Viðskipti innlent

Kaupþing segist ekki hafa veikt krónuna

Kaupþing hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem vísað er á bug orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar.

Í heild hljóðar yfirlýsingin svo: "Kaupþing hefur margoft gefið upp í tengslum við birtingu uppgjöra að gjaldeyristengdar eignir eru umfram gjaldeyristengdar skuldir til þess að verja eiginfjárhlutfall bankans fyrir veikingu íslensku krónunnar. Einnig er send skýrsla daglega til Seðlabanka Íslands sem sýnir gjaldeyrisviðskipti bankans við viðskiptavini sína. Með þessu móti ríkir fullt gegnsæi á gjaldeyrisviðskiptum Kaupþings með íslensku krónuna. Kaupþing vísar algerlega á bug orðrómi þess efnis að bankinn hafi vísvitandi reynt að stuðla að veikingu krónunnar í viðskiptum sínum á gjaldeyrismarkaði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×