Fleiri fréttir

Þriðju stærsta yfirtaka Íslendingar til þessa

Samhliða því að Marel kaupir Stork Food Systems, eignast Eyrir Invest og Landsbankinn fjórðungshlut í Stork N.V. í Hollandi í gegn um fjárfestingafélagið London Aquisition N.V. (L.A.).

Straumur hækkaði mest

SPRON lækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 2,69 prósent og bréf í Straumi Burðarási hækkuðu mest allra eða um 5,96 prósent. Úrvalsvísitalan hækkaði um rúm tvö prósent.

Atlantic Airways einkavætt

Búið er að selja 33 prósenta hlut í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til fjárfesta í almennu hlutafjárútboði. Kaupverð nemur 89,1 milljón danskra króna, jafnvirði 1,1 milljarði íslenskra króna. Mikil umframeftirspurn var eftir bréfum í félaginu og var bréfunum því deilt niður á þá sem skráðu sig fyrir kaupum á þeim, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Samskip kaupa ICEPAK

Samskip hafa keypt frystivöru- og flutningsmiðlunina ICEPAK sem er með víðtæka alþjóðlega starfsemi og skrifstofur á Bretlandseyjum, í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Danir slá met í notkun auglýsinga á netinu

Danir nota sífellt meira fé til að kaupa auglýsingapláss á netsíðum þar í landi. Í ár hafa öll fyrri met verið slegin en auglýsingamagnið er 69% meira en á sama tíma í fyrra.

Hráolíuverð lækkar

Heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem afhent verður í janúar, lækkaði í dag um 70 sent, eða 0,7 prósent, á fjármálamörkuðum í New York í Bandaríkjunum. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem verðið lækkar sökum fyrirætlana OPEC, samtaka olíuútflutningsríkja, að auka olíuframleiðslu um 22 prósent í jólamánuðinum.

Marel hækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel hækkaði um rétt rúmt prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag en fyrirtækið tilkynnti í morgun að það hefði náð samkomulagi við breska fjárfestingafélagið Candover þess efnis að Marel eignist matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamstæðunnar Stork. Eignarhaldsfélagið LME, sem Marel á fimmtungshlut í ásamt Eyri Invest og Landsbankanum, á um 43 prósent í Stork-samstæðunni.

Breytingar á yfirstjórn Eimskips í Ameríku

Samhæfingarferli Versacold, Atlas og Eimskips í Bandaríkjunum og Kanada er nú lokið. Brent Sugden, forstjóri yfir kæli- og frystigeymslusviði Eimskips í Ameríku mun stýra allri starfsemi Eimskips, Atlas og Versacold í Bandaríkjunum og Kanada.

Marel eignast matvæladeild Stork N.V.

Samkomulag hefur verið gert um að Marel eignist matvæladeild Stork N.V. og verður gengið frá sameiningunni á næstu mánuðum. Kaupverðið er 415 milljónir evra eða sem nemur rúmum 38 milljörðum kr.

Freddie Mac bætir eiginfjárstöðuna

Bandaríska veðlánafyrirtækið Freddie Mac, eitt stærsta fyrirtæki í þessum geira í vesturheimi, ætlar að gefa út nýtt hlutafé fyrir sex milljarða bandaríkjadala, jafnvirði 379 milljarða íslenskra króna. Gjörningurinn er til þess fallinn að bæta eiginfjárstöðu fyrirtækisins í skugga rúmlega eins milljarða dala útlánataps og afskrifta á bandarískum fasteignalánamarkaði.

Bakkabræður hafa misst 45 milljarða

Bakkabræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa orðið hvað verst úti í lækkunum á hlutabréfamarkaðnum undanfarna 60 daga. Alls hefur 45,21% eign þeirra í Exista rýrnað um 44,4 milljarða frá því að Kauphöllinn opnaði að morgni dags 1. október.

Sjóvá mun annast allar vátryggingar hjá Samskipum

Samskip og Sjóvá hafa gert með sér samning um að Sjóvá annist allar vátryggingar Samskipa hér á landi. Jafnframt sameina félögin krafta sína á sviði forvarna með það að markmiði að fækka enn frekar slysum á þjóðvegum landsins og auka öryggi vegfarenda

Launavísitalan hækkaði um 1,3%

Vísitala launa er 121,8 stig á þriðja ársfjórðungi 2007 og hækkaði um 1,3% frá fyrri ársfjórðungi. Vísitala launa á almennum vinnumarkaði hækkaði um 1,5% á sama tímabili og vísitala launa fyrir opinbera starfsmenn um 1,0%.

