Viðskipti innlent

Atlantic Petroleum skilar 367 milljónum í hagnað

Atlantic Petroleum skilaði 367 milljónum kr. í hagnað á fyrsta ársfjórðungi eftir skatta. E þetta mikill viðsnúningur frá sama tímabili í fyrra er tap félagsins nam 830 milljónum kr.

Í uppgjörinu segir að olíuvinnsla sé hafin á tveimur svæðum félagsins sem skili því tekjum og von er á að vinnsla hefjist á þriðja svæðinu, Ettrick, á næstu mánuðum. Því hafi félagið aukið væntingar sínar um hagnað ársins í heild úr 20-25 milljónum danskra kr. og í 50-60 milljónir danskra kr. Er þá miðað við að verðið á olíutunnunni verði í kringum60 dollara út árið.

Wilhelm Petersen forstjóri félagsins segir í tilkynningu um uppgjörið að þeir birti það með ánægju og að framleiðslan frá Chestnut og South Chestnut svæðunum geri það að verkum að félagið sé með jákvæða lausafjárstöðu.

„Þar að auki hefur félagið tryggt fjármögnun sín til styttri tíma og er á lokastigum í samningum um endurskipulagningu á brúarlánum til lengri tíma," segir Petersen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×