Viðskipti erlent

Hlutabréf í Björn Borg hafa hækkað um 3.000%

Tennisgoðsögnin sænska, Björn Borg, hefur ástæðu til að brosa þessa dagana því gengið á hlutabréfunum í fatafyrirtæki hans hefur hækkað ótrúlega undanfarin ár. Frá því að fyrirtækið var skráð á markað fyrir þremur árum hafa bréfin hækkað um 3.000%.

Fyrir þremur árum síðan er fyrirtæki Björns, WBM, var skráð í kauphöllina í Stokkhómi var hægt að kaupa hlutinn á fimm krónur sænskar. Þetta verð hækkaði svo rólega í 10 krónur árið 2005 en frá því í vor hefur ekkert lát verið á hækkunum og er hluturinn nú kominn í 138 kr. rúmar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×