„Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu“ Jónína Magnúsdóttir og skrifa 7. júní 2017 13:26 Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Frá árinu 2004 hafa 3.952 einstaklingar lokið raunfærnimati. Raunfærnimat fer aðallega fram á starfsnámsbrautum og í iðngreinum, en einnig á móti viðmiðum í atvinnulífinu. Í mati á raunfærni fær einstaklingurinn metna starfsreynslu sína gagnvart viðmiðum í viðeigandi námskrá. Sem dæmi um hvar hefur verið metið má nefna einstaklinga sem hafa mikla reynslu af skrifstofustörfum, verslunar- og þjónustustörfum, fiskvinnslu, sjómennsku, fiskeldi, úr mötuneytum/eldhúsum, smíðum og rafvirkjun. Hægt er að sjá á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is í hvaða greinum mat hefur farið fram. Þar er einnig hægt að finna upplýsingar um símenntunarmiðstöðvar um allt land sem geta veitt nánari upplýsingar um raunfærnimat og hvernig skal bera sig að. Hér fyrir neðan sjáum við svo reynslusögur sem sýna ávinning einstaklinga sem hafa farið í gegnum raunfærnimat í hinum ýmsu greinum.Kristinn SigurjónssonKristinn Sigurjónsson sölumaður í FríhöfninniRaunfærnimat í Verslunarfagnámi hjá MSS Aðalástæðan fyrir því að ég fór í raunfærnimat var að mig langaði í háskólanám. Ég lauk ekki stúdentsprófi á sínum tíma en kláraði verslunarskólanám í Danmörku. Hefur alltaf langað til að starfa í markaðsgeiranum og langaði í viðskiptafræði í HÍ. Ég hafði því samband við Jónínu náms- og starfsráðgjafa og fór í raunfærnimat og átti eftir það auðveldara með að sækja um í háskólanum. Í dag stunda ég nám í Háskóla Íslands með fullri vinnu og gengur vonum framar. Hef þroskast mikið sem einstaklingur og öðlast áhuga fyrir námi. Ég er með mikla lesblindu sem hefur fram að þessu haft neikvæð áhrif á mig. Háskóli Íslands býður upp á mjög góða þjónustu fyrir þá sem eiga við námsörðugleika að stríða. Raunfærnimatið hefur fært mér vilja og trú á að ég geti lært og ég myndi ráðleggja öllum að skrá sig í raunfærnimat hjá næstu símenntunarstöð. Það er ómetanlegt að fá starfsreynslu sína metna fyrir nám og gefur af sér óteljandi nýja möguleika í lífinu.Bryndís Rúnarsdóttir.Bryndís Rúnarsdóttir matartæknir í Landsbankanum Raunfærnimat í Matartækni hjá MSS í samstarfi við Iðuna fræðslusetur Ég ákvað að fara í raunfærnimat vegna þess að ég þekkti manneskju sem hafði farið í svona mat. Hún reyndi á sínum tíma að fá mig með en ég var ekki tilbúin þá en sá alltaf eftir því þegar ég sá hjá henni hvað þetta var einfalt. Svo var mér bent á að það væri verið að bjóða upp á raunfærnimat hjá MSS og ákvað að slá til. Síðan matið fór fram er ég búin að klára nám í matartækni frá MK sem ég kláraði á 3 önnum með vinnu. Ég fékk helling metið í raunfærnimatinu, var líka búinn með ensku, dönsku, íslensku og stærðfræði svo það var góð byrjun á náminu. Ég myndi segja við þann sem er að hugsa um að fara í svona mat að drífa sig því þetta er algjör snilld að eiga möguleika á því að ná sér í réttindi með svona auðveldum hætti. Mér finnst ég öruggari í starfi eftir matið og svo standa mér fleiri möguleikar til boða í starfi. Robert Henry VogtRobert Henry Vogt - gæðastjóriRaunfærnimat í fisktækni hjá MSS Ég lenti í óhappi út í sjó sem gerði mig óvinnufæran og vildi nýta tímann á meðan. Ég fór í MSS í Reykjanesbæ til að skoða hvaða námskeið væru í boði. Hitti þar hana Jónínu starfs- og námsráðgjafa og hún benti mér á þessa leið. Fór fyrst í sterkari starfsmaður og í framhaldi af því þá kom sú umræða upp hvort ekki væri gott að senda mig í raunfærnimat. Fór semsagt í raunfærnimat og kláraði í framhaldinu fisktækninn. Tók síðan viðbótanám í Gæðastjórnun. Nú er ég að skoða í kringum mig varðandi vinnu í þessum efnum. Ég hvet alla eindregið til að fara í raunfærnimat á meðan það býðst. Þetta gefur manni forskot í námið. Að fara í nám á mínum aldri virkar eins og vítamínsprauta í tilveruna.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar