Að láta hjartað eða skynsemina ráða Hulda Vigdísardóttir skrifar 8. júní 2017 07:00 „Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. „Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram. „Græðirðu eitthvað á því? Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera með M.A.-próf í íslenskri málfræði? Færðu nógu góða vinnu eftir brautskráningu?“ Ég brosi og reyni að andvarpa ekki of hátt, þreytt á því að endurtaka mig og finnast ég stöðugt þurfa að afsaka eitthvað sem ég gæti í raun ekki verið stoltari af. Já, stolt og ánægð með val mitt. Hann kinkar áhugalaus kolli á meðan ég fer með þuluna enn einu sinni en skiptir svo um umræðuefni við fyrsta tækifæri. Ég veit ekki hve margar slíkar samræður ég hef átt. Ég veit ekki hve oft slík spurningaflóð hafa hrunið yfir mig, sérstaklega á meðan ég var enn í námi. Ég veit ekki hve oft ég hef þurft að útskýra í hverju námið fælist og að það væri í raun og veru hægt að læra íslensku og íslenska málfræði á háskólastigi. Nei, það gengi ekki út á að læra fallbeygingu orðsins hestur eins og í fjórða bekk grunnskóla. Ég veit heldur ekki hve oft ég hef staðið sjálfa mig að því að réttlæta námsval mitt og telja upp kosti þess og mikilvægi. Ég hlæ uppgerðum hlátri þegar missnobbaðir einstaklingar tilkynna mér að titillinn íslenskufræðingur sé bara alls ekki nógu töff. Nei, ekki eins og stjarneðlisfræðingur, kjarnefnafræðingur eða eitthvað álíka. Ég svara kaldhæðnislega þegar fólk segist ekki þora að tala íslensku í kringum mig því ég grandskoði örugglega málfar þeirra. Fyrir brautskráningu yppti ég öxlum þegar einhver spurði í hvað ég ætlaði svo að nýta mér námið og sagði: „Ég veit það ekki alveg enn þá, möguleikarnir eru svo ótal margir.“ Og það reyndist líka rétt. Vinir mínir sem skráðu sig í verkfræði, læknisfræði, lögfræði og önnur fög sem veita á einhvern hátt augljósari starfsmöguleika en íslenska voru yfirleitt spurðir hve langt þeir væru komnir og hvort þeir hefðu þegar valið sér ákveðið sérsvið. Mér fannst ég hins vegar einatt þurfa að færa rök fyrir og verja námsval mitt, þ.e. réttlæta valið á einhvern hátt.Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað Ég er viss um að margir kannast við þetta og ekki aðeins þeir sem leggja eða lögðu stund á íslenskunám á háskólastigi. Það er hreinlega eins og sum fög hljóti almennt minni viðurkenningu og virðingu í samfélaginu en önnur og virðist það sérstaklega eiga við um ýmsar listgreinar og námsfög á hugvísinda-, mennta- og félagsvísindasviði. Við erum sem betur fer ólík og áhugamálin fjölbreytt eftir því. Um 340 þúsund manna samfélag hefur ekki þörf á 340 þúsund lögfræðingum eða 340 þúsund tölvunarfræðingum, rétt eins og það hefur ekki þörf á 340 þúsund íslenskufræðingum (þó mér finnist íslenskuáhugi í þjóðfélaginu vel mega vera meiri). Samfélag byggist á fjölbreytileika og nú þegar nýstúdentar velja sér námsbraut í háskóla er mikilvægt að öllu sé gert jafn hátt undir höfði. Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað og námsval getur ekki talist skynsamlegt ef hugur og hjarta fylgja ekki með. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og standa með sjálfum sér. Kæru verðandi háskólanemar, látið hjartað ráða og veljið það sem þið hafið mestan áhuga á að mennta ykkur í. Tækifærin eru mýmörg og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Höfundur er með B.A.-próf í íslensku og þýsku, M.A.-próf í íslenskri málfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
„Ha? Ertu að læra íslensku?“ segir hann og leggur áherslu á sögnina læra. „Kanntu ekki íslensku? Ég meina… Æ, þú veist… Þú ert íslensk, býrð á Íslandi og kannt alveg íslensku. Til hvers þarftu eiginlega háskólapróf í henni?“ heldur hann áfram. „Græðirðu eitthvað á því? Hvað í ósköpunum ætlarðu að gera með M.A.-próf í íslenskri málfræði? Færðu nógu góða vinnu eftir brautskráningu?“ Ég brosi og reyni að andvarpa ekki of hátt, þreytt á því að endurtaka mig og finnast ég stöðugt þurfa að afsaka eitthvað sem ég gæti í raun ekki verið stoltari af. Já, stolt og ánægð með val mitt. Hann kinkar áhugalaus kolli á meðan ég fer með þuluna enn einu sinni en skiptir svo um umræðuefni við fyrsta tækifæri. Ég veit ekki hve margar slíkar samræður ég hef átt. Ég veit ekki hve oft slík spurningaflóð hafa hrunið yfir mig, sérstaklega á meðan ég var enn í námi. Ég veit ekki hve oft ég hef þurft að útskýra í hverju námið fælist og að það væri í raun og veru hægt að læra íslensku og íslenska málfræði á háskólastigi. Nei, það gengi ekki út á að læra fallbeygingu orðsins hestur eins og í fjórða bekk grunnskóla. Ég veit heldur ekki hve oft ég hef staðið sjálfa mig að því að réttlæta námsval mitt og telja upp kosti þess og mikilvægi. Ég hlæ uppgerðum hlátri þegar missnobbaðir einstaklingar tilkynna mér að titillinn íslenskufræðingur sé bara alls ekki nógu töff. Nei, ekki eins og stjarneðlisfræðingur, kjarnefnafræðingur eða eitthvað álíka. Ég svara kaldhæðnislega þegar fólk segist ekki þora að tala íslensku í kringum mig því ég grandskoði örugglega málfar þeirra. Fyrir brautskráningu yppti ég öxlum þegar einhver spurði í hvað ég ætlaði svo að nýta mér námið og sagði: „Ég veit það ekki alveg enn þá, möguleikarnir eru svo ótal margir.“ Og það reyndist líka rétt. Vinir mínir sem skráðu sig í verkfræði, læknisfræði, lögfræði og önnur fög sem veita á einhvern hátt augljósari starfsmöguleika en íslenska voru yfirleitt spurðir hve langt þeir væru komnir og hvort þeir hefðu þegar valið sér ákveðið sérsvið. Mér fannst ég hins vegar einatt þurfa að færa rök fyrir og verja námsval mitt, þ.e. réttlæta valið á einhvern hátt.Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað Ég er viss um að margir kannast við þetta og ekki aðeins þeir sem leggja eða lögðu stund á íslenskunám á háskólastigi. Það er hreinlega eins og sum fög hljóti almennt minni viðurkenningu og virðingu í samfélaginu en önnur og virðist það sérstaklega eiga við um ýmsar listgreinar og námsfög á hugvísinda-, mennta- og félagsvísindasviði. Við erum sem betur fer ólík og áhugamálin fjölbreytt eftir því. Um 340 þúsund manna samfélag hefur ekki þörf á 340 þúsund lögfræðingum eða 340 þúsund tölvunarfræðingum, rétt eins og það hefur ekki þörf á 340 þúsund íslenskufræðingum (þó mér finnist íslenskuáhugi í þjóðfélaginu vel mega vera meiri). Samfélag byggist á fjölbreytileika og nú þegar nýstúdentar velja sér námsbraut í háskóla er mikilvægt að öllu sé gert jafn hátt undir höfði. Ekkert eitt fag er mikilvægara en annað og námsval getur ekki talist skynsamlegt ef hugur og hjarta fylgja ekki með. Mestu máli skiptir að hafa gaman af því sem maður tekur sér fyrir hendur og standa með sjálfum sér. Kæru verðandi háskólanemar, látið hjartað ráða og veljið það sem þið hafið mestan áhuga á að mennta ykkur í. Tækifærin eru mýmörg og aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Höfundur er með B.A.-próf í íslensku og þýsku, M.A.-próf í íslenskri málfræði.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar