Viðskipti innlent

Salt óttast ekki veðkall á Glitnishlut

Breki Logason skrifar
Róbert Wessman eigandi Salt Investments.
Róbert Wessman eigandi Salt Investments. MYND/GVA

Fjárfestingarfélagið Salt Investments sem er í eigu Róberts Wessman óttast ekki að þurfa að sæta veðkalli á 2,3% hlut sinn i Glitni sem félagið keypti í desember á síðasta ári.

Róbert og félag hans keypti hlutinn á 7,5 milljarða, að langmestum hluta fjármagnað af Glitni samkvæmt heimildum Vísis og hefur hluturinn rýrnað um 1,6 milljarða ef miðað er við lokagengi Glitnis í dag.

Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, sagði í samtali við Vísi að félagið hafi skuldbundið sig til að eiga hlutinn í 15 mánuði og á þeim tíma óttist félagið ekki að fá á sig veðköll jafnvel þótt virði hlutarins rýrni. "Við höfum lagt fram tryggingar fyrir hlutnum og þær duga vel fyrir lækkunum á markaði."

Árni segir stöðuna á Salt Investment vera fína. "Hrein eign umfram skuldir eru yfir 20 milljarðar í félaginu þannig að við horfum bjartir fram á veginn," segir Árni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×