Viðskipti erlent

NBS tapaði 7,7 milljörðum á íslenska bankahruninu

Breska fjárfestinga- og fasteignafélagið Newcastle Building Society (NBS) tapaði 43 milljónum punda eða um 7,7 milljörðum kr. á hruni íslensku bankanna í haust. Sökum þessa mun NBS skila tapi á árinu.

Samkvæmt frétt í blaðinu Independent verður NBS þar að auki að afla sér tæplega 2 milljarða kr. í nýju hlutafé til að koma eignfjárstöðu sinni í lag en eigninfjárhlutfall félagsins er nú 10% eftir að félagið afskrifaði allar fjárfestingar sínar í íslensku bönkunum.

Fram kemur í fréttinni að NBS er stærsta félag sinnar tegundar í norðausturhluta Englands með eignir upp á 4,8 milljarða punda. Það er jafnframt annað fjárfestingar- og fasteignafélagið sem lendir í klemmu vegna íslensku bankanna. Barnsley í Yorkshire neyddist fyrr í vetur að afskrifa 1,8 milljarð kr. vegna íslenska bankahrunsins.

 







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×