"Látið í ykkur heyra“ Arnfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2012 06:00 Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Mein í meinum Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleiri skoðanir Hörður Ægisson Skoðun Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Fleygurinn Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Skoðun Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin að ofan eru lokaorð pistils Björns Zoëga, forstjóra Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH), þann 14. sept sl. Stofnanasamningur LSH við hjúkrunarfræðinga er enn ófrágenginn. Umboð spítalans til að ganga frá samningnum ætti ekki að draga í efa þó enn sé óljóst hve miklu fé verður varið til þessa málaflokks. Kröfur hjúkrunarfræðinga um endurröðun í starfaflokka eru raunhæfar í ljósi launaþróunar hjá hinu opinbera. Kostnaðurinn við að uppfylla þær kröfur er ekki nema brot af þeim upphæðum sem búið er að spara, eða 32 milljarða á sl. 5 árum, m.a. með launalækkunum hjúkrunarfræðinga. Næstu daga stendur til að kynna fyrir stjórnendum og starfsfólki LSH í hvaða verkefni fjárheimildum verður varið og skora ég á ykkur öll að láta í ykkur heyra og koma ábendingum til forstjóra áður en þær ákvarðanir verða teknar. Launaskerðing hjúkrunarfræðinga hefur ekki enn verið bætt þó loforð um slíkt hafi legið fyrir þegar kjör voru skert umfram viðmið og vaktalínum breytt. Aukið vinnuálag, lenging vakta í 12 klst t.d. á skurðstofum og aukinn fjöldi bakvakta að sumri um helming hafa ekki fært hjúkrunarfræðingum neinar launabætur þó svo að ákvæði um slíkt sé til í kjarasamningi. Starfsþróunarkerfið sem verið hefur við lýði á stofnuninni hefur alls ekki þjónað sínum tilgangi eins og það var kynnt í upphafi og hefur haldið okkur í gíslingu smánarlauna í fjársvelti undanfarinna ára. Það hefur einnig mismunað hjúkrunarfræðingum og dæmi um að ekki hafi verið launatengd starfsþróun í boði fyrir einstaka starfaflokka í 6 ár. Námskeiðin hafa sum hver verið talin móðgun og tímasóun og hefur kerfið sem slíkt fengið falleinkunn á fjölmennum fundum hjúkrunarfræðinga á síðustu dögum. Nú ríður á að ljúka samningi þessum á sanngjarnan hátt og tek ég undir hvatningarorð forstjóra, látið í ykkur heyra.
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar