Íslenskir bankastjórar enn hafðir að háði og spotti 22. desember 2008 12:56 Financial Times hefur birt niðurstöðu sína um hver telst vera yfirborgaðasti fjármálamaður heimsins. Bankastjórar Íslensku bankanna komu sterklega til greina því þeim tókst ekki aðeins að reka banka sína í þrot heldur tóku heila þjóð með sér í fallinu. Það er hinn virti dálkahöfundur Lex sem stóð að kosningunni. Hann segir: "Í Evrópu vildu margir lesendur að Sir Fred Goodwin myndi sigra í valinu á "Yfirborgaðasta forstjóra" ársins. Goodwin var rekinn frá Royal Bank of Scotland í október en árin 2007 og 2006 fékk hann bónus upp á hálfan annan milljarð króna. Og bankastjórar íslensku bankanna voru vinsælir þar sem þeim heppnaðist ekki bara að keyra banka sina í þrot heldur heilt land." En að mati Lex eru þetta bara smámunir í sambandi við það sem bandarískir starfsfélagar þeirra eru með á bakinu. Nefna má forstjóra Freddie Mac og Fannie Mae. Þeir eiga öðrum fremur sök á undirmálslánunum svokölluð sem eru undirrót núverandi fjármálakreppu. Fyrir viðvikið fengu þeir samtals um 6 milljarða kr. í sinn hlut á síðasta ári. En sá sem á titilinn öðrum fremur skilið er Richard Fuld fyrrum bankastjóri Lehman Brothers. Hann stóð í veginum fyrir sölunni á Lehman þegar tækifæri gafst og telja verður það heimskustu ákvörðun ársins. Árin 2007 og 2006 fékk Fuld tæpa 10 milljarða kr. í sinn hlut. "Það verður erfitt að toppa það á næsta ári," segir Lex. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Financial Times hefur birt niðurstöðu sína um hver telst vera yfirborgaðasti fjármálamaður heimsins. Bankastjórar Íslensku bankanna komu sterklega til greina því þeim tókst ekki aðeins að reka banka sína í þrot heldur tóku heila þjóð með sér í fallinu. Það er hinn virti dálkahöfundur Lex sem stóð að kosningunni. Hann segir: "Í Evrópu vildu margir lesendur að Sir Fred Goodwin myndi sigra í valinu á "Yfirborgaðasta forstjóra" ársins. Goodwin var rekinn frá Royal Bank of Scotland í október en árin 2007 og 2006 fékk hann bónus upp á hálfan annan milljarð króna. Og bankastjórar íslensku bankanna voru vinsælir þar sem þeim heppnaðist ekki bara að keyra banka sina í þrot heldur heilt land." En að mati Lex eru þetta bara smámunir í sambandi við það sem bandarískir starfsfélagar þeirra eru með á bakinu. Nefna má forstjóra Freddie Mac og Fannie Mae. Þeir eiga öðrum fremur sök á undirmálslánunum svokölluð sem eru undirrót núverandi fjármálakreppu. Fyrir viðvikið fengu þeir samtals um 6 milljarða kr. í sinn hlut á síðasta ári. En sá sem á titilinn öðrum fremur skilið er Richard Fuld fyrrum bankastjóri Lehman Brothers. Hann stóð í veginum fyrir sölunni á Lehman þegar tækifæri gafst og telja verður það heimskustu ákvörðun ársins. Árin 2007 og 2006 fékk Fuld tæpa 10 milljarða kr. í sinn hlut. "Það verður erfitt að toppa það á næsta ári," segir Lex.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira