Burt með allt pukur og baktjaldamakk Jakob F. Ásgeirsson skrifar 5. september 2012 06:00 Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins frá því opinberlega að „starfshópur" væri að útfæra þá hugmynd að val á framboðslistum flokksins í næstu alþingiskosningum færi fram „á fulltrúaráðsfundi" eins og það var orðað. Flesta stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hefur vafalaust sett hljóða við þessi tíðindi. Hverjir skyldu helst mæla fyrir þessari fráleitu hugmynd? Jú, það eru væntanlega fylgismenn þeirra kjörinna fulltrúa flokksins sem gagnrýnislaust stigu trylltan hrunadansinn með skuldakóngum „útrásarinnar". Þeir hafa, að sögn, hreiðrað um sig í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins og virðast stundum hafa það eitt markmið að treysta stöðu sinna manna, tryggja að þeir haldi sínu sæti í goggunarröðinni. Þetta er kannski meginskýringin á þeirri gjá sem á undanförnum árum hefur myndast milli flokksapparatsins og almennra fylgismanna Sjálfstæðisflokksins. Í flokkskerfinu hugsa menn fyrst og fremst um innanflokksvaldabrölt en almennum stuðningsmönnum flokksins er hins vegar efst í huga að standa vörð um sjálfstæðisstefnuna. Þess vegna væri flokksapparatinu vel trúandi til þess að fara þessa fráleitu leið. Viðhlæjendur skuldakónganna telja sig eiga vísan meirihluta meðal þeirra sem hafa rétt til þess að sækja fulltrúaráðsfundi Sjálfstæðisflokksins. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að almennir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins láti heyra í sér og komi í veg fyrir þessa ósvinnu. Þeir sem kjörnir hafa verið til trúnaðarstarfa í nafni Sjálfstæðisflokkinn eiga ekki flokkinn. Það eru stuðningsmenn flokksins sem eiga Sjálfstæðisflokkinn. Kjörnir fulltrúar flokksins starfa í umboði þeirra og ef stuðningsmönnunum finnst þeir hafa brugðist trausti sínu eiga þeir skilyrðislaust að víkja. Það er hin lýðræðislega aðferð. Sjálfstæðisflokkurinn endurvinnur ekki traust kjósenda nema með því að bjóða almennum stuðningsmönnum upp á tækifæri til rækilegrar endurnýjunar á framboðslistum flokksins.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar