Fleiri fréttir

Exista á 10 aura og - Straumur á rúman túkall

Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 97,8 prósent og bréf Straums 64,7 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni. Viðskipti með bréf beggja félaga hafa verið á salti í rúma tvö mánuði.

Bakkavör í samningum við 17 banka með aðstoð Rothschild

Bakkavör á nú í samningum um sambankalán hjá 17 bönkum og nýtur til þess ráðgjafar frá Rothschild fjárfestingarbankanum. Að sögn Financial Times eru samningar þessir tilkomnir vegna þess að innistæða Bakkavarar upp á 150 milljón pund, eða um 26 milljarða kr., brann inni í gamla Kaupþingi er bankinn hrundi.

Lán til bílaframleiðenda í sjónmáli

Ekki er útilokað að bílaframleiðendurnir General Motors og Chrysler fái 15 milljarða dollara neyðarlán um miðjan mánuðinn til framdráttar í efnahagslægðinni.

Efnahagsáætlanir Obama hækka heimsvísitöluna

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun og telja greiningaraðilar að það megi þakka áætlunum nokkurra ríkisstjórna allt frá Bandaríkjunum til Indlands um örvun efnahagslífsins með ýmsum hætti.

Stofna eignarhaldsfélag

Nýja Kaupþing stofnar fjárfestingar- og fasteignafélag til að halda utan um eignir sem bætast kunna í safn bankans á næstu mánuðum vegna erfiðleika í rekstri stærri fyrirtækja sem eru í viðskiptum við bankann.

Ekki aðhafst vegna kaupa Birnu í Glitni

Fjármálaeftirlitið (FME) telur ekki tilefni til aðgerða af hálfu eftirlitsins gagnvart Birnu Einarsdóttur, forstjóra Nýja Glitnis, eða Melkorku ehf., fjárestingarfélagi hennar.

Búist við betri þátttöku núna

Útboð verður haldið á nýjum flokki ríkisbréfa klukkan tvö á morgun, miðvikudag. Um er að ræða óverðtryggð ríkisbréf sem bera 13,75 prósenta vexti sem greiddir eru árlega.

Vilja setja 1700 milljarða króna í bílaiðnaðinn

Demókratar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings vilja verja 15 milljörðum bandaríkjadala, eða 1700 milljarða íslenskra króna, til að styðja við bílaframleiðendur í Bandaríkjunum. Heimildarmenn AFP fréttastofunnar segja óvíst að Bush forseti samþykki hugmyndina.

Obama kætir bandaríska fjárfesta

Bandarísk hlutabréf hækkuðu almennt í verði í dag en fjárfestar þykja afar bjartsýnir á að átak Baracks Obama, verðandi forseta landsins, til endurreisnar á bandarísku efnahagslífi muni ganga eftir.

New York Times tekur risalán

Bandaríska dagblaðið New York Times ætlar að taka að láni allt að 225 milljónum dollara til þess að létta lausafjárstöðu sína.

Bakkabræður eignast megnið af Exista fyrir milljarð króna

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, eigendur Bakkavarar, hafa ákveðið að leggja Existu til 1 milljarð kr. í reiðufé í flóknum viðskiptum með tvö óskráð félög í eigu þeirra bræðra, Kvakki ehf/BBR ehf. Í framhaldinu eignast þeir 88% af Exista.

FME: Birna keypti í Glitni í góðri trú

Fjármálaeftirlitið hefur lokið rannsókn sinni á viðskiptum Birnu Einarsdóttur, núverandi forstjóra Nýja Glitnis, þegar hún, eða félag hennar Melkorka ehf., keypti hlutabréf í bankanum. Kaupin gengu aldrei í gegn og því slapp Birna við tap sem varð þegar bréf í Glitni misstu verðgildi sitt. FME kemst að þeirri niðurstöðu að gögn málsins sýni að viðskiptin hafi ekki náð fram að ganga vegna vanrækslu af hálfu gamla Glitnis. „Ekkert í gögnum málsins bendir til annars en að Birna Einarsdóttir hafi verið í góðri trú og að vanefnd stafi af ástæðum sem eru óviðkomandi henni,“ segir í frétt á heimasíðu FME.

Century Aluminum hækkar um fimmtung

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, stökk upp um 19,85 prósent í Kauphöllinni á miklum uppsveifludegi í dag. Á eftir fylgdu bréf Atlantic Petroleum, sem hækkaði um 9,65 prósent, Bakkavör, sem fór upp um 8 prósent, Marel Food Systems, sem hækkaði um 4,66 prósent og Össur, en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 4,17 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa Eimskips um 0,76 prósent.

Ekkert lát á styrkingu krónunnar

Ekkert lát er á styrkingu krónunnar síðan hún var sett á flot með kút og korki í síðustu viku. Gengið styrktist um 5,8% í dag og hefur því styrkst um 25% frá flotinu.

Fréttaskýring: Var símtal Árna dýrasti misskilningur Íslandssögunnar?

Það er athyglisvert að hvorki Árni Mathiesen fjármálaráðherra eða Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eiga til minnismiða í fórum sínum um Icesave fundi sína og samtöl við breska ráðamenn. Vitað er að bresk stjórnvöld höfðu mikinn áhuga á að setja Icesave inn í breskt dótturfélag í haust þegar vitað var að hverju stefndi með íslenska bankakerfið.

Eyrir tapaði engu á bönkunum, NBI orðinn hluthafi

Eyrir Invest varð ekki fyrir skakkaföllum af völdum bankahrunsins í byrjun október. Félagið hefur náð samkomulagi um að taka yfir hlut Nýja Landsbankans (NIB) í London Acquisition í hollensku iðnsamsteypunni Stork. Félagið er í eigu Landsbankans, Eyris og breska fjárfestingafélagsins Candover.

Nýja Kaupþing ræður umboðsmann viðskiptavina

Stjórn Nýja Kaupþings banka hefur ákveðið að auglýsa eftir umboðsmanni viðskiptavina. Þetta er í samræmi við tillögur sem vinnuhópur á vegum ríkisstjórnarinnar kynnti þann 2. desember síðastliðinn. Umboðsmaðurinn verður óháður og starfar í umboði stjórnar bankans.

Omnis fær gullvottun hjá Microsoft

Fyrirtækið Omnis hefur hlotið gullvottun sem Microsoft-samstarfsaðili, sem þýðir að Omnis og starfsmenn þess hafi staðist ítrustu kröfur Microsoft og séu í hópi þeirra sem mesta þekkingu hafa á lausnum fyrirtækisins.

Vilja kanna kosti á einhliða upptöku annars gjaldmiðils

Stjórn Samtaka fiskvinnslustöðva skorar á stjórnvöld að kanna nú þegar kosti þess að taka einhliða upp annan gjaldmiðil í stað krónunnar. Þetta var tekið til umræðu og afgreiðslu á stjórnarfundi SF. 5. desember og samþykkt einróma.

Söluferli Kaupþings í Lúxemborg í biðstöðu

Söluferli Kaupþings banka í Lúxemborg er í biðstöðu vegna lagalegra vandkvæða, en náist ekki að selja bankann fljótlega verður hann tekinn til gjaldþrotaskipta. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gærkvöldi að Líbýskur fjárfestingarbanki í ríkiseigu vilji fjárfesta í bankanum.

Vélar Sterlings settar á flugvélakirkjugarð

Fjórar af flugvélum Sterling hafa endað feril sinn á flugvélakirkjugarði í Bandaríkjunum. Þegar Sterling varð gjaldþrota var félagið með 24 vélar í rekstri en allar voru þær á leigu.

Engin samdráttur í jólaversluninni þrátt fyrir kreppuna

Kaupmenn segjast, þrátt fyrir kreppu, ekki finna fyrir samdrætti í jólaverslun. Skýringu á því gæti verið að finna í að Íslendingar kaupa nú gjafir í verslunum hérna heima í stað þess að ferðast í stórum flokkum erlendis til að kaupa gjafirnar eins og tíðkaðist fyrir kreppu.

Raungengi krónunnar í sögulegum lægðum

Raungengi krónu náði sögulegum lægðum í nóvember og var það ríflega fimmtungi lægra en þegar krónan stóð sem veikust í árslok 2001. Verðlag hérlendis er þannig orðið afar lágt miðað við helstu viðskiptaþjóðir okkar, og það sama gildir um kaupmátt Íslendinga erlendis.

Gunnar nýr forstjóri Opinna kerfa

Gunnar Guðjónsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa og tekur hann við starfinu af Agnari Má Jónssyni sem hefur látið af störfum.

Marel rýkur upp í morgunsárið

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur rokið upp um 4,14 prósent í byrjun dags í Kauphöllinni. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgir gengi bréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur, sem hefur hækkað um 1,67 prósent. Þá hefur gengi Bakkavarar hækkað um 0,67 prósent.

Viðskipti með bréf í Straumi hefjast ekki í dag

Viðskipti með hlutabréf í Straumi mun ekki hefjast í kauphöllinni í dag. Í tilkynningu frá Straumi segir að þegar sú ákörðun verði tekin muni Fjármálaeftirlitið tilkynna Kauphöllinni það samdægurs.

Skuldabréfamarkaður aðeins að taka við sér

Heildarviðskipti með skuldabréf námu alls 94 milljörðum kr. í nóvember, og eru þá orðin samtals 5.047 milljarðar kr. það sem af er árinu. Viðskiptin voru umtalsvert minni í október en nóvember.

Lánatryggjendur spá í framtíð Bakkavarar í Bretlandi

Nokkrir af lánatryggjendur hjá byrgjum Bakkavarar í Bretlandi eru hættir að veita þeim tryggingar fyrir vörukaupum sínum. Sökum þessa eru uppi vangaveltur um framtíð Bakkavarar meðal þessara lántryggjenda en fyrirtækið er stærsti söluaðili á ferskum matvælum til veitingastaða og stórmarkaða í Bretlandi.

Straumur í viðskipti í kauphöllinni í vikunni

Það vakti nokkra undrun í morgun að hlutabréf með Straum voru ekki tekin til viðskipta í kauphöllinni. Það mun hinsvegar gerast fyrr en síðar í þessari viku samkvæmt heimildum visir.is.

Hlutabréf í Asíu hækka

Hlutabréf hækkuðu á Asíumörkuðum í morgun, meðal annars vegna lækkunar stýrivaxta á Indlandi.

Kaupþing í Lúxemborg seldur til Líbýu

Líbýskur fjárfestingarbanki í ríkiseign mun eignast Kaupþing í Lúxemborg í næstu viku. Kaupverðið er ekki hátt en fjárfestingarbankinn mun sjá til þess að staðið verður við greiðslur á innistæðum sparifjáreigenda hjá Kaupþingi í Lúxemborg, Sviss og Belgíu.

Kjöraðstæður fyrir spillingu

Jón Steinsson lektor í hagfræði við Columbia háskólann í Bandaríkjunum segir engin lög í gildi hér á landi sem komi í veg fyrir að sami aðili sitji beggja vegna borðsins og steli af öðrum hluthöfum. Hann segir Lífeyrissjóðina ekki hafa gætt hagsmuna félaga sinna og það sé mikill áfellisdómur yfir þeim. Jón var gestur í Silfir Egils fyrr í dag.

Eigum ekki að leita lausna í Austur-Þýskalandi

Jón Daníelsson prófessor við London school of economics segir að gjaldeyrishöftin sem sett hafa verið auki á óvissuna og með þeim séu stjórnvöld að senda þau skilaboð að þau hafi ekki stjórn á málunum. Þau leysi skammtímavandamál en heppilegra hefði verið að taka á vandmálunum strax. Hann var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.

Bagger hefur gefið sig fram

Danski viðskiptamaðurinn, Stein Bagger, sem stakk af frá Danmörku rétt áður en IT Factory, sem hann veitti forystu, var lýst gjaldþrota hefur nú gefið sig fram. Talið er að svikamylla Baggers og fjársvik hafi skilað honum um 500 milljónum danskra króna á síðustu þremur árum.

Afhverju greip Seðlabankinn ekki inn í?

„Það var pólitísk hvatning á bak við það að bankarnir færu áfram fram og yrður stærri og sterkari, það var ekki verið að halda aftur af útrásinni. Ef Seðlabankinn sá það fyrir að bankakerfið væri í hættu afhverju beittu þeir ekki bindiskyldu til þess að draga úr vexti bankanna? Þó þeir hafi sagt það sögðu þeir það hvergi opinberlega," sagði Björgvin í viðtali í Markaðnum á Stöð 2 í morgun.

Bakkabræður að eignast 87,5% í Existu

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru að eignast 87,5 prósent í Exista ef fer sem horfir. Félagið verður brátt afskráð úr Kauphöll Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir