Frelsi til að valda þjáningum og dauða? Eyjólfur Þorkelsson skrifar 29. september 2012 06:00 Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er á leikskóla. Þaðan hefur hún komið heim með pestir. Þó er hún á góðum leikskóla, mjög góðum. Það breytir því ekki að hann, eins og allir aðrir leikskólar, er staður þar sem margt fólk finnst á litlu svæði og pestir smitast auðveldlega. Sama gildir um skóla, flugstöðvar, íþróttamiðstöðvar, jafnvel sjúkrahús. Væri rökrétt eða skynsamlegt að neita dóttur minni um menntun, ferðalög, líkamsrækt eða innlögn af ótta við að hún gæti fengið minniháttar pest? Eflaust hefði fólk áhyggjur (með réttu) af uppeldi barnsins. En af hverju mætum við þá af slíkri léttúð því þegar fólk neitar börnum sínum um bólusetningar af ótta við afar, afar óljósa áhættu?Gjöf sem gefur Bólusetningar bjarga lífum! Þær hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkurt annað vísindaafrek í sögu mannsins! Þær hafa sennilega bjargað fleiri mannslífum en þeim sem töpuðust í öllum styrjöldum 20. aldarinnar! Fyrir örfáum árum létust yfir 800.000 börn úr mislingum árlega. Flest voru í löndum þar sem færri komast að en vilja til að bólusetja börn sín. Samt er helsti bandamaður kíghósta, barnaveiki, lömunarveiki og mislinga ekki fátækt í „þróunarlöndum” heldur undarlegur undirróður í „upplýstum” samfélögum. Ég neita að trúa að andróðursmönnum bólusetninga gangi illt til en fórnarkostnaðurinn af áróðri þeirra er því miður að koma fram. Mislingafaraldrar eru farnir að geisa í mörgum löndum umhverfis okkur og farnir að taka sinn toll í fötluðum og dánum börnum. Það sem af er ári hafa 9 kornabörn látist úr kíghósta í Bandaríkjunum einum! Þó er þar haustið ekki byrjað! Það sorglega er þó að þessum börnum hefði ekki verið hægt að bjarga með að bólusetja þau, til þess voru þau of ung. En þau smituðust og dóu vegna þess að eldri börn í umhverfi þeirra voru ekki bólusett. Í þessu liggur mikilvægasti, dýrmætasti og fegursti kostur bólusetninganna – þú verð ekki bara þig heldur einnig þína nánustu, og líka þá sem þú þekkir ekki neitt, en hafa eða geta ekki verið bólusettir.„One jab too many” Fólk á mínum aldri er flest vel varið út af fyrirhyggju foreldra okkar en börn minnar kynslóðar gætu verið í hættu. Ef ég vek ótta einhverra með þessum orðum biðst ég svo innilega afsökunar á því en málefnið stendur mér bara of nærri til að ég geti snúið blinda auganu að vandanum. Í nýlegu erindi varpaði Art Caplan, doktor við heilbrigðis-siðfræðistofnun Háskólans í New York, mestu ábyrgðinni á sjálfskipaða heilsupredikara sem fara fram, oft í krafti frægðar sinnar, með innihaldsrýr en hljómmikil slagorð og áróður gegn bólusetningum. Fremstir fara oft áberandi einstaklingar úr kvikmyndum eða sjónvarpi en fólk úr hjálækningaiðnaðinum og jafnvel fjölmiðlafólk hefur stokkið á vagninn. Þeirra ábyrgð er mikil!Þakka ykkur ömmur og afar Haustið er komið. Senn fara flensurnar á stjá og við hjónin og aðrir læknar og heilbrigðisstarfsfólk fáum flensubólusetningarnar. Þær bólusetningar fá líka afar og ömmur þessa lands og þær mun ég gefa þeim með miklu þakklæti. Þakklæti fyrir að á sínum tíma sýndu þau þá ábyrgð að veita sínum börnum bólusetningar og hlífðu þeim þar með við þjáningum eða dauða. Sú ábyrgð kynni að hafa bjargað mínu lífi, kannski lífi konu minnar en klárlega lífi og heilsu margra minna vina. Sem betur fer fæ ég aldrei að vita hversu margra. Af öllu hjarta – Takk.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun