Fleiri fréttir

Ástand löggæslumála á Suðurlandi

Stjórn Lögreglufélags Suðurlands kom saman á fundi þann 19. september sl. til þess að ræða grafalvarlegt og versnandi ástand löggæslumála á Suðurlandi sem orsakast af áralöngu fjársvelti. Er svo komið að íbúum og lögreglumönnum er hætta búin vegna fækkunar lögreglumanna við embættin. Þá er samdráttar- og niðurskurðarkrafa innan lögreglu orðin svo að lögreglumenn geta vart sinnt eiðsvörnu og lögbundnu hlutverki sínu.

Frelsi til að valda þjáningum og dauða?

Eyjólfur Þorkelsson skrifar

Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?

Um rangfærslur

Inga Sigrún Atladóttir skrifar

Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rangfærslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveimur dögum fyrr. Inntak greinarinnar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rangfærslur að tala um 8-16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum.

Evru-horn Björns

Þröstur Ólafsson skrifar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, ritar greinarkorn í horni Fréttablaðsins 26.9.2012. Þar er hann að svara utanríkisráherra og andmæla þeirri fásinnu Össurar að honum hafi nokkurn tíma dottið í hug að evran gæti verið dugandi gjaldmiðill fyrir Ísland.

Gamalt hafnarsvæði. Nýtt skipulag

Hjálmar Sveinsson skrifar

Á ljósmyndum sést að miðborg Reykjavíkur var hafnarborg lengst af á 20. öldinni. Þar áður hafnlaust sjávarpláss. Götur og sund teygja sig alveg að sjónum og húsin standa á hafnarbakkanum. Landfyllingar, plássfrek hafnsækin starfsemi og hönnun Geirsgötu sem hraðbrautar rufu þessi tengsl borgar og hafnar.

Sextíu gráður og þeytivinda, takk

Steinunn Stefánsdóttir skrifar

Talið er að um þriðjungur þeirra um það bil 6.000 tungumála sem nú eru töluð í heiminum muni hverfa á næstu áratugum. Önnur tungumál munu áfram verða notuð að einhverju leyti til heimabrúks en ekki til dæmis í vísindum eða viðskiptum.

Samband við Samband úr sambandi

Ingibjörg Kristleifsdóttir og Haraldur F Gíslason skrifar

Félag leikskólakennara, foreldrasamfélagið og aðrir velunnarar leikskólans fögnuðu þann 1. júlí 2008 þegar ný lög um leikskóla og lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum tóku gildi. Áfanga var náð. Samfélagið var búið að staðfesta það með enn skýrari hætti en áður að leikskólinn væri hluti af menntakerfinu og að sömu kröfur skyldi gera til kennara á öllum skólastigum. Leikskólinn, vagga lýðræðisins, var viðurkenndur sem undirstaða skólakerfisins.

Opið bréf til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar

Ég var að lesa grein þína sem birtist í dagblaði eiginkonu þinnar þann 1. september sl. Þar tekur þú undir þau sjónarmið Víglundar Þorsteinssonar að Arion banki hafi sett saman "aftökulista“. Af einhverjum ástæðum hafi bankinn ákveðið að "taka“ af þér og fjölskyldu þinni Haga-verslunarveldið og mismunað ykkur herfilega þar sem þið áttuð hæsta tilboð, eins og þú fullyrðir, og þið hafið verið algerlega sniðgengin.

Íslandsbanki illa flæktur í hugmyndastuld?

Jón Þorvarðarson skrifar

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur á bankaþingum lofað markaðsherferð Ergo í bak og fyrir. Verst er að hún skuli ekki á sama tíma halda þeirri skoðun á lofti að markaðsherferðin eigi rætur sínar að rekja til stolinnar hugmyndavinnu. Nefnilega hugmyndavinnu sem undirritaður lagði bankanum til fyrir nokkrum árum – hugmyndavinnu sem Birna rannsakaði ofan í kjölinn ásamt sínu nánasta samstarfsfólki.

Rétt meðhöndlun gaskúta tryggir öryggi

Jón Viðar Matthíasson skrifar

Í ljósi umfjöllunar síðustu daga um hættuna sem stafað getur af gaskútum langar mig til að benda á þá staðreynd að þrátt fyrir mikla fjölgun gaseldavéla á heimilum landsmanna eru afar fá dæmi um að hættuástand skapist vegna gass. Þar er rétt meðhöndlun á gasi lykilatriði og sem betur fer fara flestir þá leið að fá fagmenn til að setja slíkan eldunarbúnað upp og tengja. Til eru fyrirtæki sem sérhæfa sig í uppsetningu og þjónustu við gas og tryggja þannig réttan frágang á leiðslum og öðrum nauðsynlegum öryggisbúnaði.

Vinnum saman

Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar

Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess.

Þjóðareignina í stjórnarskrána

Ég og allir Færeyingar höfum þá ósk til handa Íslendingum að ferlið að nýrri stjórnarskrá verði bæði réttlátt og heppilegt. Miklu máli skiptir að ótvírætt samkomulag um náttúruauðlindir landsins fái sinn verðuga sess í stjórnarskránni.

Frelsi og sjálfræði – eða bergmál frá miðöldum

Undir lok átjándu aldar gerðu bandarískir þrælar uppreisn gegn kúgurum sínum og vildu frelsi. Kúgararnir vildu reyndar líka frelsi, frelsi frá alríkinu bandaríska til að halda þræla. Þess vegna var þetta réttnefnt frelsisstríð. Uppreisninni lauk með sigri þrælanna og annarra sem skildu frelsishugsjónina þeirra skilningi. Þetta var vorið í Norður-Ameríku. Þessir vindar bárust einnig til Frakklands og þar var gerð bylting undir yfirskriftinni „frelsi, jafnrétti og bræðralag“. Vorið var komið til Evrópu. Það gerði reyndar hret, mörg hret og frelsið reyndist síður en svo auðfengið.

Ferðaþjónusta snýst um fleira en peninga!

Ásbjörn Björgvinsson skrifar

Það eru yfirleitt tvær aðferðir sem menn nota þegar verið er að leggja af stað i fjárfestingu í ferðaþjónustu. Önnur leiðin, sem alloft er notuð, er að hella sér bara af stað með frábæra hugmynd, keyra verkefnið af stað með hugsjónina eina að vopni og trúa á að finna fjármuni til að verkefnið gangi upp, þ.e. að þetta reddist bara og vissulega gerist það stundum. Hin aðferðin, oftar notuð, er að leggjast í alvöru undirbúningsvinnu, rannsóknir og viðskiptaáætlun til að sjá hvort það sé yfirleitt eitthvert vit í hugmyndinni góðu. En þrátt fyrir góðan undirbúning fara þau áform stundum algjörlega í vaskinn og þá sitja margir sárir eftir.

Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt?

Þorkell Helgason skrifar

Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: "Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?“

Hagstjórnarmistök að lækka skuldir?

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Í liðinni viku komst leiðarahöfundur Fréttablaðsins svo skemmtilega að orði að það væru hagstjórnarmistök að lækka skuldir íslenskra heimila. Þá hélt hann því einnig fram að slík aðgerð kostaði ríkissjóð alltof mikið án þess að leggja fram nokkra útreikninga fyrir þeirri fullyrðingu.

Já en – við þjóðkirkjuákvæði

Hjalti Hugason skrifar

Með grein hér í Fréttablaðinu fyrir nokkru (18. sept.) mælti ég með að kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu svöruðu spurningunni "vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?“ með já-i.

LSH með bestu sérfræðinga heims í talnalækningum?

Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson, sérfræðingur í almennum lyflækningum, heimilislækningum og heilbrigðisstjórnun, ritaði fróðlega grein um það hvernig laun forstjóra hans endurspegla hlutverk eins af lykilstjórnendum heilbrigðiskerfisins. Lesendum er bent á að meta mikilvægi áhrifaríkrar stjórnunar í heilbrigðiskerfinu í samhengi við þróun heilbrigðismála í framtíðinni og í framhaldi af því endurskipulagningu heilbrigðisþjónustu erlendis. Það sem kemur ekki fram í grein Ófeigs eru breytingar sem gerðar hafa verið á heilbrigðisþjónustu landsmanna. Þessar breytingar fela í sér að aðlaga heilbrigðiskerfið að starfsemi háskólasjúkrahúss.

Fræðsla fyrir alla

Oft höfum við ásatrúarfólk fengið skömm í hattinn hjá nýjum félögum um leið og þeir ganga í félagið. Þeir setjast gjarna fyrir framan okkur með alvöruþunga í svipnum og spyrja hvernig í ósköpunum standi á því að þeir hafi aldrei verið fræddir um heiðinn sið og félagið, eða boðið að vera með.

Þriðja heimsstyrjöldin

Það hefur vart farið fram hjá neinum að úfar eru með þjóðum um allan heim, ýmist vegna viðskiptahagsmuna, landamerkja eða hugmyndafræði. Engum dylst heift og misklíð milli trúarhópa. Áhugi þjóða á norðurheimskautasvæðinu er umtalsverður bæði vegna siglinga og auðæfa sem leynast kunna á hafsbotni. Kínverjar reyna að hasla sér völl á Grænlandi og þar hefur þeim orðið nokkuð ágengt. Áhugi Kínverja á Íslandi er öllum augljós.

"Látið í ykkur heyra“

Arnfríður Gísladóttir skrifar

Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga.

Leiftursókn frá raunveruleikanum

Nú þegar styttist í alþingiskosningar er ekki laust við að greina megi ákveðna örvæntingu meðal þeirra sem ekki fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum. Nýlega töldu oddvitar ríkisstjórnarinnar sig knúna til að taka það sérstaklega fram að þeim hugnaðist ekki stefna Sjálfstæðisflokksins. Var þeim yfirlýsingum almennt vel tekið meðal sjálfstæðismanna.

Við eigum rétt á að vita hvers við neytum

Í janúar á þessu ári tók gildi reglugerð sem krefst merkingar á matvælum sem innihalda erfðabreytt efni. Núverandi ríkisstjórn á þakkir skyldar fyrir að setja þessar löngu tímabæru reglur. Þær tryggja valfrelsi neytenda en takmarka á engan hátt fjölbreytni matvæla sem innflytjendur geta boðið upp á.

Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið

Jón Þór Ólafsson skrifar

Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá?

Baráttan gegn atvinnuleysi er flókið samspil

Atvinnuleysi hefur góðu heilli farið ört lækkandi síðustu mánuði og raunar hraðar en útlit var fyrir í byrjun ársins. Atvinnuleysið varð mest árin 2009 og 2010, 8-8,1% en fór niður í 7,4% árið 2011. Í ár 2012 stefnir í að hlutfallið verði nálægt 5,7% en talsverð óvissa er með þróun atvinnuleysis næstu ár. Þar ræður þróun efnahagsmála vitaskuld mestu og hvernig uppbyggingu atvinnulífsins verður hagað. Bjartsýnar spár gera ráð fyrir að atvinnuleysi muni lækka áfram og verði að öllum líkindum nálægt 4% á árunum 2013 og 2014.

Friedman og niðurgreiðslur

Guðmundur Edgarsson skrifar

Ýmsir hafa hnýtt í mig vegna greinar minnar um Milton Friedman sem birtist í Fréttablaðinu fyrir stuttu. Því vil ég útskýra nánar um hvað sú grein snerist. Í greininni lýsti ég í megindráttum hvernig Friedman greindi ráðstöfun peninga í eftirfarandi fjórar leiðir: (1) að eyða eigin peningum í sjálfan sig, (2) eigin peningum í aðra, (3) annarra peningum í sjálfan sig og (4) annarra peningum í aðra.

Frábært að geta hjálpað öðrum

Christina Barruel skrifar

Andleg og líkamleg vanlíðan nemenda sem lagðir eru í einelti hefur verið umfjöllunarefni fjölmiðla á Íslandi að undanförnu. Sama hefur verið uppi á teningnum á Nýja-Sjálandi, en þar hefur mál móður sem greip inn í þegar ráðist var á dóttur hennar sérstaklega verið til umræðu. Móðirin á nú yfir höfði sér ákæru vegna þessa máls. Hin sálrænu mein sem hljótast af slíkum atburðum rista djúpt og geta varað allt lífið. Ný lög í Nýja-Sjálandi gegn árásum á netinu munu hjálpa til við að sporna gegn einelti en einnig er þrýstingur á skólayfirvöld að þau taki fastar á þessum málum.

Siðbót á Alþingi

Mörður Árnason skrifar

Í frumvarpi sem við Valgerður Bjarnadóttir og níu aðrir þingmenn höfum lagt fram á þinginu er gert ráð fyrir að alþingismenn hætti með öllu að skammta sér laun. Þetta er í þriðja sinn sem við Valgerður flytjum frumvarp um kjör þingmanna, og nú er von til að eitthvað gerist – vegna þess að margir þingmenn hafa undanfarið tekið undir gagnrýni í samfélaginu á ýmsar sporslur sem úthlutað er á þinginu. Nú síðast um gleraugu, heyrnartæki, líkamsrækt og svo framvegis aftan í sakleysislegu þingskapafrumvarpi núna í vor.

Hver ráðstafar tekjunum þínum?

Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar

Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað?

Staðreyndavillur í skýrslu Seðlabanka Íslands

Manuel Hinds og Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Seðlabanki Íslands gaf í síðustu viku út skýrsluna, Valkostir í gengis- og gjaldmiðlamálum. Það er mikilvægt að ekki sé kastað til höndunum, við gerð skýrslna, ekki síst þegar útgefandinn er seðlabanki, og í þessu tilfelli er ekki hægt að kenna ónógum tíma um gæði verksins.

Himinn og haf kveður…

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar

… og þakkar frábærar viðtökur íbúa á höfuðborgarsvæðinu þau tvö sumur sem útikaffihúsið hefur verið starfrækt við Arnarnesvog.

Fjármál sveitarfélaga

Halldór Halldórsson skrifar

Árlega stendur Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir Fjármálaráðstefnu þar sem stjórnendur sveitarfélaga, bæði embættismenn og kjörnir fulltrúar, koma saman og ræða með faglegum hætti rekstrarmál sveitarfélaganna.

Össur fastur í ESB-horninu

Björn Bjarnason skrifar

Lendi stjórnmálamenn úti í horni grípa þeir stundum til "let them deny it“-aðferðarinnar. Þeir bera andstæðinga sína röngum sökum í von um að rangfærslan lifi en ekki hitt sem er satt og rétt.

Örorka er ekki val eða lífsstíll!

Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) fór af stað með kynningarátak í byrjun september með það að markmiði að breyta viðhorfum stjórnmálamanna og almennings í garð öryrkja með því að varpa ljósi á málstað þeirra. Átakið er í formi greinaskrifa og auglýsinga í dagblöðum, netmiðlum og í útvarpi.

Framfaraspor fyrir grunnrannsóknir og tækniþróun

Þórarinn Guðjónsson skrifar

Grunnrannsóknir eru forsenda hagvaxtar flestra þjóða á Vesturlöndum. Þekkingarsköpun sem verður til við slíkar rannsóknir styður við verðmætasköpun sem byggir á hugviti. Það er því mjög mikilvægt að hlúa vel að grunnrannsóknum og efla þekkingarsköpun því þannig aukum við líkur á hagnýtingu þekkingar og auknum hagvexti. Sú ákvörðun Ríkistjórnar Íslands að efla samkeppnissjóði Vísinda- og tækniráðs, eins og fram kemur í fjárlagafrumvarpi 2013, er mikið ánægjuefni og keðjuverkandi áhrif þessarar ákvörðunar geta orðið mikil. Það er ljóst að allt vísindasamfélagið fagnar þessu og er undirritaður viss um að afraksturinn eigi eftir að skila sér beint og óbeint inn í íslenskt hagkerfi.

Krónan og Björn Bjarnason

Össur Skarphéðinsson skrifar

Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Nýr Álftanesvegur – enginn gálgafrestur lengur

Reynir Ingibjartsson skrifar

Í ársbyrjun 1997 kynntu bæjaryfirvöld í Garðabæ nýtt aðalskipulag til ársins 2015. Þar var gert ráð fyrir færslu núverandi Álftanesvegar lengra út í hraunið og norður fyrir væntanlega íbúabyggð í hrauninu. Þar var einnig gert ráð fyrir vegi þvert yfir Gálgahraunið frá Arnarnesvogi og að Garðaholti.

Friðriki svarað

Jón Steinsson skrifar

Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín "Nýtur ríkisstjórnin sannmælis“ birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein.

Samning um höfuðborgina

Mörður Árnason skrifar

Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga.

Skjaldborg bankanna – gjaldþrot heimilanna

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar

Á sama tíma og nýju bankarnir skila milljarða hagnaði hafa aldrei fleiri íslensk heimili átt í fjárhagserfiðleikum. Í ágústbyrjun voru 26.666 manns í alvarlegum vanskilum. Hjá Íbúðalánasjóði einum hafa 500 ný heimili bæst á vanskilaskrá á þessu ári. Heimili sem hafa verið með lán sín í skilum fram að þessu. Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu

Norðurslóðamiðstöð á Akureyri

Kristján Möller skrifar

Akureyri er þegar orðin segull fyrir norðurslóðavísindi. Og við vinnum markvisst að því á mörgum vígstöðvum að höfuðstaður Norðurlands og nærsvæði verði að alþjóðlegri norðurslóðamiðstöð. Því er haldið fram að þjónusta við rannsóknarskip og aðra umferð vegna umsvifa á norðurslóðum hafi dregið um einn og hálfan milljarð króna inn í veltuna á Eyjafjarðarsvæðinu á síðasta ári. Það sem þangað dregur eru afburða iðnaðarmenn, góð höfn, háskóli, fyrsta flokks sjúkrahús og heilbrigðisþjónusta og alþjóðaflugvöllur.

Að ganga ekki frá hálfkláruðu verki

Heiðar Már Guðjónsson skrifar

Stjórnmálaumræða á Íslandi tekur nú að mestu mið af kosningunum sem eru fram undan. Þá er enn nauðsynlegra en fyrr að stjórnmálamenn raði verkefnum ekki einungis eftir því hvernig þau falla að stefnuskrá þeirra, heldur líka eftir því hversu brýn þau eru. Eitt brýnasta verkefni stjórnmálamanna í dag er að tryggja að hér verði stöðugt fjármálakerfi, bæði til að hægt verði að losa höftin en ekki síður til að bregðast við breyttu eignarhaldi á bönkunum. Þetta skiptir gríðarlega miklu máli fyrir framtíðina, því það eru veigamiklar breytingar í farvatninu.

Skynsamlegt að sameina Garðabæ og Álftanes

Gunnar Einarsson skrifar

Bæjarstjórnir Garðabæjar og Sveitarfélagsins Álftaness hafa báðar komist að þeirri niðurstöðu að það sé skynsamlegur kostur að sameina þessi tvö sveitarfélög. Þess vegna ákváðu þær í júní sl. að mæla með því að kosið verði um sameiningu þeirra. Sú kosning fer fram 20. október næstkomandi í báðum sveitarfélögunum. Bæjarstjórnirnar voru sammála um að sameining sveitarfélaganna væri hagkvæmur kostur hvort sem horft væri til menningarlegra, skipulagslegra eða rekstrarlegra þátta.

Glerperlur, eldvatn og logandi bál?

Árni Páll Árnason skrifar

Í fyrri greinum hef ég lýst skuldakreppunni sem hrjáir Evrópu og komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að EES-samningurinn geti verið fullnægjandi umgjörð um aðild okkar að innri markaðnum í framtíðinni. En myndi aðild að ESB og upptaka evru veita okkur betri möguleika? Hvað má læra af þeim vanda sem mörg evruríkin glíma nú við?

Velsæld og lífskjör

Ólafur Páll Jónsson skrifar

Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera.

Sjá næstu 50 greinar