Allt það sem er bannað?… Helga Vala Helgadóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt. Að undanförnu hefur þjóðfélagsumræðan hverfst um það hvort koma Costco til landsins geri okkur gott eða illt. Mér finnst það eitt merki um það hversu ágætt við höfum það að við skulum í alvöru tala okkur hás um matvöruverslun. Þetta er jú bara búð, ekkert merkilegri eða ómerkilegri en það, en fjölmiðlar fjölluðu varla um annað dögum saman. Annað merki um hversu gott við höfum það er að við séum endalaust að búa til boð og bönn í kringum börnin okkar. Sem dæmi um slíkt er að nú hefur hverfisíþróttafélögum verið bannað að heimsækja skólana af tillitssemi við þau börn sem ekki vilja eða geta farið í íþróttir. Ég skil ekki alveg hvert við erum komin með þessa meintu ofurtillitssemi við sálarlíf barna. Við erum farin að koma fram við blessuð börnin eins og algjörlega heilalausar skepnur sem geti orðið fyrir stórskaða við hvert fótmál. Er ég kannski svona illa áttuð þegar ég leyfi alls konar stórhættulega innrætingu og aðstæður hjá börnum mínum án þess að gera mér grein fyrir hversu miklu tjóni þau verða fyrir á hverjum degi. Þau fá hvort tveggja að stunda íþróttir og jafnvel þiggja stuttermaboli sem merktir eru svaladrykkjum eða öðrum stórhættulegum vörum og fyrirtækjum. Boð og bönn eru ágæt í sjálfu sér, en erum við ekki aðeins að ruglast hérna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun
Mikið erum við heppin. Við búum í friðsælu ríki þar sem flestir hafa það ágætt. Vissulega höfum við það misgott en hér ríkir a.m.k. friður og ákveðið frelsi auk þess sem grundvallarmannréttindi eru alla jafna virt. Að undanförnu hefur þjóðfélagsumræðan hverfst um það hvort koma Costco til landsins geri okkur gott eða illt. Mér finnst það eitt merki um það hversu ágætt við höfum það að við skulum í alvöru tala okkur hás um matvöruverslun. Þetta er jú bara búð, ekkert merkilegri eða ómerkilegri en það, en fjölmiðlar fjölluðu varla um annað dögum saman. Annað merki um hversu gott við höfum það er að við séum endalaust að búa til boð og bönn í kringum börnin okkar. Sem dæmi um slíkt er að nú hefur hverfisíþróttafélögum verið bannað að heimsækja skólana af tillitssemi við þau börn sem ekki vilja eða geta farið í íþróttir. Ég skil ekki alveg hvert við erum komin með þessa meintu ofurtillitssemi við sálarlíf barna. Við erum farin að koma fram við blessuð börnin eins og algjörlega heilalausar skepnur sem geti orðið fyrir stórskaða við hvert fótmál. Er ég kannski svona illa áttuð þegar ég leyfi alls konar stórhættulega innrætingu og aðstæður hjá börnum mínum án þess að gera mér grein fyrir hversu miklu tjóni þau verða fyrir á hverjum degi. Þau fá hvort tveggja að stunda íþróttir og jafnvel þiggja stuttermaboli sem merktir eru svaladrykkjum eða öðrum stórhættulegum vörum og fyrirtækjum. Boð og bönn eru ágæt í sjálfu sér, en erum við ekki aðeins að ruglast hérna?