Varúð: Kona undir stýri! Rakel Sveinsdóttir skrifar 7. júní 2017 07:00 Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn. Hópurinn var sóttur á flugvöllinn og keyrður í Bláa lónið. Eftir þá sundferð var keyrt til Reykjavíkur þar sem rútubílstjórinn skilaði farþegunum heilu og höldnu á hótel. En þá kom babb í bátinn. Þótt ekkert hefði verið að ökulagi rútubílstjórans gátu ferðalangarnir umræddu ekki lengur við unað. Hvers vegna? Jú, rútubílstjórinn var kona! Fararstjóri umrædds hóps sá sig því knúinn til að hafa samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem hafði selt þeim ferðina. Úr varð að hópurinn fékk nýjan rútubílstjóra: Karlmann! Hafandi verið í rekstri eins og aðrar FKA-konur hafa flestar, ætla ég ekki að segja að ég skilji ekki viðbrögðin. Þjónustuaðilar eiga það einmitt flestir eitt sameiginlegt og það er að viðskiptavinurinn er sá sem hefur rétt fyrir sér. Sem sölu- og þjónustuaðili í gegnum tíðina kannast ég því við mörg tilvikin þar sem bregðast þarf við athugasemdum viðskiptavina eins fljótt og vel og auðið er. En hérna þurfum við aðeins að staldra við. Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér ríkja ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Erlendir ferðamenn eru líka að sækja heim stolta þjóð. Hluti af þessu stolti er að segja frá því og sýna í verki hvar við stöndum í jafnréttismálum. Þannig hafa íslenskar konur löngum verið mjög virkar á vinnumarkaði. Þúsundir íslenskra kvenna standa líka fyrir sínum eigin rekstri og atvinnusköpun um land allt og í öllum atvinnugreinum. Þá höfum við sýnt fordæmi í ýmsu. Ég nefni sérstaklega kynjakvótalögin 2013 og Jafnlaunavottunina sem Alþingi samþykkti á dögunum. Allt eru þetta atriði sem endurspegla það hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Í þessu tilviki tel ég því að við hefðum hreinlega átt að segja „nei“ við viðskiptavininn. Skýra það frekar út fyrir hópnum hvernig menning okkar er. Benda þeim á að út ferðina yrði hópurinn þjónustaður af bæði konum og körlum. Hvar sem er og hvenær sem er. Sem auðvitað þýðir að við konurnar keyrum líka rútur!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgririti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var hópur íslamskra ferðamanna sóttur í Leifsstöð. Allt voru ferðalangarnir karlmenn. Hópurinn var sóttur á flugvöllinn og keyrður í Bláa lónið. Eftir þá sundferð var keyrt til Reykjavíkur þar sem rútubílstjórinn skilaði farþegunum heilu og höldnu á hótel. En þá kom babb í bátinn. Þótt ekkert hefði verið að ökulagi rútubílstjórans gátu ferðalangarnir umræddu ekki lengur við unað. Hvers vegna? Jú, rútubílstjórinn var kona! Fararstjóri umrædds hóps sá sig því knúinn til að hafa samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem hafði selt þeim ferðina. Úr varð að hópurinn fékk nýjan rútubílstjóra: Karlmann! Hafandi verið í rekstri eins og aðrar FKA-konur hafa flestar, ætla ég ekki að segja að ég skilji ekki viðbrögðin. Þjónustuaðilar eiga það einmitt flestir eitt sameiginlegt og það er að viðskiptavinurinn er sá sem hefur rétt fyrir sér. Sem sölu- og þjónustuaðili í gegnum tíðina kannast ég því við mörg tilvikin þar sem bregðast þarf við athugasemdum viðskiptavina eins fljótt og vel og auðið er. En hérna þurfum við aðeins að staldra við. Þannig gildir það fyrir ferðamenn að hér ríkja ákveðnar reglur og menning sem þeir eru að sækja heim. Erlendir ferðamenn eru líka að sækja heim stolta þjóð. Hluti af þessu stolti er að segja frá því og sýna í verki hvar við stöndum í jafnréttismálum. Þannig hafa íslenskar konur löngum verið mjög virkar á vinnumarkaði. Þúsundir íslenskra kvenna standa líka fyrir sínum eigin rekstri og atvinnusköpun um land allt og í öllum atvinnugreinum. Þá höfum við sýnt fordæmi í ýmsu. Ég nefni sérstaklega kynjakvótalögin 2013 og Jafnlaunavottunina sem Alþingi samþykkti á dögunum. Allt eru þetta atriði sem endurspegla það hver við erum og fyrir hvað við stöndum. Í þessu tilviki tel ég því að við hefðum hreinlega átt að segja „nei“ við viðskiptavininn. Skýra það frekar út fyrir hópnum hvernig menning okkar er. Benda þeim á að út ferðina yrði hópurinn þjónustaður af bæði konum og körlum. Hvar sem er og hvenær sem er. Sem auðvitað þýðir að við konurnar keyrum líka rútur!Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgririti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun