Krónan á þunnum ís, 1. hluti Zack Vogel skrifar 4. september 2012 06:00 Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakreppunnar og þjóðir heims líta nú til landsins í leit að lausnum á eigin vandamálum. Þetta þýðir ekki að Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert á móti stendur landið frammi fyrir óleystum vandamálum sem takast þarf á við á næstu árum. Á Íslandi búa 315.000 íbúar og þeir halda úti óháðum gjaldmiðli án þess að festa gengi hans við nokkurn annan gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er íslenska krónan. Íslendingar þurfa að svara þeirri spurningu hvort það sé heppilegt fyrirkomulag að búa áfram við krónuna. Fleiri afgerandi spurningar krefjast svara. Þessar spurningar snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit með starfsemi bankastofnana og fyrirkomulag og samhengi ríkisfjármála og peningamála. En lykilatriðið er að ákveða fyrirkomulag gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld þurfa að ákveða hvort halda skuli í krónuna sem lögeyri eða hvort taka skuli upp erlenda mynt sem lögeyri. Evra, Bandaríkjadalur og Kanadadalur hafa verið nefndir sem möguleikar ásamt fleiri myntum. Hvort sem niðurstaðan verður að halda krónunni eða sleppa henni mun sú stefnumörkun krefjast þolinmæði, ákveðni og fórna, en þar með eru líkindi leiðanna að mestu upptalin. Það er skynsamlegt fyrir íslensk stjórnvöld að vinna áfram að framgangi umsóknar að Evrópusambandinu og Evrópska myntsamstarfinu (ERM) með upptöku evru í huga. Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi mun taka mörg ár. Hindranir kunna að verða á þeirri leið sem geri hana ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó orðið landinu til blessunar ef tíminn væri nýttur til kerfisbreytinga sem auðvelduðu Íslendingum að sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann að virðast að taka upp aðra mynt en evru í stað krónunnar vegna þess óróleika og verðbólguhættu sem er á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóðmyntar annars lands er mjög áhættusöm vegna þess að ólíklegt er að hagsveifla og þar með peningastefna heimalands myntarinnar og Íslands séu í takt. Einhliða upptaka þjóðmyntar annars lands yki stórlega líkindin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi. Rekja má ástæðu þess að Íslendingar vilja losa sig við krónuna til reynslu þeirra frá október 2008. Enginn Íslendingur hefur áhuga á að endurupplifa þá óvissu og það verðmætatap sem fylgdi gengisfalli krónunnar. Ég vil halda því fram að þessi martraðarkennda reynsla Íslendinga sé nánast ávallt niðurstaðan þegar stjórnvöld sem búa við fljótandi gengi leyfa myntinni að styrkjast mikið umfram jafnvægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld gengu lengra en að leyfa myntinni að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir beinlínis ýttu undir frekari styrkingu þó það hafi ekki verið ætlunin. Hækkun stýrivaxta án þess að gripið væri til takmarkana á innflæði erlends fjármagns dró slíkt fjármagn til landsins í áður óþekktum mæli. Innflæði fjármagns fylgdi bóla í fasteignaverði og verði annarra eigna, útblásinn bankageiri, útrás og útlánaþensla. Allt þetta má í mismiklum mæli rekja til haftalausrar styrkingar gengis krónunnar á sínum tíma. Það að taka upp Kanadadal, evru eða Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verðbólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og auðvelda Íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir. En þessi ávinningur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn felst í því að íslensk stjórnvöld tapa stjórntækjum. Sé ekið eftir rólegri fáfarinni götu er hægt að taka hendur af stýri um stund. En deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll kemur úr gagnstæðri átt er mikilvægt að grípa um stýrið til að forðast vandræði. Að taka upp mynt annars lands þar sem efnahagslífið lýtur öðrum lögmálum og þar sem hagsveiflan er ekki í takt við hagsveiflu á Íslandi svipar til þess að láta stýrið á bílnum í hendur geðstirðs frænda í aftursætinu. Uppbygging atvinnulífs á Íslandi er sérstök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski. Hagsveifla á Íslandi kann að vera í takt við Kanada og Evrópu um hríð, en komi til þess að hagsveiflur þessara landa færist úr takti væri Ísland fórnarlamb peningastefnu sem sniðin væri að vandamálum annars lands. Að taka upp mynt annars lands þýðir að ekki er hægt að nota peningapólitísk og gengispólitísk stjórntæki til að takast á við sérstök íslensk hagstjórnarvandamál. Það er umstang og óvissa fólgin í því að skipta um mynt. Því kann mörgum að þykja eðlilegt að halda krónunni til að forðast slík óþægindi. En það kostar líka talsvert umstang og fórnir að halda krónunni. Gengi krónunnar þarf að veikjast hægt og bítandi uns þess er ekki lengur þörf að beita valdboði til að halda erlendu fjármagni föngnu innanlands. Hægt og bítandi þarf að snúa gjaldeyrishöftum við þannig að hægt sé að nota ríkisfjármálin til að örva jafnan og góðan hagvöxt og til að halda verðbólgu í skefjum. Ekki ætti að nota stýrivaxtahækkanir sem agn til að lokka að erlenda fjárfesta, þvert á móti er slíkum hækkunum ætlað að kæla hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá þarf að halda krónunni viðvarandi veikri þannig að grimmir og fjárhagslega sterkir gjaldmiðlaspekúlantar sýni henni ekki áhuga. Íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið til að landið geti varið stöðu sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð. Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði það markmið, með gjaldeyrismarkaðsinngripum, að halda krónunni 10-20% veikari en svari til jafnvægisgengis hennar. Smæð landsins ætti að hjálpa til við að halda krónunni veikri og landsmenn ættu ekki undir neinum kringumstæðum að reyna að styrkja veikt gengi hennar. Í næstu grein mun ég fjalla um reynslu ríkja Suður-Ameríku og draga tillögur mínar saman. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ítarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar