Um rangfærslur Inga Sigrún Atladóttir skrifar 29. september 2012 06:00 Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rangfærslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveimur dögum fyrr. Inntak greinarinnar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rangfærslur að tala um 8-16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum. Í grein sinni gerir Einar sæmilega grein fyrir háspennulínum milli Hamraness og Fitja en síðan taka við gífuryrði og þekkingarskortur af þeim toga sem einkennt hefur umræðuna um álver í Helguvík. Einar vill ekkert kannast við að það þurfi að reisa 8-16 virkjanir. Hann segist aðeins þekkja til stækkunar Reykjanesvirkjunar, Eldvarpa og Krýsuvíkur, en það er erfitt að trúa því að hann sé svona illa að sér. Í umhverfismatsskýrslu fyrir 250.000t álver í Helguvík eru nefndar til sögunnar Reykjanesvirkjun (stækkun), Eldvörp, Svartsengi (stækkun), Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar, Hellisheiði (stækkun), Bitra og Hverahlíð. Í þingsályktunartillögu um rammaáætlun bætast við Stóra-Sandvík, Meitill og Gráuhnúkar. Þetta getur ekki hafa farið fram hjá formanni atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Formaðurinn reynir að gera lítið úr brennisteinsvandamálum og segir mengun frá Svartsengi aðeins 10% af því sem hún er á Hellisheiði. Kannski veit hann ekki að Svartsengisstöðin er margfalt minni en Hellisheiðarvirkjun og að álverið þarf töluvert meira rafafl en nemur framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Afar ólíklegt er að unnt verði að tryggja að allar þessar virkjanir uppfylli reglur um mengun og á það einkum við um virkjanir á Hellisheiði. Einar segir fullyrðingar um aukna tíðni jarðskjálfta rangar og vitnar til reynslu frá Svartsengi. Um þetta getur hann að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Ekki var gert ráð fyrir vanda vegna jarðskjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun en þeir komu samt. Þá telur Einar ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og bendir á Hellisheiðarvirkjun. Þetta er rétt en það segir hreint ekki að engin lón muni myndast. Alvarlegasta raskið af raforkuverum á Reykjanesskaga tengist virkjununum sjálfum. Stöðvarhús, fjölmargar borholur tengdar með miklum pípulögnum og víðtæku vegakerfi, auk háspennulína og spennuvirkja. Kröfluvirkjun hefur um árabil framleitt 60 MW og umfang hennar þekkja flestir. Álver í Helguvík þarf 435 MW eða sem nemur framleiðslu liðlega sjö Kröfluvirkjana og það er viðbót við núverandi virkjanir á skaganum. Flutningskerfi raforku á Suðurnesjum hefur verið mér umhugsunarefni síðastliðin ár. Það er rétt hjá Einari að flutningskerfið þarf að styrkja en hugmyndir Landsnets eru ekki þær einu réttu. Flutningskerfið á Suðurnesjum er fyrst og fremst komið að þolmörkum vegna flutnings á 125 MW frá virkjunum HS Orku til álvers á Grundartanga. Hafa ber í huga að HS Orka hefur gert samning um sölu á raforku til álversins við Grundartanga og Orkuveita Reykjavíkur um sölu á raforku frá Hellisheiðarvirkjunum til álvers í Helguvík. Vegna þessara samninga orkufyrirtækjanna þarf að ráðast í mun umfangsmeiri framkvæmdir en nauðsyn krefur. Ef flutningsþörf fyrir raforku væri metin út frá þjóðhagslegri hagkvæmni eins og raforkulög gera ráð fyrir væri farsælla að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 150 MW og í stað þess að flytja 125 MW frá Suðurnesjum yrði sú orka nýtt á svæðinu en 125 MW flutt frá Hellisheiði til álversins á Grundartanga. Við þetta fyrirkomulag mun Hitaveita Suðurnesja, með 30 MW aðstoð frá Orkuveitu Reykjavíkur, geta annað raforkuþörf á Suðurnesjum ásamt gagnaveri og fyrsta hluta álversins í Helguvík. Á árunum fyrir hrun var ekki talið rétt að gagnrýna viðskiptalífið og því var haldið fram að öll umræða sem ekki studdi stöðuga og óhefta uppbyggingu væri til þess fallin að tefja verkefni, tala niður góðar hugmyndir eða vinna gegn framförum. Nú virðist sem orkuiðnaðurinn búi við sama gagnrýnisleysið í skjóli óttans við aukið atvinnuleysi. Heiðarleg umræða er ekki til að hræða eða skemma heldur er hún lykilatriði til að hægt sé að ná sátt um mikilvæg verkefni. Sjónarmið almannahagsmuna og krafan um samfélagslega ábyrgð fá ekki það rými sem þeim ber í umræðu um atvinnuuppbyggingu, orkunýtingu og flutningskerfi raforku á Reykjanesi og því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 21. september sl. birtist grein eftir Einar Þ. Magnússon, formann atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Þar telur Einar sig vera að hrekja það sem hann kallar rangfærslur af minni hálfu í grein sem birtist í Fréttablaðinu tveimur dögum fyrr. Inntak greinarinnar er spurningin um það hvort Reykjanesskaginn í núverandi mynd sé sjálfsagður og nauðsynlegur fórnarkostnaður fyrir álver í Helguvík. Einar segir það rangfærslur að tala um 8-16 jarðhitavirkjanir á Reykjanesskaga og að þeim fylgi brennisteinsmengun, borstæði, hitaveiturör, vegir, lón með affallsvatni og tvöföld röð af 30 metra háum stálmöstrum eftir endilöngum Reykjanesskaga ásamt tengivirkjum. Í grein sinni gerir Einar sæmilega grein fyrir háspennulínum milli Hamraness og Fitja en síðan taka við gífuryrði og þekkingarskortur af þeim toga sem einkennt hefur umræðuna um álver í Helguvík. Einar vill ekkert kannast við að það þurfi að reisa 8-16 virkjanir. Hann segist aðeins þekkja til stækkunar Reykjanesvirkjunar, Eldvarpa og Krýsuvíkur, en það er erfitt að trúa því að hann sé svona illa að sér. Í umhverfismatsskýrslu fyrir 250.000t álver í Helguvík eru nefndar til sögunnar Reykjanesvirkjun (stækkun), Eldvörp, Svartsengi (stækkun), Trölladyngja, Sandfell, Seltún, Austurengjar, Hellisheiði (stækkun), Bitra og Hverahlíð. Í þingsályktunartillögu um rammaáætlun bætast við Stóra-Sandvík, Meitill og Gráuhnúkar. Þetta getur ekki hafa farið fram hjá formanni atvinnu- og hafnarráðs Reykjanesbæjar. Formaðurinn reynir að gera lítið úr brennisteinsvandamálum og segir mengun frá Svartsengi aðeins 10% af því sem hún er á Hellisheiði. Kannski veit hann ekki að Svartsengisstöðin er margfalt minni en Hellisheiðarvirkjun og að álverið þarf töluvert meira rafafl en nemur framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar. Afar ólíklegt er að unnt verði að tryggja að allar þessar virkjanir uppfylli reglur um mengun og á það einkum við um virkjanir á Hellisheiði. Einar segir fullyrðingar um aukna tíðni jarðskjálfta rangar og vitnar til reynslu frá Svartsengi. Um þetta getur hann að sjálfsögðu ekkert fullyrt. Ekki var gert ráð fyrir vanda vegna jarðskjálftavirkni við Hellisheiðarvirkjun en þeir komu samt. Þá telur Einar ekki sjálfgefið að lón skapist vegna virkjana og bendir á Hellisheiðarvirkjun. Þetta er rétt en það segir hreint ekki að engin lón muni myndast. Alvarlegasta raskið af raforkuverum á Reykjanesskaga tengist virkjununum sjálfum. Stöðvarhús, fjölmargar borholur tengdar með miklum pípulögnum og víðtæku vegakerfi, auk háspennulína og spennuvirkja. Kröfluvirkjun hefur um árabil framleitt 60 MW og umfang hennar þekkja flestir. Álver í Helguvík þarf 435 MW eða sem nemur framleiðslu liðlega sjö Kröfluvirkjana og það er viðbót við núverandi virkjanir á skaganum. Flutningskerfi raforku á Suðurnesjum hefur verið mér umhugsunarefni síðastliðin ár. Það er rétt hjá Einari að flutningskerfið þarf að styrkja en hugmyndir Landsnets eru ekki þær einu réttu. Flutningskerfið á Suðurnesjum er fyrst og fremst komið að þolmörkum vegna flutnings á 125 MW frá virkjunum HS Orku til álvers á Grundartanga. Hafa ber í huga að HS Orka hefur gert samning um sölu á raforku til álversins við Grundartanga og Orkuveita Reykjavíkur um sölu á raforku frá Hellisheiðarvirkjunum til álvers í Helguvík. Vegna þessara samninga orkufyrirtækjanna þarf að ráðast í mun umfangsmeiri framkvæmdir en nauðsyn krefur. Ef flutningsþörf fyrir raforku væri metin út frá þjóðhagslegri hagkvæmni eins og raforkulög gera ráð fyrir væri farsælla að auka framleiðslugetu Reykjanesvirkjunar úr 100 MW í 150 MW og í stað þess að flytja 125 MW frá Suðurnesjum yrði sú orka nýtt á svæðinu en 125 MW flutt frá Hellisheiði til álversins á Grundartanga. Við þetta fyrirkomulag mun Hitaveita Suðurnesja, með 30 MW aðstoð frá Orkuveitu Reykjavíkur, geta annað raforkuþörf á Suðurnesjum ásamt gagnaveri og fyrsta hluta álversins í Helguvík. Á árunum fyrir hrun var ekki talið rétt að gagnrýna viðskiptalífið og því var haldið fram að öll umræða sem ekki studdi stöðuga og óhefta uppbyggingu væri til þess fallin að tefja verkefni, tala niður góðar hugmyndir eða vinna gegn framförum. Nú virðist sem orkuiðnaðurinn búi við sama gagnrýnisleysið í skjóli óttans við aukið atvinnuleysi. Heiðarleg umræða er ekki til að hræða eða skemma heldur er hún lykilatriði til að hægt sé að ná sátt um mikilvæg verkefni. Sjónarmið almannahagsmuna og krafan um samfélagslega ábyrgð fá ekki það rými sem þeim ber í umræðu um atvinnuuppbyggingu, orkunýtingu og flutningskerfi raforku á Reykjanesi og því þarf að breyta.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun