Viðskipti innlent

Slitastjórn skipuð fyrir Sparisjóðabankann

Slitastjórn fyrir Sparisjóðabanka Íslands hf. var skipuð af Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.maí sl.

Í slitastjórninni sitja Andri Árnason hrl., Berglind Svavarsdóttir hrl. og Tómas Jónsson hrl., sem jafnframt er aðstoðarmaður í greiðslustöðvun. Tómas tekur sjálfkrafa sæti í slitastjórn samkvæmt ákvæðum laga um fjármálafyrirtæki.

Í tilkynningu segir að Áslaug Björgvinsdóttir hafi látið af störfum í skilanefnd Sparisjóðabankans. Skilanefndina skipa því eftirleiðis eftirfarandi þrír einstaklingar: Erling Tómasson löggiltur endurskoðandi og formaður nefndarinnar, Hjördís Edda Harðardóttir hrl. og Jón Ármann Guðjónsson hdl.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×