Peningaskápurinn … 20. september 2007 00:01 Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira