Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar 12. ágúst 2025 07:01 Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Símanotkun barna Samfélagsmiðlar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Tæknin í dag er ótrúleg! Hún tengir okkur við vini og fjölskyldu, gerir okkur skilvirkari, hjálpar okkur við dagleg störf og býður upp á fjölbreytta afþreyingu. Hún opnar heim af þekkingu og eflir nýsköpun. En eins og Ben frændi sagði „Með miklu valdi fylgir mikil ábyrgð.“ Mikið af þeirri tækni sem við notum daglega - samfélagsmiðlar, leikir, forrit og öpp - er hönnuð með eitt markmið: að grípa athyglina okkar og halda henni eins lengi og hægt er. Ekki endilega til að fræða okkur, styrkja sambönd eða styðja við velferð, heldur til að hámarka gróða. Með því að halda okkur fast í straumnum er hægt að safna gögnum, birta auglýsingar og móta hegðun okkar í þágu kerfa sem við sjáum oft ekki og skiljum ekki alveg. Tækniheimurinn er ekki hlutlaus. Hann hefur áhrif á börnin okkar, hugsanir okkar, sjálfsmynd okkar, lýðheilsu og lýðræði. Við sjáum hvernig samfélagsmiðlar matar okkur af efni sem eykur óöryggi, ýtir undir samanburð, einangrun og vanlíðan. Við finnum hvernig skjárinn kallar, truflar, tæmir orku, sviptir nærveru og rýfur tengslin við okkur sjálf og aðra. Við sjáum börnin okkar stara stjörf á skjáinn, skrolla endalaust, á meðan þau missa af samskiptum, útiveru, ævintýrum… missa af lífinu sjálfu. Við þurfum ekki alltaf að „nýta tæknina betur“. Stundum þurfum við einfaldlega að taka hana úr sambandi. Að leggja símann frá okkur. Að sleppa samfélagsmiðlum. Að velja raunveruleg samtöl fram yfir skjásamskipti. Að gefa okkur og börnunum okkar tækifæri til að finna frið í því að vera ótrufluð. Við eigum rétt á einbeitingu og raunverulegum tengslum. Við eigum að geta lifað lífi án stanslausts áreitis og eftir skoðunum sem mótast af algoritma. En hvernig finnum við þetta jafnvægi? Gott er að setjast niður saman sem fjölskylda og ákveða ykkar heimilisreglur um skjánotkun. Hvenær er gott að nota tæknina og hvenær er gott að vera án hennar. Áður en þið byrjið er mikilvægt að hafa nokkur atriði í huga: Börn hafa margt að segja um skjánotkun foreldra sinna. Hlustið á þau og setjið jafnar reglur um börn og foreldra. Skrifið reglurnar niður á blað og hafið sýnilegar á heimilinu. Haldið reglunum fáum, einföldum og raunhæfum. Hér er dæmi um reglurnar á mínu heimili: Engir símar í svefnherbergjum - þetta á líka við yfir daginn, ekki bara á kvöldin. Engir símar við matarborðið - allir matartímar eru tími fjölskyldunnar til að tala saman. Símar fara í hleðslu á nóttunni í símakassa í eldhúsinu. Ef þig vantar vekjaraklukku, þá kaupum við eina slíka. Ekki má vera í símanum á meðan við horfum saman á sjónvarpið. Engir leikir eða samfélagsmiðlar í bílnum. Síma má þó nota til að stilla tónlist eða sem leiðsögutæki. Með þessum reglum höfum við nánast hætt að rífast um skjátíma á mínu heimili og fundið mun betra stafrænt jafnvægi. Við eigum að nota tæknina þegar hún styður okkur.Við eigum líka að hafna henni þegar hún skaðar okkur. Við eigum að nota tæknina.Tæknin á ekki að nota okkur. Höfundur er móðir og tölvunarfræðingur hjá Stafrænni velferð.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar