Viðskipti innlent

Ísland á topp tíu listanum um netvæðingu þjóða

Ísland er á topp tíu listanum yfir mest netvæddu þjóðir heimsins. Raunar raða allar Norðurlandaþjóðirnar sér inn á topp tíu listan með Danmörku í fararbroddi en Danir teljast nú mest netvædda þjóð heimsins.

Samkvæmt lista sem World Economic Forum (WEF) hefur tekið saman um netvæðingu þjóða er topp tíu listinn skipaður Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum, Singapore, Sviss, Finnlandi, Íslandi, Noregi, Hollandi og Kanada.

Listinn er unnin af Cisco fyrir WEF og til grundvallar liggur mæling á upplýsinga- og samskiptatækni sem til staðar er hjá hverri þjóð ásamt því hve þessi tækni er mikið notuð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×