Viðskipti erlent

Property Group kaupir eign af Fiona-bankanum

Fasteignafélagið Property Group, sem er í eigu Straums, Guðmundar Þórðarsonar, Birgis Bieltvedt og þriggja Dana hefur fest kaup á eign af Fiona-bankanum en bankinn rambar á barmi gjaldþrots og reynir nú að losa sig við eignir til að ná upp lausafjárstöðu sinni.

Samkvæmt frétt um málið í börsen.dk er eignin sem hér um ræðir þrotabú Marys Aps og er aðallega um að ræða 18.000 fm verslunarpláss við göngugötuna í Velje.

Fiona-bankinn fjármagnaði byggingu verslunarplássins en tók það svo yfir þegar Marys Aps varð gjaldþrota. Talið er að tap bankans vegna þessa hafi numið hundruðum milljón danskra kr..

Samkvæmt börsen borgar Property Group lítið sem ekkert fé fyrir eignina í upphafi en mun sjá til þess að bygging hennar sé kláruð og henni komið í sölu eða leigu.

Johnny Kronow aðstoðarforstjóri Fiona segir í samtali við börsen að þeir hafi neyðst til þess að fá samstarfsaðil til að klára bygginguna. Bankinn hafi þegar afskrifað lánin sem hann veitti til Marys Aps en Kronow vill ekki gefa upp nákvæmleg um hve háa fjárhæð var þar að ræða.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×