Viðskipti erlent

Útsölurnar hafnar í Bretlandi

Jólaútsölur hófust í Bretlandi í dag. Biðraðir mynduðustu um miðja síðustu nótt og segist starfsfólk verslunar í Lundúnum aldrei hafa upplifað annað eins.

Neytendur tóku þó forskot á sæluna því útsölur á netinu hófust á aðfangadagskvöld. Talið er að þá hafi 5 milljón manns verslað fyrir tæplega 20 milljarða íslenskra króna. Hefðbundnar útsölur hófust svo í morgun og bjóða verslunareigendur upp á allt að 90% afslátt af vörum sínum.

Röð byrjaði að myndast fyrir utan Selfridges á Oxfordstræti klukkan 3 í nótt. Talið er að um 2000 manns hafi beðið í röðinni til að næla sér í merkjavöru, líkt og Gucci og Prada á 50% afslætti.

Líklegt er að neytendur hafi ekki séð jafn lágt vöruverð í langan tíma en talið er að verslunareigendur reyni hvað þeir geti til að lifa kreppuna af. Greiningaraðilar spá því að um 10 til 15 verslunarkeðjur í Lundúnum lifi ekki fyrsta mánuð ársins 2009 af.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×