Hvað ef það væri þitt barn? Bryndís Jónsdóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunnskóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafnvel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunnskólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki samleið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu… eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sérskólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitíkusar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugsunina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna!
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun