Viðskipti erlent

Thain tekur við Merrill Lynch

John Thain fær það erfiða hlutverk að snúa við rekstri Merrill Lynch.
John Thain fær það erfiða hlutverk að snúa við rekstri Merrill Lynch. MYND/AFP

John Thain hefur verið ráðinn forstjóri Merrill Lynch, stærsta verðbréfamiðlunarfyrirtæki Bandaríkjanna, og er honum ætlað að koma því á réttan kjöl eftir erfiðleika að undanförnu.

Thain hefur verið forstjóri NYSE Euronext, hinnar tiltölulega nýsameinuðu kauphallar New York í Bandaríkjunum og samevrópsku kauphallarsamstæðunnar Euronext, og þá stýrði hann einnig Goldman Sachs bankanum.

Merrill Lynch varð illa úti í fjármálakreppunni sem riðið hefur yfir markaði á seinni hluta ársins. Tapaði félagið jafnvirði 480 milljarða íslenskra króna á þriðja ársfjórðungi. Þetta er fyrsta tap bankans í sex ár sem að mestu leyti er tilkomið vegna afskrifta í tengslum við fasteignalán bankans. Slæm afkoma bankans leiddi til þess að Stanley O'Neal, fyrrverandi forstjóri bankans, varð að taka poka sinn í lok síðasta mánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×