Fleiri fréttir

Lítil athugasemd

Pétur Gunnarsson skrifar

Í Fréttablaðinu 3. sept. sl. vakti athygli mína lítil klausa. Tilefnið var undirskrift gegn því að öræfi Íslands væru seld útlendingum, en greinarhöfundur setur síðan atburðinn í óvænt samhengi við undirskriftasöfnun sextíumenninganna frá 1964 þar sem hvatt var til takmörkunar á útsendingum hersjónvarpsins sem þá var við lýði.

Frönsk barnalög tryggja mannréttindi

François Scheefer skrifar

Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda.

Að finnast lífið vera ævintýri

Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar

Eftir stúdentspróf ákvað ég að fara að vinna á leikskóla. Ég var heppinn með vinnustað því þar var mér treyst til að taka þátt í metnaðarfullu og faglegu starfi á deildinni minni. Ég beið með óþreyju hvers deildarfundar þar sem skoðanir mínar voru virtar en vænst þótti mér um að fá minn eigin hóp til að vinna með. Hópurinn samanstóð af nokkrum fjögurra ára einstaklingum. Eitt af því sem ég tók mér fyrir hendur var að fara með hópinn í skipulagða vettvangsferð í hverri viku. Við tókum með okkur farangur svo sem stækkunargler, vatnsbrúsa og stundum rúsínupoka. Ferðin var skipulögð af mér um nærumhverfi leikskólans. Með þessum börnum lærði ég í fyrsta skipti á mínum ferli eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði að kennsla er alltaf gagnkvæm. Ég lærði kennslufræði.

Burt með allt pukur og baktjaldamakk

Jakob F. Ásgeirsson skrifar

Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi.

Hestamenn hunsaðir

Brynjar Kvaran skrifar

Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu.

Úrskurður um aukið meðlag – brot á jafnréttislögum?

Linda Wiium og Leifur Runólfsson skrifar

Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. Þegar foreldrar barns búa ekki saman hér á Íslandi er lágmarksframfærsla með barni svokallað einfalt meðlag sem er fastsett af Tryggingastofnun ríkisins. Í dag nemur einfalt meðlag kr. 24.230 kr. Meðlagið tilheyrir barninu en það er forsjárforeldrið eða það foreldrið sem barn býr hjá sem tekur við meðlaginu og hefur umsjón með því.

Krónan á þunnum ís, 1. hluti

Zack Vogel skrifar

Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna.

Hvað ef það væri þitt barn?

Bryndís Jónsdóttir skrifar

Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna.

Foreldrar komi að ráðningum skólastjóra grunnskólanna

Kjartan Magnússon skrifar

Víða erlendis taka foreldrar grunnskólabarna mun virkari þátt í ráðningarferli skólastjóra en tíðkast á Íslandi. Talið er æskilegt að foreldrar, skattgreiðendur, hafi þannig beina aðkomu að þeirri lykilákvörðun, sem ráðning skólastjóra vissulega er fyrir skólann og viðkomandi íbúahverfi.

Er Georg Bjarnfreðarson hæfastur?

Ásta Bjarnadóttir skrifar

Kærunefnd jafnréttismála er áhrifamikill úrskurðaraðili í deilumálum um opinberar ráðningar hér á landi. Þegar kærunefndin tekur mál til umfjöllunar leggur hún almennt til hliðar fyrra mat sem gert hefur verið og framkvæmir sitt eigið sjálfstæða mat á kæranda og þeim sem var ráðinn. Kærunefndin úrskurðar svo um hæfni þeirra, oft með mjög afgerandi hætti.

Frændi minn er með krabbamein

Bergur Hauksson skrifar

Frændi minn er með krabbamein og var eitthvað ósáttur við að vera sendur heim af spítalanum vegna þess að tæki sem er hluti af meðferð hans var bilað. Samkvæmt fréttum þá kostar svona tæki um fjögur hundruð milljónir króna. Það eru ekki til peningar segja stjórnmálamennirnir sem hafa sumir unnið myrkranna á milli í þrjú ár og eru orðnir þreyttir. Ég sagði frænda mínum að vera ekki að þessu væli, honum væri ekki vorkunn, stjórnvöld væru alltaf að hugsa um hann en það væru ekki til peningar. Honum væri nær að hugsa um þreyttu stjórnmálamennina sem væru alltaf að vinna, enginn vorkenndi þeim.

