Ráðherra á refilstigum Þröstur Ólafsson skrifar 7. júní 2017 07:00 Það er athyglisvert að hlusta á utanríkisráðherra lýðveldisins ræða um málefni granna okkar í Evrópu. Það fer ekki á milli mála að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga við mikil talmein að stríða þegar þeir þurfa að minnast á ESB án þess að hreyta úr sér ónotum eða skammaryrðum. Stundum skýlir ráðherrann sér á bak við EES til að þurfa ekki að segja Evrópusambandið. Hann ræðir iðulega við fréttamenn eins og Evrópusambandið sé hreinlega ekki til. Bretland er hins vegar orðið eftirlæti ráðherrans. Aldrei er rekinn framan í hann hljóðnemi svo hann mæri ekki Breta og lofsyngi. Eftir að þeir sögðu sig úr ESB eru þeir allt í einu orðnir sérstakir vinir okkar Íslendinga. Öðru vísi mér áður brá, því þeir eru í reynd eina Evrópuþjóðin sem sýnt hefur okkur beinan fjandskap, ef alþjóðleg átök heimsstyrjaldanna eru frátalin. Þeir gengu harðast fram í því að reyna að hindra að Ísland fengi alþjóðlega viðurkenningu á útvíkkun landhelginnar. Sennilega bjargaði aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við BNA því, að við urðum ekki undir og hefðum þurft að bíta í gras. Árið 2008 settu þeir okkur á lista yfir hryðjuverkalönd, sem pólitískt og í viðskiptalegu tilliti jafngilti því að landið væri sett í sóttkví vegna ebólufaraldurs. Það var fyrirferðarmikil vinátta. Aldrei báðust þeir afsökunar. Stóra-Bretland þarf ekki að afsaka gerðir sínar. Bretar eru nefnilega eins og flest önnur stórveldi; þeir þekkja ekki varanleg vináttusambönd, aðeins tímabundin hagsmunatengsl. Málflutningur íslenska utanríkisráðherrans er því barnalegur, falskur og smeðjulegur.Evrópusambandið sem bannorð Bretar eru vissulega mikilvægir nágrannar, sem við verðum að eiga góð samskipti við. Hagsmunir þeirra munu hins vegar, framvegis sem hingað til, ráða því hverjir séu vinir þeirra í það eða hitt skiptið. Það er ekki leið til virðingar eða áhrifa að vera sífellt á hnjánum og mæra þá fyrir vináttu og forystugæði, þegar sagan sýnir allt aðrar hliðar á sambandi landanna. En þessi hegðun ráðherrans kallar á útmálun og greiningu. Sá sem þetta ritar finnur ekki aðrar líklegar skýringar en hugmyndafræðilega frændsemi í frjálshyggjunni og langþráðan bandamann í andúð á ESB. Íslenski utanríkisráðherrann telur sennilega að nú hafi heldur betur hlaupið á snærið hjá flokki sínum með nýjan félaga í slag fyrir endalokum ESB. En kannski er útskýringin nærtækari. Ráðherrann er að niðurlægja og snupra Viðreisn með því að smána ESB, en aðild að því var eitt helsta baráttumál Viðreisnar, og svik Sjálfstæðisflokksins við þjóðaratkvæði fæðingarvottorð Viðreisnar. Nú eru þeir saman í ríkisstjórn þar sem utanríkisráðherra hennar virðist líta á orðið Evrópusamband sem blótsyrði, sem ekki sæmi að hafa á orði í opinberri umræðu. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Stígum stærri og róttækari græn skref í Reykjavík Líf Magneudóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Það er athyglisvert að hlusta á utanríkisráðherra lýðveldisins ræða um málefni granna okkar í Evrópu. Það fer ekki á milli mála að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eiga við mikil talmein að stríða þegar þeir þurfa að minnast á ESB án þess að hreyta úr sér ónotum eða skammaryrðum. Stundum skýlir ráðherrann sér á bak við EES til að þurfa ekki að segja Evrópusambandið. Hann ræðir iðulega við fréttamenn eins og Evrópusambandið sé hreinlega ekki til. Bretland er hins vegar orðið eftirlæti ráðherrans. Aldrei er rekinn framan í hann hljóðnemi svo hann mæri ekki Breta og lofsyngi. Eftir að þeir sögðu sig úr ESB eru þeir allt í einu orðnir sérstakir vinir okkar Íslendinga. Öðru vísi mér áður brá, því þeir eru í reynd eina Evrópuþjóðin sem sýnt hefur okkur beinan fjandskap, ef alþjóðleg átök heimsstyrjaldanna eru frátalin. Þeir gengu harðast fram í því að reyna að hindra að Ísland fengi alþjóðlega viðurkenningu á útvíkkun landhelginnar. Sennilega bjargaði aðild okkar að NATO og varnarsamningurinn við BNA því, að við urðum ekki undir og hefðum þurft að bíta í gras. Árið 2008 settu þeir okkur á lista yfir hryðjuverkalönd, sem pólitískt og í viðskiptalegu tilliti jafngilti því að landið væri sett í sóttkví vegna ebólufaraldurs. Það var fyrirferðarmikil vinátta. Aldrei báðust þeir afsökunar. Stóra-Bretland þarf ekki að afsaka gerðir sínar. Bretar eru nefnilega eins og flest önnur stórveldi; þeir þekkja ekki varanleg vináttusambönd, aðeins tímabundin hagsmunatengsl. Málflutningur íslenska utanríkisráðherrans er því barnalegur, falskur og smeðjulegur.Evrópusambandið sem bannorð Bretar eru vissulega mikilvægir nágrannar, sem við verðum að eiga góð samskipti við. Hagsmunir þeirra munu hins vegar, framvegis sem hingað til, ráða því hverjir séu vinir þeirra í það eða hitt skiptið. Það er ekki leið til virðingar eða áhrifa að vera sífellt á hnjánum og mæra þá fyrir vináttu og forystugæði, þegar sagan sýnir allt aðrar hliðar á sambandi landanna. En þessi hegðun ráðherrans kallar á útmálun og greiningu. Sá sem þetta ritar finnur ekki aðrar líklegar skýringar en hugmyndafræðilega frændsemi í frjálshyggjunni og langþráðan bandamann í andúð á ESB. Íslenski utanríkisráðherrann telur sennilega að nú hafi heldur betur hlaupið á snærið hjá flokki sínum með nýjan félaga í slag fyrir endalokum ESB. En kannski er útskýringin nærtækari. Ráðherrann er að niðurlægja og snupra Viðreisn með því að smána ESB, en aðild að því var eitt helsta baráttumál Viðreisnar, og svik Sjálfstæðisflokksins við þjóðaratkvæði fæðingarvottorð Viðreisnar. Nú eru þeir saman í ríkisstjórn þar sem utanríkisráðherra hennar virðist líta á orðið Evrópusamband sem blótsyrði, sem ekki sæmi að hafa á orði í opinberri umræðu. Höfundur er hagfræðingur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun