Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Bear Stearns selur hluti sína

Jimmy Cayne stjórnarformaður Bear Stearns hefur selt alla hluti sína í bankanum fyrir 61 milljón dollara eða sem nemur 10,84 dollurum á hlut. Þar með er talið vonlaust að meira fáist fyrir bankann en þeir 1,2 milljarðar dollara sem JP Morgan hefur boðið.

Tilboð JP Morgan nemur 10 dollurum á hlut en eigendur Bear Stearns höfðu vonast til að fá meir en það fyrir hluti sína. "Persónuleg uppgjöf" Cayne eins og það er orðað í blaðinu Guardian kemur endanlega í veg fyrir þær vonir.

Cayne er fyrrum brotajárnsali. Hann kom til Bear Stearns árið 1969 og varð aðalforstjóri bankans 1993. Hann hefur stjórnað bankanum frá degi til dags síðan þá og fram til janúar í ár að hann lét af störfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×