Frelsi til að valda þjáningum og dauða? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 29. september 2012 06:00 Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun