Peningaskápurinn … 20. september 2007 00:01 Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Að leggja saman tvo og tvoEins og segir hér annars staðar á síðunni hafði Lundúnaútibú Landsbankans milligöngu um kaup Úsbekans Alishers Usmanov á sex prósenta hlut í enska knattspyrnuliðinu Arsenal. Eins og svo oft áður er breska pressan fljót að greina kjarnann frá hisminu og leggja saman tvo og tvo. Breska stórblaðið The Guardian segir sjálfan Björgólf Guðmundsson, stjórnarformann Landsbankans og eiganda níutíu prósenta hlutafjár í West Ham United, hafa verið lykilmann í því ferli sem leiddi til þess að Usmanov á nú ríflega fimmtungshlut í Arsenal. Björgólfur hafi kynnt þá Usmanov og David Dein, hinn brottræka stjórnarformann Arsenal, og komið því til leiðar að Usmanov keypti fjórtán prósenta hlut Dein í félaginu. Ekki eru færðar sérstakar sannanir fyrir sannleiksgildi þessarar tilgátu, aðrar en þær að Björgólfur hafi eytt talsverðum tíma í Rússlandi á öndverðri síðustu öld. Eggert á hliðarlínunaEgill Helgason, ríkisstarfsmaður og ofurbloggari, er annar sem getið hefur sér orð fyrir að sjá skóginn fyrir trjánum. Eins og nú er á flestra vitorði var á dögunum ákveðið að Eggert Magnússon léti af stöðu starfandi stjórnarformanns hjá West Ham og settist þess í stað í hefðbundinn stjórnarformannsstól. Egill rýnir í stöðuna á bloggsíðu sinni og telur augljóst að öll ráð hafi verið tekin af Eggerti, og raunar sé verið að sparka honum upp á við. Eggert sé hins vegar mjög vinsæll meðal stuðningsmanna West Ham og því nauðsynlegt að halda honum sem táknmynd félagsins út á við. „Það væri annars áhugavert að fá skýringar á því hvers vegna Björgólfur telur nauðsynlegt að svipta þennan félaga sinn völdum", segir á Eyjubloggi Egils.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Samstarf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira