Hver ráðstafar tekjunum þínum? Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar 26. september 2012 06:00 Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og allir launþegar finn ég töluvert fyrir því hversu stóran skerf ríkið tekur af launum mínum mánaðarlega og er því afar umhugað hvernig þeirri upphæð er ráðstafað. Af þessum sökum undrast ég þegar ég heyri talað um áhugaleysi á stjórnmálum, hvað þá að einhverjir ætli ekki að nýta kosningarétt sinn. Hvernig má það vera að fólk vilji ekki hafa áhrif á það hvernig stórum hluta tekna þeirra í hverjum mánuði er ráðstafað? Nú ætla ég ekki að bera í bætifláka fyrir það að vinsældir stjórnmála og stjórnmálamanna eru í sögulegu lágmarki og Alþingi nýtur því miður einungis trausts 10% þjóðarinnar. Það virðist vera mikið óþol og pirringur gagnvart stjórnmálaumræðu almennt sem er miður og kallar á allsherjar endurskoðun á vinnubrögðum og samskiptum í stjórnmálum. Þetta breytir samt ekki þeirri staðreynd að þeir sem á Alþingi og í sveitastjórnum sitja eru fulltrúar sem þjóðin velur í lýðræðislegum kosningum til þess að halda um stjórnartaumana í landinu og ráðstafa stórum hluta tekna okkar. Eru það kjörnir fulltrúar?Stjórnmálaumræðan er komin mjög á skjön við það sem hún raunverulega snýst um í sinni einföldustu mynd. Ríkissjóðir, borgar- og bæjarsjóðir eru sameignarsjóðir okkar og við höfum reglulega tækifæri til þess að velja fulltrúa okkar í stjórn þeirra í kosningum. Það skiptir máli hvaða umgjörð við búum samfélagi okkar, hversu mikið jafnvægi er á milli einstaklingsfrelsis og ríkisafskipta. Til einföldunar er hægt að segja að þetta snúist um að velja á milli þeirra stjórnmálamanna sem vilja auka við þjónustuna og hækka í leiðinni prósentuna sem við greiðum í ríkissjóð og þeirra sem vilja veita sömu þjónustu með því að hagræða í kerfinu og lækka prósentuna sem við greiðum. Það skiptir öllu máli að halda úti nauðsynlegri samfélagsþjónustu eins og heilsugæslu, menntun, velferð, samgöngum o.fl. En hversu stórum hluta tekna okkar ættu stjórnmálamenn að ráðstafa fyrir okkur? Eða við sjálf?Með því að taka þátt í opnum prófkjörum stjórnmálaflokkanna veljum við þá einstaklinga sem við treystum til þess að ráðstafa hluta tekna okkar, það er mikil ábyrgð sem fylgir því. Með því að taka þátt í kosningum er einnig verið að velja þá aðferð sem hámarkar að okkar mati nýtingu þessa fjármagns í þágu samfélagsins. Þau sem búin eru að fá nóg af stjórnmálum og vilja breytingar eiga þá einfaldlega að velja þann sem líklegastur er til að breyta – það gerist ekki nema að taka þátt. Það er staðreynd að atkvæðið skiptir máli. Höfundur er framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun