Friðriki svarað Jón Steinsson skrifar 25. september 2012 06:00 Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki tekið út með sældinni að hrósa þessari ríkisstjórn. Eftir að grein mín „Nýtur ríkisstjórnin sannmælis" birtist í Fréttablaðinu 6. september síðastliðinn birtust áköf andsvör eftir alþingismenn og fyrrverandi alþingismenn dag eftir dag eftir dag. Fæst í þessum greinum er þess eðlis að það kalli á svör frá mér. Fólk hefur mismunandi skoðanir eins og gengur. Ég vil þó aðeins svara Friðriki Sophussyni sem skrifaði grein í Fréttablaðið 12. september gegn minni grein. Mikilvægasta atriðið sem Friðrik fjallar um hefur með upplýsingagjöf Landsvirkjunar varðandi orkuverð til stóriðju að gera. Ég hélt því fram að fyrir tíð þessarar ríkisstjórnar hefði Landsvirkjun neitað að upplýsa almenning um orkuverð til stóriðju af einhverjum ástæðum. Svar Friðriks er: „Áratugum saman var hægt að lesa meðalverð á orku til orkufreks iðnaðar úr reikningum Landsvirkjunar." Þetta er rétt en villandi. Það var hægt að lesa meðalverð á orku til stóriðju út úr reikningum Landsvirkjunar fram til ársins 2002. Árið 2003 breytti Landsvirkjun hins vegar framsetningu ársreikninga á þann veg að þessar upplýsingar voru ekki lengur aðgengilegar. Á umbrotaárunum 2003 til 2009 var meðalverð á orku til stóriðju því ekki aðgengilegt almenningi. Þetta hamlaði mjög upplýstri umræðu um skynsemi þeirra risavöxnu virkjunarframkvæmda sem ráðist var í á þessum tíma. Hörður Arnarson, nýr forstjóri Landsvirkjunar, bætti úr þessu vorið 2010 og hefur síðan birt meðalverð til stóriðju. En Hörður gekk lengra og setti fram samanburð á orkuverði Landsvirkjunar til stóriðju og meðalverði álvera í heiminum. Sá samanburður leiddi í ljós að verð Landsvirkjunar var um 20% lægra að meðaltali en meðalverð til álvera í heiminum. Af þessum sökum tala ég um að Landsvirkjun hafi selt orku til stóriðju með ríflegum afslætti af einhverjum ástæðum. Tölurnar sem Hörður birti hafa einnig gert óvilhöllum aðilum kleift að meta arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju síðasta áratuginn. Ásgeir Jónsson og Sigurður Jóhannesson unnu á síðasta ári skýrslu fyrir fjármálaráðuneytið þar sem þeir komust að þeirri niðurstöðu að arðsemi orkusölu Landsvirkjunar til stóriðju væri lægri en af sambærilegri starfsemi erlendis og svipuð fjármagnskostnaði ríkisins. Niðurstaða þeirra er að „ekki er að sjá að skattgreiðendur hérlendis hafi fengið endurgjald fyrir þá ábyrgð sem þeir hafa tekist á hendur í tengslum við orkusölu sem er mjög umfangsmikil miðað við höfðatölu." Ástæðurnar fyrir þessu lága verði (og lágri ávöxtun) geta reyndar verið margar. Ef til vill hefur Ísland einfaldlega verulega ókosti í samanburði við önnur lönd hvað varðar stóriðju. Önnur hugsanleg ástæða er að Landsvirkjun hafi ekki staðið sig vel í samningum, ef til vill vegna pólitísks þrýstings um að ljúka samningum fljótt. Þetta er mikilvægt rannsóknarefni fyrir þjóð sem leggur jafn mikið upp úr stóriðju og við gerum.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun