Að auka ójöfnuð! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 9. júní 2017 09:00 Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu hefur fáa góða kosti en fleiri ókosti. Aðalkostur þess er að loks er komið hámarksþak á kostnað einstaklinga fyrir tiltekna þætti heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Eins mikið gleðiefni og hámarksþakið er, er það líka stærsti ókostur kerfisins, þ.e. hve hátt það er. Hámarksþakið fyrir almenna greiðendur er um 70 þúsund krónum fyrir 12 mánaða tímabil fyrir langflesta en fyrir færri getur hann orðið um 50 þúsund á ári (fer eftir notkun síðustu sex mánaða). Fyrir fólk með lægri launatekjur er þetta kerfi einfaldlega of hátt og í raun verra en það kerfi sem gilti áður. Kona sem fór fimm sinnum til sérfræðilækna á ári þurfti að greiða um 37 þúsund krónur í gamla kerfinu, en í nýja kerfinu þarf hún að greiða 65.000 krónur. Af hverju er þessi mikli munur? Jú, í gamla kerfinu var hver heimsókn til sérfræðings niðurgreidd að hluta og afsláttarmörkin lágu við 35.000 krónu þak. Í nýja kerfinu fara niðurgreiðslur ríkisins ekki að tikka fyrr en fólk hefur greitt allt að 70 þúsund krónur á ári. Í nýja kerfinu munu 45.000 einstaklingar greiða minna en áður fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna. Um 110 þúsund manns koma til með að greiða það sama og í gamla kerfinu. Aftur á móti munu 115 þúsund manns greiða meira í nýja kerfinu en í því gamla. Ef ríkið legði meira fjármagn til kerfisins eða m.ö.o. fleiri greiðendur (skattgreiðendur) kæmu að því, mætti auka jöfnuð í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Þetta er því miður ekki gert heldur er um að ræða millifærslukerfi frá þeim sem nota heilbrigðiskerfið lítið til þeirra sem nota það mikið.Frestun á læknisheimsóknum Tökum dæmi af konu sem vinnur láglaunastarf og er á leigumarkaði. Hún er með í laun um 290 þúsund (nettó 228 þúsund) á mánuði. Eftir greiðslu leigu, matar og annars er ekki mikið eftir til ráðstöfunar. Heimsókn til kvensjúkdómalæknis kostar 14.000 kr. (8.000 kr. í gamla kerfinu) sem gæti reynst brekka hjá viðkomandi ef ekki óyfirstíganleg hindrun. Almennt þurfa konur að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu í nýja kerfinu en í því gamla, af þeirri einföldu ástæðu að konur nota þjónustu heilbrigðiskerfisins meir en karlmenn. Hið háa hámarksþak vinnur auk þess meira gegn konum en körlum þar sem hlutfallslega fleiri konur eru í láglaunastéttum en karlmenn. Til viðbótar þessu, þá er lyfjakostnaður fyrir utan hið nýja greiðsluþáttökukerfi og leggst hann því ofan á þessar greiðslur. Það er gagnrýnisvert hve hátt hámarksþakið er, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fleiri og fleiri hafa frestað heimsóknum til læknis vegna kostnaðar. Ég óttast að enn fleiri komi til með að fresta því að fara til læknis í nýja kerfinu. Að mínu mati er lag að lækka hámarksþak einstaklinga vegna heilbrigðiskostnaðar. Ef gera á þá heilbrigðisþjónustu gjaldfrjálsa sem þetta nýja greiðsluþátttökukerfi ríkisins nær til (komur til heilsugæslustöðva, lækna, sjúkrahúsa, göngudeildir, rannsóknir og greiningar og þjálfun) mundi það kosta ríkissjóð um sjö milljarða króna á ári. Það er verðugt markmið að stefna að. Svo skemmtilega vill til að fyrrnefnd upphæð er nánast sú sama upphæð og þeir sem eiga fjármagn í skattaskjólum, þyrftu að greiða í skatt en gera ekki í dag. Þegar hámarksgreiðslur notenda í heilbrigðisþjónustu eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga heldur á sá kostnaður að dreifast í meiri mæli á alla skattgreiðendur og ná til fleiri þátta heilbrigðisþjónustu eins og gert er annars staðar á Norðurlöndunum. Þannig er hægt að ná þeim jöfnuði í aðgengi að heilbrigðisþjónustu sem einkennir velferðarkerfi annarra Norðurlanda. Ólíkt þeim sem ákváðu hámarksþakið og eru á kjararáðslaunum, þá finnur fólk í láglaunastörfum fyrir því hve hátt hámarksþakið er og þeim ójöfnuði sem í því felst. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun