Vilt þú að atkvæði kjósenda vegi jafnt? Þorkell Helgason skrifar 27. september 2012 06:00 Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorkell Helgason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Fimmta spurningin sem lögð verður fyrir þjóðina 20. október nk. um nýja stjórnarskrá fjallar um fyrirkomulag þingkosninga; rétt eins og sú fjórða. Sú spurning sem hér er til umræðu hljóðar svo í heild sinni: „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?" Nú er það svo að sá sem flyst búferlum í gegnum Hvalfjarðargöngin tvíeflir við það atkvæðastyrk sinn; segja má að hann fái tvö atkvæði í stað eins áður. Misvægi af þessu tagi er afleiðing búsetuflutninga frá dreifbýli til þéttbýlis en ekki endilega meðvitað pólitískt markmið. Með fyrri stjórnarskrárbreytingum hefur af og til verið tekið á vandanum. Misvæginu hefur þó aldrei verið útrýmt til fulls og jafnan hefur farið aftur í fyrra horf. Stjórnlagaráð leggur til að á þessu verði tekið með skýrum og óyggjandi hætti, enda stendur skorinort í 2. mgr. í 39. gr. í frumvarpi ráðsins: „Atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vega jafnt." Minna virðist deilt um markmiðið, jöfnun kosningarréttar, en um leiðirnar að því markmiði. Að mati margra er einfaldasta og um leið skynsamasta leiðin sú að hafa landið eitt kjördæmi. Um leið verði þingmenn fulltrúar allra kjósenda hvar sem þeir búa á landinu. Landið sem eitt kjördæmi var skýr krafa þjóðfundarins 2010 að mati stjórnlaganefndar, þótt önnur sjónarmið hafi vissulega komið fram. Niðurstaða stjórnlagaráðs varð sú að leggja til samþættingu kjördæmakosninga og landskjörs. Því er haldið opnu hvort landið sé eitt kjördæmi eða fleiri. En sé því skipt upp skal vera unnt að bjóða fram landslista ásamt kjördæmalistum. Jafnframt skal frambjóðendum vera heimilt að bjóða sig fram samtímis á einum lista af hvoru taginu hjá sama flokki. Þannig geta frambjóðendur og kjósendur sjálfir ráðið því hvort þeir vilja horfa til landsins alls eða til kjördæmissjónarmiða, eða til hvors tveggja. Spurningin í þjóðaratkvæðagreiðslunni snýst þó ekki um útfærsluna heldur um sjálft grunnmarkmiðið, sama vægi atkvæða alls staðar á landinu. Fjöllum um rökin og gagnrýnina. Rök fyrir JÁ við spurningunniRökin fyrir jöfnu vægi atkvæða virðast svo auðsæ að það ætti vart að þurfa að nefna þau. Hér eru nokkur: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögum og njóta sömu mannréttinda. Lýðræðið getur ekki verið stigskipt. Það er ekki hægt að tala um hálf mannréttindi, hvorki í kosningarrétti né í öðrum lýðréttindum. Fram kom á þjóðfundinum 2010 skýr krafa um að ójöfnuðinum verði með öllu útrýmt. Ísland er fámennt, kjósendur gætu rúmast í einu kjördæmi víða erlendis. Hvers vegna að draga íbúana í dilka og gera þeim lýðræðislega mishátt undir höfði? Hlúum frekar hvert að öðru hvar á landinu sem er. Misvægi atkvæða leiðir óhjákvæmilega til klúðurslegs kosningakerfis. Til þess að tryggja jöfnuð milli flokka er búið til flókið jöfnunarsætakerfi til þess að vega upp á móti búsetumisvæginu. Með jöfnu atkvæðavægi geta úthlutunarreglur orðið einfaldari. Rök fyrir NEI við spurningunni Eftirfarandi hefur heyrst til stuðnings neii, þ.e.a.s. því að viðhalda atkvæðamisvæginu: Aðstaða íbúanna er sögð misjöfn m.a. vegna búsetu. Þeir sem eigi í vök að verjast þurfi meira atkvæðavægi og eigi það skilið. En hvað með þá sem fara halloka af öðrum sökum en búsetu, svo sem fatlaðir? Eiga þeir þá ekki kröfu á auknu atkvæðavægi? Og öfugt, ættu hinir ríku að hafa skertan atkvæðisrétt? Sagt er að þeir sem búa suðvestanlands eigi beinni og auðveldari aðgang að stjórnvöldum en hinir. Er það svo? Hve oft kemst íbúi í útjöðrum höfuðborgarsvæðisins í tæri við þingmenn sína eða aðra valdsmenn? Skiptir landfræðileg fjarlægð sköpum á dögum netsamskipta af öllu tagi? Bent er á að sums staðar erlendis, t.d. í Noregi, sé líka atkvæðavægi mismunandi eftir búsetu. Það er rétt en er líka umdeilt þar. Jafnframt verður á það að líta að misvægið í Noregi hefur minni áhrif á skipan Stórþingsins norska, en raunin er við kosningar til Alþingis Íslendinga. ÁlyktunEkki verður varið að mismuna kjósendum eftir búsetu. Engu að síður þarf að stuðla að því að raddir allra heyrist á þingi; dreifbýlisfólks sem og þéttbýlisbúa, ungra sem og aldraðra. Kosningafyrirkomulag það, sem stjórnlagaráð leggur til með blandi af kjördæmakjöri og landskjöri, er vel til þessa fallið. Persónukjör þjónar sama tilgangi. Pistilhöfundur telur að valið hljóti að vera einhlítt og mælir því með jáyrði við spurningunni um jafnt vægi atkvæða.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun