Viðskipti innlent

FL Group undir þrýstingi að selja í Royal Unibrew

FL Group er nú undir miklum þrýstingi að selja hlut sinn í brugghúsinu Royal Unibrew í Danmörku.

Þetta kemur fram á viðskiptasíðu blaðsins Berlingske í dag. Hefur blaðið eftir heimildum bæði í Reykjavík og Kaupmannahöfn að slæmt uppgjör FL Group á 3ja ársfjórðungi geri það að verkum að félagið verði að losa sig við 25,5% hlut sinn í Unibrew.

Sjálft á Royal Unibrew í vandræðum þessa dagana vegna minnkandi sölu og hafa bréf þess fallið í dönsku kauphöllinni um 15% og halda áfram að falla í dag. Unibrew framleiðir bjórtegundirnar Albani, Ceres og Faxe.

Fall á bréfum Unibrew hefur kostað FL Group rúmlega 1,5 milljarð kr. og þar sem hluturinn hefur ekki gefið þeim sæti í stjórn brugghússins er talið líklegt að FL Group losi sig út úr Unibrew á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×