Skjaldborg bankanna – gjaldþrot heimilanna Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 24. september 2012 06:00 Á sama tíma og nýju bankarnir skila milljarða hagnaði hafa aldrei fleiri íslensk heimili átt í fjárhagserfiðleikum. Í ágústbyrjun voru 26.666 manns í alvarlegum vanskilum. Hjá Íbúðalánasjóði einum hafa 500 ný heimili bæst á vanskilaskrá á þessu ári. Heimili sem hafa verið með lán sín í skilum fram að þessu. Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu þremur árum og námu 74 milljörðum í lok aprílmánaðar á þessu ári. Þetta er sambærilegt við að hver fjárráða Íslendingur sé með um 300.000 krónur í yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán eru með dýrustu lánum sem hægt er að taka og bera 12-13% vexti. Það eru peningar sem lánardrottnar fá nánast í hreinan gróða með afar litlum tilkostnaði. Vextir af 74 milljörðum nema um 9,5 milljörðum á ári. Ráðamenn þjóðarinnar keppast við að hreykja sér af jákvæðum viðsnúningi í ríkisfjármálum. Það má vel vera að hagur ríkissjóðs hafi vænkast á síðustu árum en það hefur hagur heimilanna almennt ekki gert. Þegar ríkisstjórnin afhenti nýju bönkunum, lánardrottnum og kröfuhöfum, lán heimilanna fól hún þeim jafnframt að leysa skuldavanda fólksins í landinu. Þess vegna fengu bankarnir lánasöfn heimilanna með meira en 50% afslætti. Það var gert til að ?mynda svigrúm til að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði?, eins og segir orðrétt í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna frá nóvember 2010. Það vekur upp áleitnar spurningar um hvort slíkt framsal á valdi og sá gjörningur allur hafi verið löglegur. Fram hefur komið að niðurfærðar skuldir heimilanna voru meginuppistaðan í efnahagsreikningum nýju bankanna, sem hafa svikist um að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ?ýmis úrræði?. Það hefur líklega heldur aldrei verið ætlun þeirra að gera það. Þvert á móti er ekki annað að sjá en að starfsmenn bankanna séu fyrst og fremst rukkarar að gæta hagsmuna lánardrottna og kröfuhafa við að rukka útsölulánin 100%. Það er mikið í húfi fyrir hagnað bankanna að rukkararnir standi sig vel að rukka heimilin í landinu, aðalmjólkurkýrnar. Rukkararnir hafa augljóslega staðið sig afbragðsvel þar sem bankarnir skila nú ofurhagnaði líklega fyrst og fremst á kostnað heimilanna í landinu. Rukkararnir hafa staðið sig svo vel að nú geta þeir sumir eignast hlut í banka, ríkisbanka, banka allra landsmanna, fyrir það eitt að vera duglegir að rukka fólkið í landinu, íslensk heimili og fjölskyldur sem berjast margar hverjar í bökkum. Hagnaður Landsbankans nam um 11,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka var 11,6 milljarðar og hagnaður Arion banka nam 11,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins eftir skatta. Sérstaklega er tekið fram hjá Arion banka að virðisbreyting útlána hafi haft jákvæð áhrif sem nemur rúmum þremur milljörðum króna eða meira en fjórðungi af hagnaði bankans. Ekki er annað að ætla en að það sama eigi við hjá hinum bönkunum. Þökk sé verðtryggingunni. Á þessum sömu sex mánuðum voru 243 fasteignir seldar á nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík einum. Fróðlegt væri að skoða tengslin milli nauðungarsölu á heimilum landsmanna og hagnaðar bankanna en banki sem kaupir fasteign á nauðungaruppboði (á lágmarksvirði) og selur hana aftur á frjálsum markaði (á hámarksvirði) getur fært mismuninn á nauðungarkaupverðinu og markaðsverðinu sem hagnað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á sama tíma og nýju bankarnir skila milljarða hagnaði hafa aldrei fleiri íslensk heimili átt í fjárhagserfiðleikum. Í ágústbyrjun voru 26.666 manns í alvarlegum vanskilum. Hjá Íbúðalánasjóði einum hafa 500 ný heimili bæst á vanskilaskrá á þessu ári. Heimili sem hafa verið með lán sín í skilum fram að þessu. Yfirdráttarlán heimilanna hafa nærri tvöfaldast á síðustu þremur árum og námu 74 milljörðum í lok aprílmánaðar á þessu ári. Þetta er sambærilegt við að hver fjárráða Íslendingur sé með um 300.000 krónur í yfirdráttarlán. Yfirdráttarlán eru með dýrustu lánum sem hægt er að taka og bera 12-13% vexti. Það eru peningar sem lánardrottnar fá nánast í hreinan gróða með afar litlum tilkostnaði. Vextir af 74 milljörðum nema um 9,5 milljörðum á ári. Ráðamenn þjóðarinnar keppast við að hreykja sér af jákvæðum viðsnúningi í ríkisfjármálum. Það má vel vera að hagur ríkissjóðs hafi vænkast á síðustu árum en það hefur hagur heimilanna almennt ekki gert. Þegar ríkisstjórnin afhenti nýju bönkunum, lánardrottnum og kröfuhöfum, lán heimilanna fól hún þeim jafnframt að leysa skuldavanda fólksins í landinu. Þess vegna fengu bankarnir lánasöfn heimilanna með meira en 50% afslætti. Það var gert til að ?mynda svigrúm til að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði?, eins og segir orðrétt í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna frá nóvember 2010. Það vekur upp áleitnar spurningar um hvort slíkt framsal á valdi og sá gjörningur allur hafi verið löglegur. Fram hefur komið að niðurfærðar skuldir heimilanna voru meginuppistaðan í efnahagsreikningum nýju bankanna, sem hafa svikist um að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ?ýmis úrræði?. Það hefur líklega heldur aldrei verið ætlun þeirra að gera það. Þvert á móti er ekki annað að sjá en að starfsmenn bankanna séu fyrst og fremst rukkarar að gæta hagsmuna lánardrottna og kröfuhafa við að rukka útsölulánin 100%. Það er mikið í húfi fyrir hagnað bankanna að rukkararnir standi sig vel að rukka heimilin í landinu, aðalmjólkurkýrnar. Rukkararnir hafa augljóslega staðið sig afbragðsvel þar sem bankarnir skila nú ofurhagnaði líklega fyrst og fremst á kostnað heimilanna í landinu. Rukkararnir hafa staðið sig svo vel að nú geta þeir sumir eignast hlut í banka, ríkisbanka, banka allra landsmanna, fyrir það eitt að vera duglegir að rukka fólkið í landinu, íslensk heimili og fjölskyldur sem berjast margar hverjar í bökkum. Hagnaður Landsbankans nam um 11,9 milljörðum króna eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 2012. Hagnaður Íslandsbanka var 11,6 milljarðar og hagnaður Arion banka nam 11,2 milljörðum króna á fyrri hluta ársins eftir skatta. Sérstaklega er tekið fram hjá Arion banka að virðisbreyting útlána hafi haft jákvæð áhrif sem nemur rúmum þremur milljörðum króna eða meira en fjórðungi af hagnaði bankans. Ekki er annað að ætla en að það sama eigi við hjá hinum bönkunum. Þökk sé verðtryggingunni. Á þessum sömu sex mánuðum voru 243 fasteignir seldar á nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík einum. Fróðlegt væri að skoða tengslin milli nauðungarsölu á heimilum landsmanna og hagnaðar bankanna en banki sem kaupir fasteign á nauðungaruppboði (á lágmarksvirði) og selur hana aftur á frjálsum markaði (á hámarksvirði) getur fært mismuninn á nauðungarkaupverðinu og markaðsverðinu sem hagnað.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun