Hollvinavæðing Ögmundur Bjarnason skrifar 8. júní 2017 07:00 Eitt af því sem vekur eftirtekt þegar snúið er heim eftir langdvalir í nágrannaríkjum eru tíðar fégjafir íslensks almennings til grundvallarsamfélagsþjónustu. Stöðugt berast fregnir af ölmusu félagssamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til svokallaðra ríkisstofnana: safnað er fé til tækjakaupa á Landspítala og til viðhalds grunnþjónustu á smærri sjúkrahúsum, foreldrar safna fé til kaupa á bókakosti við skóla, ef ekki viðhalds á skólabyggingum, og jafnvel lögreglunni er fært söfnunarfé til kaupa á nauðsynlegum tækjabúnaði. Á stærsta sjúkrahúsi landsins eru heilu sjúkradeildirnar innréttaðar með uppgjafahúsgögnum einkafyrirtækja, og á heimasíðu sömu stofnunar leiðir einn af þremur mest áberandi hlekkjum á síðu styrktar- og gjafasjóðs til spítalans. Maður fer þá að velta því fyrir sér hvernig hugsunin sé að reka svonefndar ríkisstofnanir ef ekki fyrir reikning ríkissjóðs. Kannski svarið liggi í því sem hefur verið í fréttum undanfarið af þeim sem núna stýrir ríkissjóði: Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík heitir merkilegur félagsskapur sem ekki hefur verið á hvers manns vitorði, en mun undir styrkri stjórn fjármálaráðherra hafa unnið það loflega verk að safna með frjálsum framlögum allmiklu fé sem meðal annars rann til endurnýjunar á úr sér gengnum tölvubúnaði skólans. Hollvinafélag þetta virðist starfa líkt og hollvinafélög sem algeng eru við einkareknar menntastofnanir og heilbrigðisstofnanir í Norður-Ameríku og gegna, auk hraustlegrar gjaldtöku fyrir þjónustu þá sem þessar stofnanir veita, mikilvægu hlutverki við fjármögnun þeirra.Lokalausn á ríkisfjármálunum? Kannski þarna sé sprotinn að nýju rekstrarformi og lokalausn á ríkisfjármálunum? Þegar Jóhönnur og Steingrímar eru búin að sigla hér öllu í kaf og þenja ríkisbáknið eins og púkann á fjósbitanum með gegndarlausri skattpíningu á einkaframtakið þá er ekki annað að gera en hóa í öflugt lið og hollvinavæða heila klabbið. Þannig geta þeir sem hafa til þess löngun látið fé af hendi rakna til menntamála, löggæslu og heilbrigðisþjónustu, en hinum sem hafa þarfara við sinn pening að gera er hlíft við því ofbeldi og eignaupptöku sem skatttaka í raun og sanni er. Hvaða réttlæti er t.d. í því að fólki sem býr við góða heilsu sé þröngvað til að kasta sínu sjálfsaflafé í botnlausa hít Landspítalans, þar sem óráðsían ríður ekki við einteyming? Að maður tali ekki um fyrirtæki, t.d. í sjávarútvegi, sem eðli málsins samkvæmt geta ekki þurft á læknisþjónustu að halda? Nei, skipum Lansanum heldur fjárhaldsstjórn og hollvinavæðum svo kauða. Sama mætti gera við Tryggingastofnun, lögregluna og dómstóla, t.d. hinn nýja Landsrétt sem horfir jú bara til útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, a.m.k. ef purkunarlausum réttarofsóknum á hendur útsjónarsömum kaupsýslumönnum fer ekki að linna fyrir íslenskum dómstólum. Hollvinavæðing er nefnilega hin nýja einkavinavæðing. En af hverju ekki að taka þetta alla leið? Af hverju ekki að gerast «hollvinir samfélagsins» og greiða skattana okkar glöð eins og frændur okkar í Skandinavíu, stolt yfir því að leggja okkar af mörkum til sameiginlegrar velferðar okkar og barnanna okkar? Þá þarf kannski ekki að ráðast í svo kostnaðarsamar kerfisbreytingar. Bara að opna augun fyrir því hvað skattar eru í upplýstu velferðarsamfélagi: hornsteinn samfélagsins. Velferð kostar nefnilega og verður ekki rekin fyrir aflandsreikninga eða lágmarksframlag af reiknuðu endurgjaldi. Hjá «hollvinum samfélagsins» er alltaf söfnun í gangi og ágóðinn lagður beint inn á ríkissjóð öllum til hagsældar. Það þarf að auka útgjöld og ríkisstofnanir að hætta betlinu. Sé maður aflögufær er það engin kvöð að gjalda sanngjarnan hlut af tekjum sínum til þess: það eru forréttindi. Geta svo litið með stolti á álagningarseðilinn, eins og gyllt nafnskilti velunnarans á stól í hátíðarsal, og hugsað með sér: þennan veg kostaði ég, þetta sjúkrarúm, þessa hraðamyndavél. Það gengur ekki að bara einn og einn splæsi. Gerumst öll hollvinir samfélagsins: það borgar sig. Höfundur