Fleiri fréttir

Úrvalsvísitalan lækkaði í Kauphöllinni

Gengi nær allra fjármálafyrirtækja lækkaði í kringum eitt til rúmlega tvö prósent undir lok viðskipta í Kauphöllinni í dag. Mest var lækkun á gengi bréfa í Föroya banka, sem fór niður um 2,93 prósent. Næst á eftir fylgdu bréf í olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll hratt við upphaf dags en jafnaði sig eftir því sem á leið.

Hlutabréf í Björn Borg hafa hækkað um 3.000%

Tennisgoðsögnin sænska, Björn Borg, hefur ástæðu til að brosa þessa dagana því gengið á hlutabréfunum í fatafyrirtæki hans hefur hækkað ótrúlega undanfarin ár. Frá því að fyrirtækið var skráð á markað fyrir þremur árum hafa bréfin hækkað um 3.000%.

Astraeus alfarið í eigu Íslandinga

Northern Travel Holding hf hefur keypt allt hlutafé í félaginu Astraeus Limited. Fyrir kaupin átti Northern Travel Holding hf 51% af hlutafé félagins og á nú 100% af hlutafé félagsins.

Samdráttur hjá J. C. Penny

Hagnaður bandarísku verslanakeðjunnar J.C. Penny nam 261 milljón dala, jafnvirði 15,6 milljörðum íslenskra króna, á þriðja ársfjórðungi samanborið við 287 milljónir dala á sama tíma í fyrra. Þetta er níu prósenta samdráttur á milli ára. Stjórnendur verslunarinnar segja sölu hafa dregist saman á fjórðungnum og séu horfur á að efnahagurinn muni versna frekar á yfirstandandi fjórðungi þar sem ljóst þyki að neytendur haldi að sér höndum þessa dagana.

Vísa samrunaviðræðum á bug

Orðrómur hefur verið uppi um að bandarísku flugfélögin Delta og United Airlines eigi í viðræðum sem geti leitt til samruna þeirra. Gengi það eftir yrði til stærsta flugfélag í heimi. Forstjórar flugfélaganna vísa því hins vegar á bug að samrunaviðræður eigi sér stað.

Just4Kids oftast með lægsta verðið

Leikfangaverslunin Just4Kids var oftast með lægsta verðið í verðkönnun Fréttablaðsins. Toys R us var hins vegar oftast með hæsta verðið.

Viðsnúningur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,5 prósent frá því opnað var fyrir viðskipti í morgun. Í byrjun dags hækkaði vísitalan hins vegar lítillega.

Vilja seinka skráningu Símans á markað

Stjórn Skipta, sem meðal annars rekur Símann, hefur leitað eftir því við íslenska ríkið að skráningu félagsins á markað verði seinkað vegna þátttöku fyrirtækisins í söluferli á slóvenska símanum.

Verðbólga eykst á evrusvæðinu

Verðbólga mældist 2,6 prósent á evrusvæðinu í síðasta mánuði samanborið við 2,1 prósent í september, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helstu liðir til hækkunar liggja í hærra eldsneytis- og matvælaverði, ekki síst á mjólkur- og kornvörum sem hefur hækkað mjög í verði víða um heim.

Úrvalsvísitalan á uppleið

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,04 prósent þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. Bréf í Bakkavör höfðu hækkað mest eða um 0,84 prósent.

Hlutabréf í Evrópu falla í verði

Hlutabréf á mörkuðum í Evrópu féllu hratt í verði þegar opnað var fyrir viðskipti í morgun. FTSEurofirst 300 vísitalan féll um 0,6 prósent.

Macy's spáir minni einkaneyslu

Gengi hlutabréfa tók að lækka skyndilega í Bandaríkjunum í gær eftir að bandaríska verslanakeðjan Macy's skilaði inn uppgjörstölum sínum fyrir þriðja ársfjórðung. Verslunin skilaði 33 milljóna dala hagnaði, sem jafngildir tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna, á tímabilinu. Þetta er á pari við væntingar markaðsaðila.

Thain tekur við Merrill Lynch

John Thain hefur verið ráðinn forstjóri Merrill Lynch, stærsta verðbréfamiðlunarfyrirtæki Bandaríkjanna, og er honum ætlað að koma því á réttan kjöl eftir erfiðleika að undanförnu

Stuðlar að fasteignalækkun

„Ef íbúðakaupendur verða að taka ný og óhagstæðari lán frekar en að taka yfir gömul þá getur það bæði hægt mjög á fasteignaviðskiptum og stuðlað að verðlækkun,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.

Engin ákvörðun um kynjalöggjöf

Hvorki stjórnendur Kaupþings né Glitnis hafa tekið ákvörðun um hvernig brugðist verður við kynjalöggjöf sem tekur gildi um áramótin í Noregi. Frá og með þeim tímapunkti verða fjörutíu prósent stjórnarmanna almenningshlutafélaga að vera konur. Lúti fyrirtæki ekki þeim skilyrðum eiga þau yfir höfði sér að vera lokað.

Ætluðu að skila betri afkomu á afmælisári

Jón Karl Helgason, forstjóri Icelandair, segir í skoðun að gera upp í annarri mynt en íslensku krónunni. Sterk staða hennar nú spili stóra rullu í verri afkomutölum.

Samruni Byr og SPK samþykktur

Í dag veitti Fjármálaeftirlitið samþykki sitt fyrir samruna Byrs og SPK. Samþykkið er veitt á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

John Thain í forstjórastól Merrill Lynch

Talsverðar líkur eru taldar á því að John Thain, forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, verði veittur forstjórastóllinn hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch.

Royal Unibrew féll um 15%

Hlutabréf í Royal Unibrew féllu um 15,3% í dag eftir að félagið skilaði slöku uppgjöri á þriðja ársfjórðungi. Félagið hagnaðist um 79 milljónir danskra króna, um 930 milljónum króna, sem var þriðjungssamdráttur á milli ára.

Bréf í Atlantic Petroleum lækkuðu um rúm 15%

Þótt að hlutabréf hafi almennt hækkað í verði í kauphöllinni í dag vakti athygli að bréf í færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum lækkuðu um 15,45%. Við greinum frá afhverju í annarri frétt hér á viðskiptasíðu Vísi.

Veislunni lokið hjá Atlantic Petroleum?

Færeyska olíufélagið Atlantic Petroleum er það félag sem hækkað hefur mest allra í kauphöllinni á þessu ári eða yfir 300%. Nú virðist veislunni vera lokið ef marka má greiningardeild Eik Bank sem mælir með sölu á bréfum í olíufélaginu.

Nuddkona Google orðin auðjöfur

Bonnie Brown er orðin auðjöfur með eigin góðagerðarsamtök. Hún byrjaði sem nuddkona. Laun hennar í upphafi voru aðeins 30.000 krónur á viku en á móti fékk hún kauprétt í hlutabréfum vinnuveitendans. Árið var 1999 og vinnuveitandinn var Google. Bonnie sá um að nudda þreyttar axlir og auma hnakka þeirra 40 starfsmanna sem þá störfuðu fyrir Google.

Tiffany og eBay í dómsmáli um falsaðar vörur

Tiffany og eBay eiga í dómsmáli sem hófst í bandarískum réttarsal í dag. Niðurstaða málsins gæti verið fordæmisgefandi um hvernig leysa eigi lögfræðilega álitaefni þegar falsaðar vörur eru boðnar til sölu á netinu.

Stórtap í kjölfar reykingabanns í Danmörku

Fjöldi veitingahúsa og bara í Danmörku hafa greint frá stórtapi í kjölfar reykingabannsins þar í landi. Reykingabannið hefur einnig komið illa við brygghús landsins sem neyðst hafa til að segja upp starfsfólki vegna minnkandi sölu á ölinu.

Smásöluverslun jókst lítillega í Bandaríkjunum

Smásöluverslun jókst um 0,2 prósent á milli mánaða í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Til samanburðar jókst verslun um 0,7 prósent á milli mánaða í september. Fjármálaskýrendur segja greinilegt að slæmar aðstæður á fasteignamarkaði í Bandaríkjunum, hátt raforkuverð og erfiðara aðgengi að lánsfé nú um stundir hafi sett mark sitt á einkaneyslu vestanhafs.

Slökkt á sjónvarpssendum árið 2010

Hliðrænni sjónvarpsdreifingu verður hætt hér á landi í lok árs 2010 og stafræn dreifikerfi taka þá alfarið við dreifingu sjónvarpsefnis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í fjarskiptaáætlun Póst- og fjarskiptastofnunar 2005-2010.

Exista leiðir hækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa hefur tekið ágætlega við sér eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Gengi bréfa í Existu hefur hækkað mest, eða um 3,2 prósent. Á eftir fylgja bankar og önnur fjármálafyrirtæki. Þetta er nokkuð í samræmi við þróunina á erlendum fjármálamörkuðum í gær og í dag eftir talsverðan viðsnúning á mörkuðum eftir skell í síðustu viku og byrjun þessarar viku.

Fjárfestar bjartsýnir víða um heim

Gengi helstu hlutabréfavísitalna hafa hækkað talsvert í Asíu og Evrópu í dag eftir mikla hækkun í Bandaríkjunum í gær. Fjárfestar þykja bjartsýnir á að fjármálakrísan sé ekki eins slæm og af var látið þrátt fyrir að fasteignalán hafi sett skarð í afkomu bandarískra og japanskra fjármálastofnana.

Sökudólgarnir

Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, er einn af öflugri forystumönnum í íslensku atvinnulífi. Við kynningu á uppgjöri bankans undanfarið hefur hann auðvitað verið að réttlæta verri kjör Landsbankans á alþjóðlegum lánamörkuðum, eins og aðrir bankastjórar.

Vondir lögmenn

Mætur lögmaður í Vest­manna­eyjum fór með atkvæði Stillu, félags Guðmundar Kristjánssonar og Hjálmars Kristjánssonar, á aðalfundi Vinnslustöðvarinnar fyrir helgina. Í Eyjum hefur myndast mikil samstaða um að „verja“ Vinnslustöðina sem Stillumenn vildu kaupa fyrir helmingi hærri upphæð en Eyjamenn ehf. buðu í sumar.

MannAuður

Undanfarið ár hefur verið erfitt Straumi hvað varðar starfsmannahald. Hafa margir hæfir starfsmenn hætt hjá bankanum og farið annað. Nú síðast hætti Ægir Birgisson, helsti miðlari Straums, og tók með sér Markús Mána Michaelsson til VBS.

Nýr forstjóri fer fyrir útrás Símans

Sævar Freyr Þráinsson, nýr forstjóri Símans, segir spennandi tíma fram undan hjá félaginu. Hann nefnir meðal annars stóraukið samstarf við hugbúnaðarrisann Microsoft og áætlanir um að ná leiðandi markaðsstöðu í Bretlandi og á Norðurlöndunum.

Gríðarlegur kostnaður af innleiðingu nýrra reglna

Íslensk fjármálafyrirtæki greiða hundruð milljóna króna vegna nýrra laga um verðbréfaviðskipti. Seinagangur hins opinbera er gagnrýndur. Þeir sem veita fjárfestingaráðgjöf þurfa nú starfsleyfi sem þeir þurftu ekki áður.

Landsbankinn opnar í Hong Kong

Landsbankinn hefur fengið leyfi frá fjármálaeftirliti Hong Kong til þess að stofna starfsstöð þar í landi og var skrifstofan formlega opnuð á föstudaginn var.

Indland í hópi ofurtölvuframleiðenda

Tölvukerfi sem framleitt er á Indlandi hefur komist á lista yfir tíu hröðustu ofurtölvur í heimi. Tölvurisinn IBM trónar enn á toppi listans sem er endurskoðaður tvisvar á ári – með 232 af 500 ofurtölfum í heiminum.

Líflegt í kauphöllinni

Lífleg verslun var með hluti í kauphöllinni í dag en nú undir lokun haf'ði úrvalsvísitalan hækkað um 0,59% og stendur í 7369 stigum. Gengið styrktist um 0,75% og er vísitalan í 116,8 stigum.

Óttinn grípur um sig í norsku kauphöllinni

Norðmenn fara ekki varhluta af vandræðaganginum á fjármálamörkuðum heimsins þessa daganna og ótti hefur gripið um sig meðal fjárfesta. Vefsíðan E24 greinir frá því að úrvalsvísitalan norska hafi fallið um 6% á fjórum dögum og þar með hafi 140 milljarðar nkr. Eða 1400 milljarðar kr. fokið út um gluggann.

Barclays fastur í undirmálslána óttanum

Forráðamenn breska bankans Barclays neyddust til að gefa yfirlýsingu í gærdag þar sem þeir neituðu orðrómi um að bankinn hefði tapað gríðarlegum upphæðum á undirmálslánum í Bandaríkjunum.

Kalþörungaverksmiðjan komin í 40 tonn á dag

Framleiðslan hjá kalkþörungaverksmiðjunni á Bíldudal hefur aldrei verið meiri og í síðustu viku var skipað út 320 tonnum af fullunnum afurðum. Er slíkt met. Vinnslan er komin upp í um 40 tonn en gert er ráð fyrir að um 60 tonn verði unnin á dag. Á bildudalur.is er haft eftir Guðmundi V. Magnússyni að áætlað sé að setja á vaktir við framleiðsluna og við það skapast fleiri störf.

Sjá næstu 50 fréttir