Viðskipti innlent

Stefán Jón til Norræna fjárfestingarbankans

Stefán Jón Friðriksson, viðskiptafræðingur í fjármálaráðuneytinu og ritari framkvæmdanefndar um einkavæðingu, hefur verið ráðinn svæðisstjóri fyrir Ísland hjá Norræna fjárfestingarbankanum, NIB.

 

Svæðisstjóri á Íslandi ber ábyrgð á samskiptum við viðskiptavini bankans hér á landi og annist lánveitingar og tengsl við alþjóðlegan fjármálamarkað vegna lána NIB til íslenskra aðila.

Stefán er viðskiptafræðingur að mennt. Hann lauk M.Sc. prófi frá Verslunarháskólanum í Kaupmannahöfn að loknu cand.oecon prófi frá Háskóla Íslands.

Stefán hefur starfað sem sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu ásamt því að vera ritari einkavæðingarnefndar frá árinu 2003 . Hann tekur við starfinu hjá NIB hinn 1. janúar næstkomandi af Benedikt Árnasyni, sem tekið hefur við stöðu aðstoðarforstjóra Askar Capital






Fleiri fréttir

Sjá meira


×