510 milljarðar hafa gufað upp í Kauphöllinni

Virði íslensku félaganna í Kauphöllinni hefur lækkað um tæpa 510 milljarða frá 1. október síðastliðnum. Mest hefur markaðsvirði Kaupþings lækkað eða um 158,4 milljarða. Fimm félög hafa hækkað á þessu tímabili.

Verðgildi SPRON hefur lækkað um 30 milljarða

Eftir talsverða lækkun á hlutabréfum í Kauphöllinni í gær, hefur verðgildi SPRON rýrnað um 30 milljarða króna síðan bankinn var skráður á markað fyrir rúmum mánuði. Úrvalsvísitalan er nú komin niður í það sem hún var á þriðja viðskiptadegi ársins þannig að heita má að allar hækkanir á árinu séu upp étnar. Þá er litið á heildina, en fyrirtæki hafa lækkað mis mikið.

Uppgjör í öldudal fjármálaumróts

Virðisrýrnun hlutabréfa, undirmálslán og aukinn tilkostnaður í rekstri einkenna rekstrarumhverfi fjárfestingarfélaga Kauphallarinnar á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Óli Kristján Ármannsson fer yfir gengi þeirra og ber þau saman, en öll hafa fjárfestingarfélögin skilað uppgjöri yfir fyrstu níu mánuði ársins.

Frábær heilaleikfimi

„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá.

Hlutverk hins opinbera lítið í Alþjóðahúsinu

„Það er ekki eins og við viljum ekki aukið samstarf við hið opinbera. Það er bara sjálfsbjargarviðleitni hjá okkur að afla tekna annars staðar frá,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahússins. Á hann þar við þá þróun að langstærstur hluti tekna Alþjóðahússins kemur frá daglegri starfsemi, svo sem túlka- og þýðingaþjónustu, íslenskukennslu og í gegnum ársfjórðungslegt rit sem fjármagnað er með auglýsingum.

Snupraður

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segist bráðlega verða „snupraður“ í starfi fyrir að hafa sent út umdeildan tölvupóst frá vinnunetfangi sínu. Hann hefur því sagt starfi sínu lausu. Hallur áframsendi á fjölmarga afskræmingar á auglýsingum Kaupþings um fasteignalán.

Eldaðu maður

Sé kreppan á næsta leiti, eins og sumir halda blákalt fram, má búast við að nokkur stjórnendahöfuðin verði látin fjúka, enda þurfa menn að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Konur eru fáar efst á toppnum en fjölmargar á metorðastigunum fyrir neðan.

Til stóð að Síminn færi á markað 26. september

Sala Símans árið 2005 var stærsta einkavæðing Íslandssögunnar. Samkvæmt kaupsamningi átti að selja þrjátíu prósent í félaginu til almennings og annarra fjárfesta fyrir árslok 2007 og skrá félagið í Kauphöllina. Áætlanir eigenda miðuðu við að skrá félagið 26. september síðastliðinn. Það gekk ekki eftir og er stefnt að því að taka síðasta skrefið í einkavæðingarferlinu fljótlega á nýju ári.

Fasteignir voru seldar úr Símanum

Samþykki allra hluthafa lá fyrir en ekki ríkis­stjórnarinnar þegar flestar fasteignir Símans voru seldar stærsta hluthafanum í Skiptum. Forstjóri Skipta segir að ekki hafi verið nauðsynlegt að fá samþykki ríkisins. Hluthafar séu betur settir á eftir.

Kröfum um úrbætur fjölgar mikið

Fjármálaeftirlitið (FME) tók upp fimmtíu fleiri mál frá miðju síðasta ári og fram á mitt þetta ár, miðað við árið á undan. Athugasemdum, ábendingum og kröfum um úrbætur fjölgaði um þriðjung milli ára.

OR skilar hagnaði

Orkuveita Reykjavíkur var rekin með 6,4 milljarða króna hagnaði fyrstu níu mánuði þessa árs og jukust tekjur fyrirtækisins um 3,1 milljarð króna miðað við sömu mánuði ársins 2006. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta var 7,3 milljarðar króna samanborið við 5,7 milljarða króna á sama tímabili árið áður.

Gengi Straums ekki lægra í 16 mánuði

Gengi hlutabréfa í Straumi-Burðarás hefur ekki verið lægra í 16 mánuði eða frá 28. júlí 2006 þegar það var 15,05. Gengi félagsins þegar Kauphöllinni var lokað í dag var 15,10.

Askar Capital opnar skrifstofu í Mumbai

Fjárfestingarbankinn Askar Capital skrifaði í dag undir samstarfssamning við indverska fyrirtækið Skil Group í borginni Mumbai um leið og Askar opnuðu skrifstofu í borginni.

Talsverð hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði

Talsverð hækkun varð almennt á gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum í dag í kjölfar nokkurrar lækkunar í gær. Helsta ástæðan fyrir hækkuninni í dag voru fréttir þess efnis að Citigroup, einn stærsti banki Bandaríkjanna, hefði selt fjárfestingasjóði í Abu Dhabí jafnvirði 4,9 prósenta hlut í bankanum til að bæta eiginfjárstöðuna eftir gríðarlegt tap og afskriftir, sem að mestu eru tilkomnar vegna vanskila á fasteignalánum.

Fall hjá FL Group

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um rúm sex prósent þegar verst lét í Kauphöllinni í dag og fór gengið í 19,4 krónur á hlut. Það jafnaði sig lítillega þegar nær dró enda viðskiptadagsins og endaði það í 19,65 krónum. Þetta er mesta lækkunin í Kauphöllinni í dag en á eftir fylgdu önnur fjármálafyrirtæki.

Dregur úr væntingum vestanhafs

Væntingavísitala neytenda í Bandaríkjunum mælist 87,3 stig í þessum mánuði samanborið við 95,2 í síðasta mánuði. Þetta er tæpum þremur stigum meiri lækkun en markaðsaðilar höfðu reiknað með. Vísitalan hefur ekki verið lægri síðan fellibylurinn Katarína reið yfir suðurströnd Bandaríkjanna í október fyrir tveimur árum.

Gildi áfram besti lífeyrissjóðurinn

Gildi-lífeyrissjóður hefur verið valinn besti lífeyrissjóðurinn á Íslandi árið 2007 af tímaritinu Investment & Pensions Europe (IPE).

Þrjú félög lækka um yfir 10% á viku

Þrjú félög í kauphöllinni hafa lækkað um meir en 10% á síðustu sjö dögum í kauphöllinni. Á sama tíma hefur úrvalsvísitalan fallið um rétt rúm 4%.

Kreppudraugurinn bankar á dyrnar í kauphöllum ytra

Það er ekki bara í kauphöllinni hérlendis sem allar tölur hafa verið rauðar í dag. Þetta á einnig við um kauphallir í Evrópu. Er nú svo komið að fjármálaskýrendur eru farnir að tala um að kreppudraugurinn sé farin að banka á dyrnar.

Offita gesta ógnar Disney World

Það þykir eðlilegt að mæla hæð gesta í skemmtigörðum til að athuga hvort þeim sé óhætt í rússibananum. Nú þarf hinsvegar að vikta þá suma, allavega ef marka má fréttir frá Disney World. Offita gesta þar gæti staðið garðinum fyrir þrifum.

Moody´s breytir ekki lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Fréttaveitan Bloomberg hefur það eftir Joan Feldbaum-Vidra, sérfræðingi í málefnum Íslands hjá matsfyrirtækinu Moody's, að hvorki standi til að lækka lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands á næstunni né breyta horfum á lánshæfismati, en þær eru nú metnar stöðugar.

Markaðurinn opnar í mínus

Markaðurinn í kauphöllinni opnaði í mínus í morgun og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,92% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur vísitalan nú í 6779 stigum.

FIH dótturbanki Kaupþings ætlar á netbankamarkaðinn

FIH dótturbanki Kaupþings í Danmörku ætlar að opna nýja netbanka þar í landi á næsta ári. Þessir bankar bjóða upp á hærri vexti á innlán en venjulegir bankar í landinu og eru einkum hugsaðir fyrir smásölumarkaðinn. Kaupþing hefur komið samskonar bönkum á fót í Svíþjóð og Finnlandi.

Skýringar Kaupþings róa erlenda fjárfesta

Kaupþing tilkynnti í gær um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Skuldatryggingarálag (CDS) bankans lækkaði í kjölfarið um 65 punkta.

Commerzbank orðaður við tvo banka

Þýski bankinn Commerzbank, sem FL Group á rúmlega fjögurra prósenta hlut í, hefur verið orðaður við tvo banka, annan í Þýskalandi og hinn í Rússlandi

Bankarnir góður kostur fyrir fjárfesta

Hörður Sigurjónsson, sérfræðingur hjá VBS fjárfestingabanka ráðleggur fólki að fjárfesta í bönkunum, Landsbanka, Kaupþingi og Glitni. Hann segir klárlega tækifæri til þess að hagnast á slíkum kaupum í dag en ítrekar að menn verði að horfa til langs tíma. Þetta kom fram í þættinum Í lok dags í umsjá Sindra Sindrasonar.

Sjá næstu 50 fréttir