ,,Embættismenn spyrja sig að því hvort kaupin hafi verið risavaxið svindl þar sem raunverulegir peningar hafi aldrei skipt um hendur," sagði í fréttinni. ,,Þetta er ekki rétt og ég á ekki til orð yfir þessari frétt," sagði Telma í samtali við fréttastofu. Þann 19. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance (QIF) segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem Telma hefur sent frá sér segir: "QIF er dótturfélag Q Iceland Holding sem er í eigu Emírsins og var félaginu ætlað að halda utan um kaup á 5,1% hlut Emírsins í bankanum. QIF kom ekki nálægt samningagerð á milli bankans og Emírsins um kaup á hlutunum eða hvernig þau voru fjármögnuð. Aðkoma félagsins var sú að þegar gengið hafði verið frá samningum var ákveðið að félagið skyldi halda á hlutunum og kom það því að tilkynningu um kaupin til Fjármálaeftirlitsins. Þær upplýsingar sem QIF voru veittar um fjármögnun voru þær að kaupin hefðu verið fjármögnuð...að helmingi með lánasamningi sem tryggður var með persónulegri ábyrgð Emírsns, og fékk QIF síðar staðfestingu á að lánið hefði verið að fullu greitt, og að helmingi með láni frá þriðja aðila sem tryggt var með veði í hinum keyptu hlutum. Félagið hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þessum veðsetningum var háttað enda fóru veðsetningarnar ekki fram í nafni Q Iceland Finance." Þriðji aðilinn í þessu sambandi var Ólafur Ólafsson fjárfestir. Í frétt um málið á visir.is þann 19. janúar segir Ólafur að engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Tengdar fréttir Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Rannsókn sérstaks saksóknarar sem greint er frá hér á síðunni og leitt hefur af sér tug af húsleitum snýst um 25 milljarða kr. kaup Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani frá Qatar á 5% hlut í Kaupþingi. Kaupin áttu sér stað skömmu fyrir fall Kaupþings s.l. haust og hafa töluverðir eftirmálar orðið síðan. Þann 11. desember s.l. birtist frétt á visir.is þar sem segir: „Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani lítur á 25,5 milljarða kr. fjárfestingu sína í Kaupþingi sem glatað fé. Að sögn Telmu Halldórsdóttur talsmanns Q Iceland Finance mun Al-Thani hafa greitt fyrir 5% eignarhlut sinn í Kaupþingi með reiðufé og mjög tryggum veðum í eignum sínum erlendis. "Ég reikna samt með að hann sé ekki á flæðiskeri staddur þrátt fyrir þetta tap sitt á Kaupþingi," segir Telma. Þann 14. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. Í frétt RÚV var sagt að milljarðarnir sem Al-Thani átti að greiða fyrir hlutinn í Kaupþingi finnist hvergi. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV er málið til skoðunar hjá yfirvöldum. ,,Embættismenn spyrja sig að því hvort kaupin hafi verið risavaxið svindl þar sem raunverulegir peningar hafi aldrei skipt um hendur," sagði í fréttinni. ,,Þetta er ekki rétt og ég á ekki til orð yfir þessari frétt," sagði Telma í samtali við fréttastofu. Þann 19. janúar birtist svo frétt þar sem Telma Halldórsdóttir stjórnarmaður í Q Iceland Finance (QIF) segir að félagið hafi hvergi komið nálægt samningagerð eða kaupum á hlut sheiksins Al-Thani í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem Telma hefur sent frá sér segir: "QIF er dótturfélag Q Iceland Holding sem er í eigu Emírsins og var félaginu ætlað að halda utan um kaup á 5,1% hlut Emírsins í bankanum. QIF kom ekki nálægt samningagerð á milli bankans og Emírsins um kaup á hlutunum eða hvernig þau voru fjármögnuð. Aðkoma félagsins var sú að þegar gengið hafði verið frá samningum var ákveðið að félagið skyldi halda á hlutunum og kom það því að tilkynningu um kaupin til Fjármálaeftirlitsins. Þær upplýsingar sem QIF voru veittar um fjármögnun voru þær að kaupin hefðu verið fjármögnuð...að helmingi með lánasamningi sem tryggður var með persónulegri ábyrgð Emírsns, og fékk QIF síðar staðfestingu á að lánið hefði verið að fullu greitt, og að helmingi með láni frá þriðja aðila sem tryggt var með veði í hinum keyptu hlutum. Félagið hafði hinsvegar ekki upplýsingar um hvernig þessum veðsetningum var háttað enda fóru veðsetningarnar ekki fram í nafni Q Iceland Finance." Þriðji aðilinn í þessu sambandi var Ólafur Ólafsson fjárfestir. Í frétt um málið á visir.is þann 19. janúar segir Ólafur að engar þóknanir, greiðslur eða hagnað hafa fallið í sinn hlut við kaup Mohammed Sheik bin Khalifa Al-Thani á 5% hlut í Kaupþingi. Í yfirlýsingu sem hann sendir frá sér vegna málsins segir hann mikilvægt að skýrsla sem Price Waterhouse Coopers hefur unnið um starfsemi Kaupþings verði birt í heild sinni þannig að allur sannleikurinn komi í ljós og staðfesti það sem hann segi. Ólafur segist hafa samþykkt að vera eigandi að félagi sem lánaði helming af kaupverðinu án persónulegra ábyrgða. Hann segir einnig að það hefði hann betur aldrei gert. Markmiðið með sinni aðkomu að málinu hafi verið að styrkja Kaupþing í því umróti sem ríkti á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.
Tengdar fréttir Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10 Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Tíu húsleitir á vegum sérstaks saksóknara Í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á kaupum félagsins Q Iceland Finance ehf á 5,01% hlut í Kaupþing banka fóru fram húsleitir á tíu stöðum í dag og síðastliðinn þriðjudag, að undangengnum úrskurðum Héraðsdóms Reykjavíkur. 22. maí 2009 15:10