er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem vekur eftirtekt þegar snúið er heim eftir langdvalir í nágrannaríkjum eru tíðar fégjafir íslensks almennings til grundvallarsamfélagsþjónustu. Stöðugt berast fregnir af ölmusu félagssamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til svokallaðra ríkisstofnana: safnað er fé til tækjakaupa á Landspítala og til viðhalds grunnþjónustu á smærri sjúkrahúsum, foreldrar safna fé til kaupa á bókakosti við skóla, ef ekki viðhalds á skólabyggingum, og jafnvel lögreglunni er fært söfnunarfé til kaupa á nauðsynlegum tækjabúnaði. Á stærsta sjúkrahúsi landsins eru heilu sjúkradeildirnar innréttaðar með uppgjafahúsgögnum einkafyrirtækja, og á heimasíðu sömu stofnunar leiðir einn af þremur mest áberandi hlekkjum á síðu styrktar- og gjafasjóðs til spítalans. Maður fer þá að velta því fyrir sér hvernig hugsunin sé að reka svonefndar ríkisstofnanir ef ekki fyrir reikning ríkissjóðs. Kannski svarið liggi í því sem hefur verið í fréttum undanfarið af þeim sem núna stýrir ríkissjóði: Hollvinafélag Menntaskólans í Reykjavík heitir merkilegur félagsskapur sem ekki hefur verið á hvers manns vitorði, en mun undir styrkri stjórn fjármálaráðherra hafa unnið það loflega verk að safna með frjálsum framlögum allmiklu fé sem meðal annars rann til endurnýjunar á úr sér gengnum tölvubúnaði skólans. Hollvinafélag þetta virðist starfa líkt og hollvinafélög sem algeng eru við einkareknar menntastofnanir og heilbrigðisstofnanir í Norður-Ameríku og gegna, auk hraustlegrar gjaldtöku fyrir þjónustu þá sem þessar stofnanir veita, mikilvægu hlutverki við fjármögnun þeirra.Lokalausn á ríkisfjármálunum? Kannski þarna sé sprotinn að nýju rekstrarformi og lokalausn á ríkisfjármálunum? Þegar Jóhönnur og Steingrímar eru búin að sigla hér öllu í kaf og þenja ríkisbáknið eins og púkann á fjósbitanum með gegndarlausri skattpíningu á einkaframtakið þá er ekki annað að gera en hóa í öflugt lið og hollvinavæða heila klabbið. Þannig geta þeir sem hafa til þess löngun látið fé af hendi rakna til menntamála, löggæslu og heilbrigðisþjónustu, en hinum sem hafa þarfara við sinn pening að gera er hlíft við því ofbeldi og eignaupptöku sem skatttaka í raun og sanni er. Hvaða réttlæti er t.d. í því að fólki sem býr við góða heilsu sé þröngvað til að kasta sínu sjálfsaflafé í botnlausa hít Landspítalans, þar sem óráðsían ríður ekki við einteyming? Að maður tali ekki um fyrirtæki, t.d. í sjávarútvegi, sem eðli málsins samkvæmt geta ekki þurft á læknisþjónustu að halda? Nei, skipum Lansanum heldur fjárhaldsstjórn og hollvinavæðum svo kauða. Sama mætti gera við Tryggingastofnun, lögregluna og dómstóla, t.d. hinn nýja Landsrétt sem horfir jú bara til útgjaldaauka fyrir ríkissjóð, a.m.k. ef purkunarlausum réttarofsóknum á hendur útsjónarsömum kaupsýslumönnum fer ekki að linna fyrir íslenskum dómstólum. Hollvinavæðing er nefnilega hin nýja einkavinavæðing. En af hverju ekki að taka þetta alla leið? Af hverju ekki að gerast «hollvinir samfélagsins» og greiða skattana okkar glöð eins og frændur okkar í Skandinavíu, stolt yfir því að leggja okkar af mörkum til sameiginlegrar velferðar okkar og barnanna okkar? Þá þarf kannski ekki að ráðast í svo kostnaðarsamar kerfisbreytingar. Bara að opna augun fyrir því hvað skattar eru í upplýstu velferðarsamfélagi: hornsteinn samfélagsins. Velferð kostar nefnilega og verður ekki rekin fyrir aflandsreikninga eða lágmarksframlag af reiknuðu endurgjaldi. Hjá «hollvinum samfélagsins» er alltaf söfnun í gangi og ágóðinn lagður beint inn á ríkissjóð öllum til hagsældar. Það þarf að auka útgjöld og ríkisstofnanir að hætta betlinu. Sé maður aflögufær er það engin kvöð að gjalda sanngjarnan hlut af tekjum sínum til þess: það eru forréttindi. Geta svo litið með stolti á álagningarseðilinn, eins og gyllt nafnskilti velunnarans á stól í hátíðarsal, og hugsað með sér: þennan veg kostaði ég, þetta sjúkrarúm, þessa hraðamyndavél. Það gengur ekki að bara einn og einn splæsi. Gerumst öll hollvinir samfélagsins: það borgar sig. Höfundur er geðlæknir.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar