Fleiri fréttir

Tæplega 14.000 uppsagnir í danska byggingargeiranum

Þeir eru 13.600, starfsmenn danskra byggingarverktaka sem fengið hafa í hendur uppsagnarbréf síðastliðna sex mánuði. Ef miðað er við hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest er ljóst að stór hópur er þegar orðinn atvinnulaus en margir vinna enn uppsagnarfresti sína.

Skuldum Baugs við bankana hugsanlega breytt í hlutafé

Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að íslenska ríkið íhugi nú að leysa til sín eignarhluti Baugs í nokkrum af þekktustu verslanakeðjum Bretlands, eins og House of Fraser og Hamleys. Samkvæmt fréttinni yrði skuldum Baugs við gömlu bankana þrjá breytt í hlutafé í eigu íslenska ríkisins.

Bréf hækka á Asíumörkuðum

Hlutabréf á Asíumörkuðum hækkuðu í verði í morgun, meðal annars í kjölfar frétta af sameiningu ýmissa fyrirtækja.

Kauphöll Íslands féll mest á árinu

Kauphöll Íslands er í efsta sæti lista viðskiptatímaritsins The Economist yfir þær kauphallir heims þar sem hlutabréfaverð hefur fallið mest á árinu. Samkvæmt listanum hefur verðmæti fyrirtækja á lista kauphallar Íslands minnkað um 72%.

Grunsamlegar millifærslur

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra skoðar nú millifærslur upp á samtals hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga. Grunur leikur á að stjórnendur bankans hafi fært vildarviðskiptavinum stórar fjárhæðir á silfurfati.

200 verslunum Woolworths lokað

200 af rúmlega 600 verslunum bresku verslanakeðjunnar Woolworths verður lokað í dag. Forsvarsmenn fyrirtækisins óskuðu eftir greiðslustöðvun í nóvember en keðjan skuldar hátt í 385 milljónir punda.

Bankastjórar gömlu bankanna taparar ársins?

Sneyptir bankastjórar gömlu íslensku bankanna eru í stórum hópi manna sem tilnefndur hefur verið til verðlauna sem taparar ársins, samkvæmt frétt í viðskiptablaðinu Financial Times.

Öfgafullt dæmi um tjón sem hlaust vegna greiðs aðgans að lánsfé

Ísland er öfgafullt dæmi um tjón sem hlaust að því hve auðvelt það var að fá lánsfé segir í grein um hrun bankakerfisins á Íslandi í Wall Street Journal í dag. Ísland, þessi fámenna þjóð, hafi verið einn af áköfustu leikendum í alþjóðlegu fjármálabólunni. Því hafi hrun bankakerfisins hér á landi haft áhrif um allan heim, allt frá Tókýó til Mið Austurlanda.

Bönkum fækkar í kreppunni

13 danskir og 25 bandarískir bankar hafa horfið af sjónarsviðinu á árinu. Óttast er að fleiri séu í hættu á nýju ári.

Útsölurnar hafnar í Bretlandi

Jólaútsölur hófust í Bretlandi í dag. Biðraðir mynduðustu um miðja síðustu nótt og segist starfsfólk verslunar í Lundúnum aldrei hafa upplifað annað eins.

Verðfall á olíu dregur fleiri ríki inn í kreppu

Hríðlækkandi olíuverð á heimsmarkaði er líklegt til að draga enn fleiri ríki í hringiðu heimskreppunnar að mati sérfræðinga. Útlit er fyrir halla á fjárlögum í olíuveldinu Sádí Arabíu og niðursveiflu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Kakó ekki dýrara í 23 ár

Heimsmarkaðsverð á kakóbaunum hefur ekki verið hærra í 23 ár og hefur verðið hækkað um 70% á árinu. Súkkulaðiframleiðendur segja að hækkunin muni velta beint út í verðlagið og því má búast við verð á einni af vinsælustu sælkeravörunni muni hækka á umtalsvert á nýju ári.

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á niðurleið eftir örskamma hækkun nú yfir jólin. Í gær lækkaði verðið um 10% og fór niður fyrir 35 dollara á tunnuna að nýju.

Salan á Kaupþingi í Luxemborg í uppnámi eftir afsögn Leterme

Salan á Kaupþingi í Luxemborg er í uppnámi eftir afsögn Leterme forsætisráðherra Belgíu. Í ljós hefur komið að salan var skilyrt því að belgíska ríkisstjórnin veitti lán til kaupanna en það hafði Leterme ekki tekist að tryggja áður en hann neyddist til að segja af sér.

Kópavogsbær og Árborg semja við Saga Capital

Kópavogsbær og sveitarfélagið Árborg hafa samið við Saga Capital Fjárfestingarbanka um sölu og umsjón á opnu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði. Í tilkynningu frá Saga Capital segir nú þegar sé búið að selja skuldabréf fyrir Kópavogsbæ fyrir alls 2,4 milljarða en bærinn stefnir að því að sækja sér alls 3 milljarða að láni með skuldabréfaútgáfunni. Skuldabréfaútboð Árborgar er upp á einn milljarð króna og af því er búið að selja 860 milljónir.

Whittard býður mögulegum kaupendum í te

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, á í viðræðum við breskt fjárfestingafélag um kaup á keðjunni. Frá þessu greinir Forbes tímaritið en ekki er uppgefið hverjir standa á bakvið félagið en leitt er að því líkum að fjárfestingafélagið sé í viðræðunum fyrir hönd einhvers samkeppnisaðila Whittard. Whittard er á leið í þrot og er gert ráð fyrir því að nýju eigendurnir kaupi keðjuna úr þrotabúinu.

Um 7.000 farþegar með Flugfélagi Íslands

Töluvert fleiri farþegar eiga bókað flug um hátíðirnar en á síðasta ári, fjölgunin nemur 8% og dreifist nokkuð jafnt á áfangastaði Flugfélags Íslands en um 7.000 farþegar munu fljúga með félaginu um jól og nýár.

Ekki lengur freyðandi sala á kampavíni

Salan á kampavíni er ekki lengur freyðandi. Fjármálakreppan í heiminum kemur við kaunin á kampavínsframleiðendum eins og flestum öðrum. Bara í október var salan 16,7% minni en í sama mánuði í fyrra.

Minnsta íbúðasala síðan árið 1985

Í síðustu viku var 27 samningum um kaup á húsnæði þinglýst og nam upphæð samninganna samtals 685 milljónir kr. Þetta er umsvifaminnsta vika ársins og leita þarf aftur til desembermánaðar árið 1985 til að finna færri kaupsamninga á einni viku.

Verðbólguvæntingar stjórnenda í hæstu hæðum

Verðbólguvæntingar stjórnenda fyrirtækja hafa rokið upp að undanförnu. Samkvæmt könnun sem gerð var í nóvember og desember fyrir Seðlabankann væntu forsvarsmenn fyrirtækja 15% verðbólgu á næstu tólf mánuðum.

Úrvalsvísitalan undir 350 stigum

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 0,41 prósent í Kauphöllinni í dag og er það eina hækkun dagsins. Á móti hefur gengi bréfa í Straumi fallið um 2,56 prósent, bréf Bakkavarar lækkað um 0,76 prósent og Össurar um 0,5 prósent.

Anno horribiles fyrir Danske Bank

Illvígur og þrálátur orðrómur um Danske Bank hefur gert 2008 að anno horribiles fyrir bankann sem hefur misst 75% af markaðsverðmæti sínu frá áramótum. Og þar sem bankinn hefur lengi verið flaggskip danska fjármálaheimsins hefur orðrómurinn smitað út frá sér.

Whittard of Chelsea að komast í þrot

Hin virta te- og kaffiverslunarkeðja Whittard of Chelsea, sem er í eigu Baugs, rambar nú á barmi gjaldþrots. Forráðamenn keðjunnar hafa beðið Ernst & Young að vera í viðbragðsstöðu og tilbúna að koma að keðjunni sem skiptastjórar.

Property Group kaupir eign af Fiona-bankanum

Fasteignafélagið Property Group, sem er í eigu Straums, Guðmundar Þórðarsonar, Birgis Bieltvedt og þriggja Dana hefur fest kaup á eign af Fiona-bankanum en bankinn rambar á barmi gjaldþrots og reynir nú að losa sig við eignir til að ná upp lausafjárstöðu sinni.

Málum peningamarkaðssjóðanna hugsanlega vísað til lögreglu

Til greina kemur að Fjármálaeftirlitið vísi rannsókn á peningamarkaðssjóðunum til lögreglu þyki athugun Fjármálaeftirlitsins á starfsemi sjóðanna gefa tilefni til þess. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem viðskiptaráðherra hefur sent fjölmiðlum.

Exista hrynur á síðasta degi

Gengi hlutabréfa í Existu hrundi um 33,33 prósent í Kauphöllinni í dag og endaði í fjörutíu aurum á hlut. Þetta er jafnframt síðasti dagurinn sem félagið er skráð á markað.

Sjælsö Gruppen selur eignir í Danmörku

Sjælsö seldi í dag eignir í Nærum og TV-Byen í Danmörku til M. Goldschmit Ejendomme. Í Nærum var um skrifstofuhúsnæði að ræða en í TV-Byen var það hin nýbyggða REMA 1000 bygging.

NBS tapaði 7,7 milljörðum á íslenska bankahruninu

Breska fjárfestinga- og fasteignafélagið Newcastle Building Society (NBS) tapaði 43 milljónum punda eða um 7,7 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna í haust. Sökum þessa mun NBS skila tapi á árinu.

Jólabjórinn hefur hækkað um allt að helming

Samkvæmt könnun Neytendasamtakanna hefur jólabjórinn í ár hækkað um allt að helming frá því í desember í fyrra. Hér er átt við Viking í gleri 33 cl. út úr verslun hjá ATVR.

Bylgja gjaldþrota skellur á verslunargeira Bretlands

Reiknað er með að bylgja af gjaldþrotum muni skella á verslunargeiranum í Bretlandi eftir áramótin. Jólaverslunin í ár er sú lélegasta í yfir 30 ár og fjármálakreppanm hefur komið verulega við kaunin hjá verslunareigendum landsins.

Íslenskir bankastjórar enn hafðir að háði og spotti

Financial Times hefur birt niðurstöðu sína um hver telst vera yfirborgaðasti fjármálamaður heimsins. Bankastjórar Íslensku bankanna komu sterklega til greina því þeim tókst ekki aðeins að reka banka sína í þrot heldur tóku heila þjóð með sér í fallinu.

Óljóst eignarhald setur framtíð FIH-bankans í hættu

FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk.

Sjá næstu 50 fréttir