Skólaforeldrar í aðalhlutverki

Margrét V. Helgadóttir skrifar

Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari.

Það er ekki hlaupið að því að fá örorkumat

Hilmar Guðmundsson skrifar

Að vera öryrki er hugtak sem erfitt er að útskýra. Örorka er afleiðing slysa eða sjúkdóma sem viðkomandi hefur orðið fyrir á lífsleiðinni. Það að verða öryrki er langt og flókið ferli. Ef viðkomandi er á vinnumarkaði við slys fær hann laun í veikindaleyfi samkvæmt samningi þess verkalýðsfélags sem hann er í. Veikindalaun greiðast eftir áunnum réttindum, en því næst fær hann greitt frá sjúkrasjóði síns stéttarfélags. Mismunandi er hvað þær greiðslur berast lengi, en yfirleitt ekki meira en ár. Því næst fer fram mat á því hvort viðkomandi geti farið í endurhæfingu sem er líkleg til að skila árangri. Ef svo er þá er sótt um endurhæfingarlífeyri, annars er sótt um örorkulífeyri. Viðkomandi getur einnig farið í örorkumat hjá lífeyrissjóði sínum.

Hvatning til kennara

Ragnar Halldórsson skrifar

Kennarar þurfa hvatningu og þakklæti eins og aðrir. Að fá jákvæð viðbrögð við góðri frammistöðu til að gera sitt besta. En þetta gleymist því miður allt of oft.

Aukið öryggi á norðlægum slóðum

Gunnar Alexander Ólafsson og Elvar Örn Arason skrifar

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á framkvæmd varnarstarfsins við Bandaríkin eftir brottför varnarliðsins árið 2006. Breyttar aðstæður á alþjóðavettvangi kölluðu á endurskoðun á stefnu íslenskra stjórnvalda í öryggis- og varnarmálum.

Getum við ekki lyft umræðunni upp á hærra plan?

Ólafur Sigurðsson skrifar

Heilsustofnun NLFÍ (HNLFÍ) þjónustar um 1.700-2.000 Íslendinga á ári. Stofnunin er með þjónustusamning við ríkið, þar sem tiltekið er hvaða þjónustu eigi að veita og hvað greitt er fyrir. Okkur reiknast til að við veitum ríkinu mjög ódýra þjónustu. Við fullyrðum einnig að starf HNLFÍ hefur skilað þjóðfélaginu aftur því sem lagt er í það, með heilbrigðari einstaklingum. Hér var líka tekið til hendinni í kjölfar kreppunnar. Skorinn niður kostnaður frá 2009 um tæp 30%. Þrátt fyrir það hefur okkur verið hótað meiri niðurskurði nánast árlega.

Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi

Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum

Kvikmyndahús – slæmur félagsskapur fyrir börn?

Pétur Rúðrik Guðmundsson skrifar

Sem foreldri reyni ég að koma í veg fyrir að börnin mín lendi í slæmum félagsskap, sem gæti skilið eftir sig ör alla þeirra ævi. Ég er mjög meðvitaður um hverjir eru að leika við börnin mín og hvar þau eru að leika sér. Ég reyni að fylgja samfélagslegum viðmiðum um útivistartíma og annað sem snýr að lögum og reglum gagnvart börnum mínum.

Leiðarahöfundur fari rétt með

Ögmundur Jónasson skrifar

Ólafur Þ. Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, vitnar í gamlar þingræður mínar um jafnréttismál í leiðara föstudaginn 31. ágúst. Það þykir mér ágætt. Enda fagna ég umræðu um jafnréttismál og mun gera mitt til að framhald verði á þeirri umræðu sem nú fer fram um þau.

Milton Friedman og farvegur peninganna

Guðmundur Edgarsson skrifar

Íár eru liðin 100 ár frá fæðingu eins skarpasta hagfræðings og þjóðfélagsgagnrýnanda 20. aldar, Nóbelsverðlaunahafans Miltons Friedman. Friedman var eins og flestir vita eindreginn talsmaður frjáls markaðar, lágra skatta og sem minnstra ríkisafskipta. Taldi hann að í grundvallaratriðum væri um tvö kerfi að ræða til að reka þjóðfélag: markaðskerfi og pólitískt kerfi. Munurinn á þessum tveimur kerfum kristallast í eftirfarandi lýsingu Friedmans á þeim leiðum sem fyrir hendi eru til að ráðstafa peningum. Friedman sagði að til væru fjórar leiðir til að eyða peningum.

Hvar er listinn Arion banki?

Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar

Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteinsson kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings.

Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar

Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar

Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Á jákvæðni og sátt erindi í forvarnarfræðslu?

Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Forvarnarfræðsla þekkist vel sem fræðsla um það sem ekki má. Ég á kröftugar minningar af forvarnarfræðslu um eiturlyf, þar sem öllum nemendum í unglingadeildinni var hóað saman upp á sal til að horfa á myndband þar sem farið var yfir hvað fíkniefnin hétu og hvernig þau væru helst notuð. Svo sagði einhver töff týpa að hann hefði notað eiturlyf mikið, að þau væru hættuleg og vinir hans hefðu dáið. Forvarnarfræðsla í

Öfundsýki út í yfirburðafólk

Bergur Hauksson skrifar

Mikið hefur verið fjallað um ráðningu starfsmanns hjá Þróunarstofnun Íslands. Það er undarlegt í þessu landi að ef stjórnmálamaður er ráðinn í opinbera stöðu þá eru alltaf einhverjir hælbítar sem rísa upp og segja að um klíkuráðningu sé að ræða.

Ísland meðal þróunarlanda?

Guðbjörn Jónsson skrifar

Í efnahagsmálum er nánast sama hvaða þætti við mælum, flest er mælt út frá svonefndri landsframleiðslu. Það er mælikvarði yfir allt sem framleitt er í landinu á einu ári. Fyrir Sameinuðu þjóðirnar halda AGS og Alþjóðabankinn sérstaka skrá um landsframleiðslu allra hundrað níutíu og tveggja aðildarlanda þeirra. Stjórnvöld hvers lands þurfa að gefa margvíslegar upplýsingar um rekstrarmál hvers þjóðfélags, sem svo er unnið í skrá sem framangreindar stofnanir sjá um að halda utan um.

Að læsa dyrum

Andrés Pétursson skrifar

Það er sérkennilegt en um leið sorglegt að fylgjast með enn einni tilraun andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusambandinu að stoppa ferli viðræðnanna. Þegar Alþingi samþykkti á lýðræðislegan hátt að hefja þessa vegferð þá litu margir á þetta sem einn möguleika af mörgum til að koma okkur út úr þeim vandræðum sem efnahagshrunið haustið 2008 olli okkur. Hvort það tekst á eftir að koma í ljós enda ekki búið að klára þessar viðræður. Síendurteknar fullyrðingar nei-sinna að ekki sé um neitt að semja eiga alls ekki við rök að styðjast enda höfum við Evrópusinnar margoft bent á dæmi um sérlausnir í aðildarsamningum annarra landa.

Stjórnarskrá allra Íslendinga

Eiríkur Bergmann skrifar

Þann 20. október næstkomandi göngum við Íslendingar til atkvæðagreiðslu um okkar eigin stjórnarskrá. Loksins. Við lýðveldistökuna árið 1944 var í nafni samstöðu ákveðið að gera nánast ekki aðrar breytingar en þær sem beinlínis lutu að stofnun hins nýja lýðveldis.

Óvissa sköpuð af stjórnvöldum

Það er með ólíkindum, að stjórnvöld í lýðræðisríki komist með dyggri aðstoð fjármálakerfisins upp með að innheimta milljarða króna af lánþegum landsins, án þess að fyrir því sé ein einasta lög- eða samningsbundin heimild. Það er einnig með ólíkindum, að embætti sem sett er á stofn sem hagsmunavörður lánþega geri fátt, lítið eða ekkert til að standa vörð um stjórnarskrárvarin réttindi lánþega þegar á reynir.

Er þörf á stefnubreytingu varðandi aðgengi og gjaldtöku?

Úlfar Antonsson skrifar

Á síðustu tuttugu árum hefur orðið mikil framþróun í fagmennsku í kringum ferðamennsku. Landið er aðgengilegra og auðvelt að ferðast um víðáttur þess. Mikil aukning er í afþreyingu; jeppaferðir, hellaskoðun, „riverrafting“, hestaferðir og köfun. Talað er um holskeflu ferðamanna. Innviðir ferðaþjónustu eru víða mjög bágbornir, þörf á úrbótum og nýfjárfestingum. Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á hvernig viðvera ferðamanna bæti nýtingu fastafjármuna, gististaða og samgöngumannvirkja og stuðli að aukinni fjölbreytni í þjónustu á landsbyggðinni. Þeir skila inn í landið nokkur hundruð milljörðum í tekjur á ári.

Einhverfa á Íslandi – Hvað gerðist?

Dr. Evald Sæmundsen skrifar

Fyrir skömmu skrifaði ég grein með spurningu um af hverju það væru efasemdir um fjölgun greindra tilfella með einhverfu og hvatti fólk til að horfast í augu við þá staðreynd að einhverfa er ekki sjaldgæf. Hún er til staðar í hamlandi mæli hjá 1,2% íslenskra barna og væntanlega hjá fullorðnum líka. Þessi tala er ekki innflutt frá Evrópu eða Norður-Ameríku, heldur afurð íslenskra rannsókna sem hafa staðið samfellt frá 1995.

Meirihluti telur Ísland á réttri leið

Sumri hallar, sumarleyfum lýkur og skólarnir hefjast. Lífið heldur áfram sinn vanagang. Margt er þó öðruvísi en fyrir fáeinum misserum. Margt hefur færst til hins betra eins og margir verða varir við. Við höfum þó ekki enn jafnað okkur fyllilega eftir áföll efnahagshrunsins. Vanskil eru enn óeðlilega tíð þótt vísbendingar séu um að úr þeim kunni að draga á næstunni.

Hver bað um þetta?

Sigurður Garðarsson skrifar

Það var heldur óskemmtilegt fyrir okkur sem starfað höfum um árabil við Ingólfstorg að skoða svonefnda verðlaunatillögu að breyttu skipulagi torgsins og nágrenni þess og sjá að búið er að þurrka okkur hreinlega út!

Valkostur í stjórnarskrármálinu

Í grein sem birtist í Fréttablaðinu í kjölfar búsáhaldabyltingar, snemma árs 2009, varpaði ég fram þeirri spurningu hvort það væri sanngjörn ályktun að lýðveldisstjórnarskráin hefði brugðist íslensku samfélagi og hvort það væri óhjákvæmilegur þáttur í viðreisn Íslands að byrjað væri frá grunni við mótun íslenskrar stjórnskipunar.

Áhættufé og gjaldeyrishöft

Sveinn Valfells skrifar

Fjórum árum eftir bankahrun eru almenningur og atvinnulíf enn í fjötrum gjaldeyrishafta. Falskt gengi brenglar allar ákvarðanir um fjárfestingar, höftin bjóða upp á spillingu, engin trúverðug lausn í sjónmáli. Krónan er "Disney dollar“, gjaldmiðill sem hvergi er hægt að nota nema innanlands.

Ruglingsleg þjóðaratkvæðagreiðsla

Birgir Ármannsson skrifar

Í grein hér í blaðinu sl. miðvikudag víkur Þorkell Helgason, fyrrverandi stjórnlagaráðsmaður, nokkuð að þeim spurningum, sem leggja á fyrir kjósendur í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem innanríkisráðuneytið hefur auglýst að fara eigi fram þann 20. október nk. Eins og fram kemur í greininni er ráðgert að spyrja annars vegar almennt hvort fólk sé fylgjandi því eða andvígt að tillögur stjórnlagaráðs frá síðasta ári verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, og hins vegar er spurt um afstöðu til fimm tiltekinna álitamála, sem tengjast stjórnarskránni. Þorkell lætur þess getið, að sé fólk sammála tillögu stjórnlagaráðs í einu og öllu hljóti það að svara almennu spurningunni og fjórum sértæku spurninganna játandi en einni, þeirri sem tengist þjóðkirkjunni, neitandi.

Þjóðin verður að leggja línurnar

Þorkell Helgason skrifar

Alþingi hefur ákveðið að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá 20. október nk.

ESB og lýðræðisrétturinn

Ögmundur Jónasson skrifar

Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu "utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu.

Staðreyndir um samsæri

Halldór Halldórsson skrifar

Ritstjóri Fréttablaðsins spyr í forystugrein í blaði sínu miðvikudaginn 22. ágúst vegna málefna fv. forstjóra Fjármálaeftirlitsins: Hvað varð um samsærið? Svolítið sérkennileg spurning, því ritstjóra fréttablaðs á að vera kunnugt um, að samsærið „gekk upp“ eftir mikla þrautagöngu stjórnar FME í tvö ár. Forstjórinn var rekinn vegna „huglægs mats“ lögfræðings og endurskoðanda, sem í þriðja lögfræðiáliti málsins komust að því sama og hin fyrri tvö, að engin lagaleg rök stæðu til þess að reka forstjórann!

Þegar niðurlæging og ofbeldi er fyndið og flott

Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Hvernig getum við bætt samfélagið okkar? Hvernig getum við hvert og eitt lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að samfélagið okkar temji sér siði, venjur, viðhorf og samskipti sem endurspegla ætíð jákvæð gildi? Gildi sem við erum öll sammála um á hátíðarstundum en virðast hreinlega afskrifuð við ákveðnar aðstæður eða atburði eins og þau eigi ekki við þar og þá sé bara eðlilegt og sjálfsagt að vaða fram með öðrum hætti.

Mótum betri samskiptaleiðir

Toshiki Toma skrifar

Reykjavíkurborg heldur fjölmenningarþing í annað skipti nú í nóvember og er undirbúningur þess í gangi. Umræðuefnin sem fjölmenningarþingið á að taka fyrir virðast vera margvísleg, eins og t.d. samræmi milli stefnu sveitarfélaga og ríkis, þjónusta ríkisstofnana, upplýsingamiðlun til og meðal innflytjenda, atvinna og menntun o.fl. Það er svo auðvitað frábært að ræðuefni verða einnig valin eftir óskum innflytjenda sjálfra. En valið er ekki svo auðvelt.

Endurhæfing heyrnarskertra

Kristbjörg Gunnarsdóttir skrifar

Samkvæmt könnun frá 2011, sem lögð var fyrir heyrnarfræðinga í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi, bendir margt til þess að íslenskir heyrnarfræðingar séu fastari í tæknihugsun en kollegar þeirra í Svíþjóð og Noregi. Ástæða þess getur verið margþætt en helst ber að nefna óskýrt lagaumhverfi í þessum málaflokki. Bæði í Svíþjóð og í Noregi er regluverk mun skýrara hvað varðar endurhæfingu heyrnarskertra en á Íslandi. Í Svíþjóð hafa hagsmunasamtök heyrnarlausra og heyrnarskertra til að mynda lagt fram skýra hugmynd um alla þá þætti sem mikilvægir eru við endurhæfinguna (Sjá www.hrf.se). Samkvæmt þeirri hugmynd er mikilvægt að endurhæfingin byggist á ýmsum öðrum þáttum en notkun heyrnartækja.

Misskilningur leiðréttur

Ögmundur Jónasson skrifar

Merkilegt hve miklum misskilningi var hægt að koma fyrir í örlitlu plássi í þættinum Frá degi til dags á leiðarasíðu Fréttablaðsins í byrjun síðustu viku. Þar er sagt að á mínu borði "liggi álit frá Mannréttindadómstól Evrópu sem taldi að brotið hefði verið á tveimur sjómönnum sem tóku sig til og veiddu án kvóta. Ögmundur…mætti gera þó ekki væri nema eitthvað.“

AAA – með a.m.k. tíu plúsum

Sighvatur Björgvinsson skrifar

Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. S

Sjá næstu 50 greinar