Fleiri fréttir

Afhjúpandi áætlun

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga.

Vopnavæðing

Magnús Guðmundsson skrifar

Markmið hryðjuverka hefur alltaf verið að valda ótta og sundrungu í samfélaginu. Að leitast við að koma í veg fyrir að fólk geti um frjálst höfuð strokið

„Féll og hélt velli“

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Vinur minn Aðalgeir Arason hefur stundum ort slitrur um þjóðarleiðtoga þegar mikið hefur legið við, samanber hina alkunnu vísu um Khomeini erkiklerk sem hefst á línunni "Tehe- klerkur ræður -ran“ – eða Flóabardaga sem hefur fyrripartinn: "-ssein er heppinn Saddam Hú / siðum -hammeðs fylgir Mú-.“

Minna fúsk?

Birgir Hermannsson skrifar

Minna fúsk, meiri Björt framtíð! var slagorð Bjartrar framtíðar í síðustu kosningabaráttu.

Allt það sem er bannað?…

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt.

Áfram Boot Camp!

Ívar Halldórsson skrifar

Á þessu sumri fagna ég tíunda Boot Camp árinu mínu!

Makleg málagjöld May

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Úrslit kosninganna í Bretlandi komu vægast sagt á óvart.

Galdurinn við beinar útsendingar

Logi Bergmann skrifar

Ég sat í fyrrinótt og fylgdist með bresku kosningunum. Alltof lengi og var alltof spenntur fyrir einhverju sem ég, þegar ég hugsa um það í alvörunni, hef í raun engan sérstakan áhuga á. En samt, ofsa spenntur. Ég get ekki alveg útskýrt hvað það er sem mér finnst svona spennandi. Ég er ekki einu sinni alveg viss um með hverjum ég held.

Costco og börnin

Óttar Guðmundsson skrifar

Sálfræðingum hefur fjölgað mikið enda kenna þrír háskólar í landinu um furður sálarlífsins. Mikill fengur er að þessu vel menntaða fólki sem er farið að láta að sér kveða á æ fleiri sviðum.

Upphefðin

Hörður Ægisson skrifar

Það er gömul saga og ný að á Íslandi kemur upphefðin ávallt að utan. Samkvæmt nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar fengu erlendir ráðgjafar stjórnvalda hátt í 400 milljónir í sinn hlut vegna vinnu við áætlun um afnám hafta 2014 og 2015. Greiðslur til helstu íslensku ráðgjafanna námu um 73 milljónum.

Darkness on the Edge of Town

Bergur Ebbi skrifar

Þessi pistill hefst í Ameríku í brúngulum 8. áratugnum. Ímyndið ykkur djúpa gula sjöu sem þið þekkið úr períódumyndum eins og Dazed and Confused eða Virgin Suicides; iðandi amerískt moskító-úthverfasumar með síðhærðum, hassreykjandi slakkerum í köflóttum seventís-skyrtum starandi á converse skó sína þar sem þeir lötra eftir heitum gangstéttum.

Merking(arleysi)

María Rún Bjarnadóttir skrifar

Einu sinni, seint um kvöld, sat íslensk kona við árbakka í Hiroshima í Japan. Hún var að fylgjast með börnunum sínum henda steinum í ána. Maðurinn hennar las ferðamannaskilti við laskað hús fyrir aftan þau. Húsið er minnisvarði um fólkið sem dó þegar kjarnorkusprengjan sprakk þar 70 árum áður.

Óstöðugleiki krónunnar vandamál

Ingólfur Bender skrifar

Stöðug og góð rekstrarskilyrði eru lykilforsendur vaxtar iðnfyrirtækja líkt og annarra fyrirtækja en með stöðugleikanum er skotið rótum undir langtíma hagvöxt og aukna velmegun hér á landi til hagsbóta fyrir íslensk heimili. Miklar sveiflur í íslensku efnahagslífi eru því ljóður á því umhverfi sem við bjóðum íslenskum fyrirtækjum.

Að auka ójöfnuð!

Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er.

Setjum hjartað í málið

Bubbi Morthens skrifar

Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru "oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa "guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt "guð minn góður“!

Orð í tíma töluð

Hjörleifur Hallgrímsson skrifar

"Ég er búinn að vera formaður í Félagi eldri borgara í Reykjavík í aðeins í nokkrar vikur. Mér blöskrar hvernig ástandið er. Ég skammast mín fyrir þá deyfð og áhugaleysi, sem ríkir meðal þeirra, sem ráða för og eiga að gæta velferðar og virðingar gagnvart hagsmunum eldri borgara,“ segir Ellert B. Schram í ágætri grein í Fréttablaðinu fyrir stuttu.

Rauð nef skipta máli

Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar

Dagur rauða nefsins er í dag! Rauða nefið táknar gleði og hlátur, nokkuð sem ætti að vera stór hluti af lífi allra barna – en er það því miður alltof oft ekki. Með því að setja upp #rauttnef lýsir fólk yfir stuðningi við réttindi barna á heimsvísu og deilir þeirri sannfæringu að öll börn eigi rétt á góðu og hamingjuríku lífi, hvar í heiminum sem þau kunna að hafa fæðst.

Er skjárinn að skelfa þig?

Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Nýrri tækni fylgja tækifæri en líka áskoranir. Foreldrar standa frammi fyrir gjörbreyttu umhverfi og þurfa að huga að uppeldi á fleiri sviðum en áður. Skiljanlega vilja foreldrar leiðsögn, núna strax, en vandinn er sá að enn sem komið er er ekki til umfangsmikill rannsóknargrunnur að byggja á.

Breska tímavélin

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Gengið er til þingkosninga í Bretlandi í dag. Flest bendir til að Íhaldsmenn hafi nauman sigur og verji hreinan meirihluta sinn. Það breytir því ekki, að kosningabaráttan hefur verið stanslaus þrautaganga fyrir Theresu May forsætisráðherra.

Kveðjur frá Kaliforníu

Þorvaldur Gylfason skrifar

Fjölbreytni er jafnan talin eftirsóknarverð, svo í mannlegu félagi sem í ríki náttúrunnar. Ráðdeildarsamt fólk setur eggin sín ógjarnan öll í eina körfu. Það er hygginna manna háttur að dreifa áhættu.

Opið bréf til Dags B. Eggertssonar

Marta Guðjónsdóttir skrifar

Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast.

Herramaður úr norðri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Nei, nei, nei, nei. Ef það er ekki maðurinn sem kostaði okkur leikinn,“ sagði starfsmaður í vegabréfaeftirlitinu í Keflavík við mig kvöld eitt í nóvember 2013.

Aðhald eða einkafjármagn

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar

Samþykkt ríkisfjármálaáætlunar næstu fimm ára hvarf aðeins í umræðunni um fúsk stjórnarflokkanna við skipan dómara í Landsrétt. Nú hefur stjórnarmeirihlutinn samþykkt þá sýn sem hann hefur á samfélagið næstu fimm árin. Og sú sýn á lítið skylt við loforðin sem hljómuðu svo vel fyrir kosningar, ekki síst þegar kemur að heilbrigðismálum.

Hollvinavæðing

Ögmundur Bjarnason skrifar

Eitt af því sem vekur eftirtekt þegar snúið er heim eftir langdvalir í nágrannaríkjum eru tíðar fégjafir íslensks almennings til grundvallarsamfélagsþjónustu. Stöðugt berast fregnir af ölmusu félagssamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til svokallaðra ríkisstofnana.

Áhrif erfðamengunar á villta laxastofna

Arnar Pálsson skrifar

Erfðamengun verður við blöndun alidýra og villtra ættingja þeirra. Hún leiðir til minni lífslíka blendinganna og hefur neikvæð áhrif á viðgang villtra tegunda. Erfðamengun er ólík annarri mengun, því hún einskorðast við tegundir sem geta æxlast við tiltekin eldisdýr eða plöntur.

Að láta hjartað eða skynsemina ráða

Hulda Vigdísardóttir skrifar

"Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. "Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram.

Sjálfbær nýting íslenska þorskstofnsins

Kristján Þórarinsson skrifar

Vel heppnuð endurreisn íslenska þorskstofnsins er, að mínu mati, langmikilvægasti árangur á sviði sjálfbærni sem náðst hefur í stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum.

Framtíð íslenskrar tungu

Tryggvi Gíslason skrifar

Undanfarið hefur allmikið verið rætt og ritað um ensk heiti íslenskra fyrirtækja. Ástæðan er sú, að síðara hluta maímánaðar tók Flugfélag Íslands upp nafnið Air Iceland Connect.

Hrákasmíð

Magnús Guðmundsson skrifar

"Ætíð vill valdið sinn vilja hafa,“ stendur víst einhvers staðar og má til sanns vegar færa þegar íslenskt samfélag er annars vegar. Einhverra hluta vegna er málum þannig háttað á Íslandi að sá einn ræður sem mest hefur valdið, óháð visku, samræðu eða einfaldlega hvort viðkomandi kemst að bestu mögulegu niðurstöðu fyrir heildina.

Í faðmi dragdrottninga

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Ég er búin að finna mér nýtt athvarf. Í þessu athvarfi er allt kunnuglegt og gott og dreifir huganum. Ég leita þar skjóls ef mér finnst lífið yfirþyrmandi. Þetta athvarf, þetta afdrep höfuðs sem íþyngir mér stundum, er um þessar mundir í semelíusteinaskreyttum faðmi dragdrottninga.

Varúð: Kona undir stýri!

Rakel Sveinsdóttir skrifar

Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn.

Beint lýðræði í menntamálum

Halldór Auðar Svansson og Þórlaug Ágústsdóttir skrifar

Beint lýðræði snýst um að þú getir haft bein áhrif á það sem skiptir þig máli. Beint lýðræði snýst ekki um að hafa skoðun á öllu alltaf, heldur að geta haft áhrif á það sem skiptir mann máli.

Kenning Einsteins um vitfirru; Á hún við um krónuna?

Ole Anton Bieltvedt skrifar

Eins og flestir vita, var Albert Einstein einn mesti stærðfræðingur, eðlisfræðingur og hugsuður síðustu aldar. Hann setti m.a. fram afstæðiskenninguna, og þegar hann var spurður, hvað afstæða væri, var svarið þetta: "Ef þú situr með fallegri stúlku í tvo tíma, er það eins og ein mínúta, en, ef þú situr á heitum ofni í eina mínútu, er það eins og tveir tímar.“

Ráðherra á refilstigum

Þröstur Ólafsson skrifar

Það er athyglisvert að hlusta á utanríkisráðherra lýðveldisins ræða um málefni granna okkar í Evrópu. Það fer ekki á milli mála að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga við mikil talmein að stríða þegar þeir þurfa að minnast á ESB án þess að hreyta úr sér ónotum eða skammaryrðum.

Tröppur á hjúkrunarheimili

Sesselja Guðmundsdóttir skrifar

Móðir mín (94 ára) fór á hjúkrunarheimilið Víðihlíð í Grindavík fyrir um tveimur mánuðum og var búin að bíða eftir vist í nokkur ár. Heimilið er ríkisrekið. Þar eru enn tveggja manna herbergi þannig að móðir mín deilir litlu herbergi með ókunnri konu.

Ekki vera fáviti

Bergsteinn Jónsson skrifar

„Borg verður óbyggðir, barnið er stuck þar,“ syngur Kött Grá Pje í lagi dags rauða nefsins og vísar til milljóna barna sem eru fórnarlömb átaka og ofsókna um allan heim.

Óskhyggja

Þorbjörn Þórðarson skrifar

Líklegt er að umræða um lögreglu- og öryggismál verði áberandi síðustu dagana í kosningabaráttunni fyrir bresku þingkosningarnar á fimmtudag.

Ráð til að hætta að trumpast

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar

Þegar þér finnst þú hafa horn í síðu einhvers, skýtur jafnan upp kollinum púkaleg hugsun sem leiðir þér fyrir sjónir hvernig hægt er að ná fram hefndum og hvernig þér ber, með stórkallalegum hætti, að koma í veg fyrir að einhver geri þér skráveifu framvegis.

Samfélagsskýrslum fyrirtækja fjölgar

Fanney Karlsdóttir og Ketill Berg Magnússon skrifar

Fyrirtæki og aðrar skipulagsheildir gera í auknum mæli grein fyrir áhrifum sínum á umhverfið og samfélagið með svokölluðum umhverfis- og/eða samfélagsskýrslum.

Sjá næstu 50 greinar