Viðskipti innlent

Miklar hækkanir í kauphöllinni

MYND/SK

Miklar hækkanir urðu á hlutbréfum í kauphöllinni í dag. Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 3,88 prósent. Mest var verslað með bréf í Glitni banka.

Mest hækkuðu hlutabréf í Exista eða um 7,67 prósent. Þá hækkuðu hlutabréf í Century Aluminum Company um 5,36 prósent. Hlutabréf í Kaupþing banka hf. hækkuðu um 4,57 prósent og í Straumi-Burðarás um 4,55 prósent.

Hlutabréf í Flögu lækkuðu mest eða um 0,7 prósent.

Mestu viðskipti dagsins voru með bréf í Glitni banka og námu þau rúmum 4,1 milljarði króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×