Ekki vera fáviti Bergsteinn Jónsson skrifar 7. júní 2017 07:00 „Borg verður óbyggðir, barnið er stuck þar,“ syngur Kött Grá Pje í lagi dags rauða nefsins og vísar til milljóna barna sem eru fórnarlömb átaka og ofsókna um allan heim. Við berum öll ábyrgð á þessum börnum og alveg sérstaka ábyrgð berum við á börnunum sem dvelja hér á landi. Þau sem komast loksins í öryggi eftir langt og strangt ferðalag.Mannréttindi barna alls staðar UNICEF leggur ríka áherslu á að mannréttindi barna séu virt hvar sem þau eru stödd í heiminum. Barnasáttmálinn á alltaf við um öll börn. Um 50 milljónir barna búa nú utan fæðingarlands síns og þar af eru 28 milljónir á flótta undan átökum. Börnum sem eru ein á ferð fjölgar hratt. Þau leitast við að finna fjölskyldur sínar, eða flýja þær vegna ofbeldis, þvingaðra giftinga eða hermennsku. Flóttinn er hættulegur og sífellt fleiri verða smyglurum og mansali að bráð. Börn eru í sérstakri áhættu þegar kemur að ofbeldi og misnotkun. Ábyrgð okkar allra á að tryggja öryggi þeirra er mikil.Það sem barni er fyrir bestu Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin þegar börn á flótta hafa ekki fengið sömu umönnun og þjónustu og önnur börn. Þau eru einnig brotin þegar börn eru send úr landi gegn vilja þeirra og án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Þriðja grein Barnasáttmálans kveður á um að það sem sé barninu fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Það þýðir að við lausn mála þarf kærunefnd útlendingamála að líta til laga um Barnasáttmálann og virða þriðju grein hans. Við mat á bestu hagsmunum barnsins þarf að líta til margvíslegra þátta. Ekki er nóg að styðjast einungis við lagabókstaf til að meta hvort réttindi barns séu tryggð í upprunalandi heldur einnig úttektir og rannsóknir á því hvort slíkum lögum sé í raun framfylgt og hvort viðkvæmum hópum barna séu tryggð réttindi sín að sönnu.Opnum dyrnar Kröfur um endursendingar byggja oft á Dyflinnarreglugerðinni sem íslensk stjórnvöld beita í mörgum málum. Reglugerðinni er ætlað að dreifa álagi við móttöku flóttafólks í Evrópu en hún hefur þess í stað aukið gríðarlega álag á þau ríki sem eiga landamæri að Miðjarðarhafinu. Ekkert í reglugerðinni skyldar eða hvetur til þess að Ísland sendi frá sér flóttafólk, en það virðist samt sem áður vera stefna stjórnvalda. Þegar kemur að viðkvæmum hópum eins og börnum er slík stefna óásættanleg. Ísland hefur lagt áherslu á að koma viðkvæmum og jaðarsettum hópum flóttafólks til aðstoðar, og það ætti einnig að eiga við um þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem koma hingað til lands af sjálfsdáðum. „Ekki vera fáviti. Nískuflipp. Opnum dyrnar,“ heldur Kött Grá Pje áfram í laginu fyrir dag rauða nefsins. Öll börn eiga rétt. Verndum börn á flótta, sérstaklega börn sem eru ein á ferð. Ráðstafanir okkar í málefnum þeirra geta skilið á milli lífs og dauða. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
„Borg verður óbyggðir, barnið er stuck þar,“ syngur Kött Grá Pje í lagi dags rauða nefsins og vísar til milljóna barna sem eru fórnarlömb átaka og ofsókna um allan heim. Við berum öll ábyrgð á þessum börnum og alveg sérstaka ábyrgð berum við á börnunum sem dvelja hér á landi. Þau sem komast loksins í öryggi eftir langt og strangt ferðalag.Mannréttindi barna alls staðar UNICEF leggur ríka áherslu á að mannréttindi barna séu virt hvar sem þau eru stödd í heiminum. Barnasáttmálinn á alltaf við um öll börn. Um 50 milljónir barna búa nú utan fæðingarlands síns og þar af eru 28 milljónir á flótta undan átökum. Börnum sem eru ein á ferð fjölgar hratt. Þau leitast við að finna fjölskyldur sínar, eða flýja þær vegna ofbeldis, þvingaðra giftinga eða hermennsku. Flóttinn er hættulegur og sífellt fleiri verða smyglurum og mansali að bráð. Börn eru í sérstakri áhættu þegar kemur að ofbeldi og misnotkun. Ábyrgð okkar allra á að tryggja öryggi þeirra er mikil.Það sem barni er fyrir bestu Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin þegar börn á flótta hafa ekki fengið sömu umönnun og þjónustu og önnur börn. Þau eru einnig brotin þegar börn eru send úr landi gegn vilja þeirra og án þess að öryggi þeirra sé tryggt. Þriðja grein Barnasáttmálans kveður á um að það sem sé barninu fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir sem varða börn. Það þýðir að við lausn mála þarf kærunefnd útlendingamála að líta til laga um Barnasáttmálann og virða þriðju grein hans. Við mat á bestu hagsmunum barnsins þarf að líta til margvíslegra þátta. Ekki er nóg að styðjast einungis við lagabókstaf til að meta hvort réttindi barns séu tryggð í upprunalandi heldur einnig úttektir og rannsóknir á því hvort slíkum lögum sé í raun framfylgt og hvort viðkvæmum hópum barna séu tryggð réttindi sín að sönnu.Opnum dyrnar Kröfur um endursendingar byggja oft á Dyflinnarreglugerðinni sem íslensk stjórnvöld beita í mörgum málum. Reglugerðinni er ætlað að dreifa álagi við móttöku flóttafólks í Evrópu en hún hefur þess í stað aukið gríðarlega álag á þau ríki sem eiga landamæri að Miðjarðarhafinu. Ekkert í reglugerðinni skyldar eða hvetur til þess að Ísland sendi frá sér flóttafólk, en það virðist samt sem áður vera stefna stjórnvalda. Þegar kemur að viðkvæmum hópum eins og börnum er slík stefna óásættanleg. Ísland hefur lagt áherslu á að koma viðkvæmum og jaðarsettum hópum flóttafólks til aðstoðar, og það ætti einnig að eiga við um þá umsækjendur um alþjóðlega vernd sem koma hingað til lands af sjálfsdáðum. „Ekki vera fáviti. Nískuflipp. Opnum dyrnar,“ heldur Kött Grá Pje áfram í laginu fyrir dag rauða nefsins. Öll börn eiga rétt. Verndum börn á flótta, sérstaklega börn sem eru ein á ferð. Ráðstafanir okkar í málefnum þeirra geta skilið á milli lífs og dauða. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar