Hvar er listinn Arion banki? Jón Ásgeir Jóhannesson skrifar 1. september 2012 06:00 Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteinsson kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. Frásögn Víglundar var kunnugleg. Það voru einmitt þessi orð sem ég heyrði haustið 2010 frá fyrrum starfsmanni Arion banka þegar hann hringdi í mig og tilkynnti mér að Arion banki ætlaði að taka Haga hf. af fjölskyldu minni. Félagið sem við höfðum byggt upp í rúm 20 ár og hófst með opnun Bónuss árið 1989. Ég spurði þennan starfsmann hvers vegna. Honum varð fátt um svör. Hann viðurkenndi að engin rök stæðu fyrir því að aðrir myndu reka Bónus betur en fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið. Ófarir okkar væru tengdar fjárfestingum í ólíkum geira þar sem hlutabréf í Högum höfðu verið sett að veði. Eftir snörp orðaskipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: "Þú ert á listanum!" "Hvaða lista?" spurði ég. "Nú listanum um aðila sem á að kála." Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hlutabréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: "Þú ert á listanum." Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Mér þóttu það nokkur tíðindi þegar Víglundur Þorsteinsson kom fram og sakaði Arion banka hf. um að hafa gengið harðar fram gegn sér en öðrum skuldurum bankans og sagði að hann og hans félag hefðu verið á sérstökum lista innan bankans. Á þeim lista hefðu verið lífvænleg fyrirtæki, sem bankinn hefði ákveðið að taka frá eigendum sínum til að laga ójöfnuð á milli gamla Kaupþings og nýja Kaupþings. Frásögn Víglundar var kunnugleg. Það voru einmitt þessi orð sem ég heyrði haustið 2010 frá fyrrum starfsmanni Arion banka þegar hann hringdi í mig og tilkynnti mér að Arion banki ætlaði að taka Haga hf. af fjölskyldu minni. Félagið sem við höfðum byggt upp í rúm 20 ár og hófst með opnun Bónuss árið 1989. Ég spurði þennan starfsmann hvers vegna. Honum varð fátt um svör. Hann viðurkenndi að engin rök stæðu fyrir því að aðrir myndu reka Bónus betur en fjölskyldan sem stofnaði fyrirtækið. Ófarir okkar væru tengdar fjárfestingum í ólíkum geira þar sem hlutabréf í Högum höfðu verið sett að veði. Eftir snörp orðaskipti við starfsmann Arion banka viðurkenndi hann og sagði þjóstuglega: "Þú ert á listanum!" "Hvaða lista?" spurði ég. "Nú listanum um aðila sem á að kála." Bankinn tók síðan Haga yfir og setti á markað. Allt gott og blessað og góðir drengir komu að borðinu, en bankinn seldi hlutabréfin á 40% lægra verði en því sem fjölskylda mín og erlendir fjárfestar höfðum boðið í félagið. Einu svörin voru: "Þú ert á listanum." Ég skora hér með á Arion banka hf. að birta listann og segja frá hver bjó hann til. Það eru of margir sem vita að hann er til – það er ekki hægt að þegja lengur. Hvaða listi var svo merkilegur að það var óhætt að taka eignir af mönnum sem kunnu með þær að fara og höfðu byggt upp og í ofanálag selja þær eignir á lægra verði en bankinn gat selt þær á?
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun