Viðskipti innlent

Skilanefnd skipuð yfir Sparisjóðabanka Íslands

Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka Íslands.
Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabanka Íslands.

Fjármálaeftirlitið hefur skipað skilanefnd yfir Sparisjóðabanka Íslands, en ákvörðun um þetta var tekin á föstudag. Tæpri viku fyrr tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda bankans til Seðlabankans og Kaupþings.

Skilanefndin tekur við öllum heimildum stjórnar félagsins samkvæmt ákvæðum neyðarlaganna. Formaður skilanefndarinnar er Þorvarður Gunnarsson, löggiltur endurskoðandi.

Aðrir í skilanefndinni eru:

Erling Tómasson, löggiltur endurskoðandi

Hjördís Edda Harðardóttir, hrl.

Jón Ármann Guðjónsson, hdl.

Áslaug Björgvinsdóttir, dósent við HR

Nálgast má ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×