Viðskipti innlent

Fyrirspurn um skiptastjóra lögð fram á alþingi

Helga Sigrún Harðardóttir þingmaður Framsóknar á alþingi hefur lagt fram fyrirspurn um skiptastjóra til dómsmálaráðherra á alþingi.

Helga Sigrún spyr hvort fordæmi séu fyrir því að skipaðir séu fleiri en einn skiptastjóri fyrir þrotabú hérlendis, samanber lög um gjaldþrotaskipti þar sem segir að ef sýnt þyki að störf skiptastjóra verði umfangsmikil geti héraðsdómari skipað tvo menn eða fleiri til að gegna þeim, og ef svo er, í hvaða tilvikum var það gert?

Einnig er spurt um hvernig hæfi skiptastjóra sé metið innan dómstólanna. Telur ráðherra í anda laga að skipa skiptastjóra í þrotabúi mann sem hefur unnið að verkefnum tengdum félaginu sem tekið er til gjaldþrotaskipta eða öðrum verkefnum tengdum því í gegnum sama eignarhald? Telur ráðherra hætt við að slíkur skiptastjóri sé farinn að dæma í eigin málum?

Og í þriðja lagi vill Helga Sigrún vita hvaða reglur gilda um úthlutun þrotabúa til skiptastjóra hjá héraðsdómstólum og eru þær nægjanlega gagnsæjar?








Fleiri fréttir

Sjá meira


×