Viðskipti erlent

Skuldum Baugs við bankana hugsanlega breytt í hlutafé

Ein af verslunum Hamleys í London.
Ein af verslunum Hamleys í London. MYND/Thelondontraveler.com

Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að íslenska ríkið íhugi nú að leysa til sín eignarhluti Baugs í nokkrum af þekktustu verslanakeðjum Bretlands, eins og House of Fraser og Hamleys. Samkvæmt fréttinni yrði skuldum Baugs við gömlu bankana þrjá breytt í hlutafé í eigu íslenska ríkisins.

Þessar eignir yrðu síðan seldar aftur síðar meir en afar óheppilegt er að selja verslanarekstur nú í Bretlandi þar sem fjöldi gjaldþrota blasir við í verslunargeiranum þar í landi. Er það sökum fjármálakreppunnar og einhverrar lélegustu jólaverslunar í manna minnum.

Fram kemur að ekki er hægt að hrinda þessu í gang fyrr en búið er að aflétta lögum um hryðjuverk sem enn eru í gildi gagnvart eignum Landsbankans í Bretlandi. Því sé nauðsynlegt að ná samkomulagi við bresk stjórnvöld áður en þessar áætlanir verða að veruleika.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×