Viðskipti innlent

Viðskipti með hlutabréf í OMX stöðvuð

Kauphöllin.
Kauphöllin. MYND/SK

Öll viðskipti með hlutabréf í norrænu OMX-kauphallarsamstæðunni hafa verið stöðvuð samkvæmt tilkynningu frá kauphöllinni. Frekari upplýsingar hafa verið boðaðar á morgun.

Kauphöllin í Dubai og Nasdaq hafa slegist um yfirtöku á OMX-kauphallarsamstæðunni. Í síðasta mánuði fór Robert Greifeld, forstjóri Nasdaq, til Svíþjóðar og ræddi þar við stjórn OMX-samstæðunnar. Suttu eftir þann fund sendi stjórn OMX frá sér tilkynningu þar sem lýst var yfir stuðningi við tilboð Nasdaq.

Tilboð Nasdaq samstendur af hlutum í sameiginlegu félagi auk greiðslu í reiðufé en tilboðið hljóðar upp á 210 sænskar krónur fyrir hvern hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×